Lífið

Eva Laufey fagnaði útgáfu þriðju bókar sinnar

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Eva Laufey var umkringd sínum nánustu í útgáfuhófi bókarinnar Í eldhúsi Evu.
Eva Laufey var umkringd sínum nánustu í útgáfuhófi bókarinnar Í eldhúsi Evu. Myndir/Aðsent
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir gaf á dögunum út bókina Í eldhúsi Evu. Hún hélt útgáfuhóf á Vinnustofu Kjarvals og auðvitað var gestum boðið upp á smakk úr bókinni. Þetta er þriðja bók Evu Laufeyjar en áður hefur hún gefið út Matargleði Evu og Kökugleði Evu. Í nýju bókinni má finna yfir hundrað uppskriftir að girnilegum réttum fyrir öll tilefni. Uppskriftirnar eru fjölbreyttar og afar aðgengilegar. Það er á allra færi að töfra þær fram.

„Matur er ekki bara matur í mínum augum heldur er hann sameiningartákn fjölskyldu og vina. Eldamennskan er eins og allt annað; ef maður sýnir henni ást og umhyggju þá er líklegt að útkoman verði stórgóð, segir Eva Laufey.“ 

Í albúminu hér fyrir neðan má sjá nokkrar vel valdar myndir frá þessum viðburði. 


Tengdar fréttir

Æðislegur fylltur lambahryggur

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir sjónvarpskokkur lét okkur í té þessa girnilegu uppskrift að jóla-lambahrygg en hann er borinn fram með ofnbökuðum kartöflum og soðsósu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×