Sportpakkinn: Tveir bestu menn deildarinnar mætast á Selfossi í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2019 15:15 Haukur Þrastarson og Ásbjörn Friðriksson. Vísir/Vilhelm Selfoss og FH mætast í síðasta leiknum í 12. umferð Olísdeildar karla í handbolta á Selfossi í kvöld. Þetta verður þriðja rimma liðanna í vetur og Arnar Björnsson skoðaði nánast stórleik kvöldsins. Selfoss vann baráttu liðanna í meistarabikarnum á Selfossi í september, 35-33 í framlengdum leik á Selfossi. Einar Rafn Eiðsson var í miklum ham og skoraði 14 af mörkum bikarmeistara FH. Nokkrum dögum síðar vann FH leik liðanna í deildinni í Kaplakrika, 32-30. Leikir liðanna hafa verið bráðfjörugir. Selfoss vann báða leikina á síðustu leiktíð í deildinni með þriggja marka mun. Í fyrra buðu liðin uppá frábæra skemmtun í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn, þá hafði FH betur eftir maraþonrimmu liðanna. Selfoss er í fimmta sæti með 15 stig, stigi og sæti ofar en FH. Tveir af markahæstu leikmönnum deildarinnar mætast, Haukur Þrastarson og Ásbjörn Friðriksson. Ásbjörn er búinn að vera einn besti maður Íslandsmótsins undanfarin ár. Hann er 31 árs en Selfyssingurinn Haukur Þrastarson er 18 ára. Haukur er markahæstur á Íslandsmótinu er búinn að skora 88 mörk, sjö mörkum meira en Ásbjörn. Á milli þeirra í 2. sæti er Kristján Örn Kristjánsson sem er búinn að skora 84 mörk fyrir ÍBV. Þeir hafa allir spilað 11 leiki í vetur. Leikurinn liðanna byrjar klukkan 19,30 og verður sýndur á Stöð 2 sport. Hinn eini sanni Guðjón Guðmundsson lýsir leiknum og hann spáir í spilin. „Það veltir á tveimur bestu leikmönnum deildarinnar, Ásbirni og Hauki. FH lenti í vandræðum bæði gegn KA og Stjörnunni sem spiluðu varnarleikinn mjög framarlega. FH náði ekki að leysa það. Selfyssingar munu örugglega beita sömu meðulum í kvöld. Munurinn á liðunum er fyrst og síðast sá að FH er með meiri breidd og þar eru fleiri leikmenn sem hafa lagt í púkkið í vetur. Leikur FH hefur verið heilsteyptari en Selfyssinga. Auðvitað veikir það Selfyssinga að Árni Steinn Steinþórsson spilar ekki vegna meiðsla. Hann er vanmetinn leikmaður. Þetta verður án efa jafn og spennandi leikur en FH klárlega sterkari á pappírunum“, segir meistari Guðjón Guðmundsson. Það má finna umfjöllun Arnars Björnsson um stórleikinn á Selfossi hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Upphitun fyrir leik Selfoss og FH í kvöld Olís-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Sjá meira
Selfoss og FH mætast í síðasta leiknum í 12. umferð Olísdeildar karla í handbolta á Selfossi í kvöld. Þetta verður þriðja rimma liðanna í vetur og Arnar Björnsson skoðaði nánast stórleik kvöldsins. Selfoss vann baráttu liðanna í meistarabikarnum á Selfossi í september, 35-33 í framlengdum leik á Selfossi. Einar Rafn Eiðsson var í miklum ham og skoraði 14 af mörkum bikarmeistara FH. Nokkrum dögum síðar vann FH leik liðanna í deildinni í Kaplakrika, 32-30. Leikir liðanna hafa verið bráðfjörugir. Selfoss vann báða leikina á síðustu leiktíð í deildinni með þriggja marka mun. Í fyrra buðu liðin uppá frábæra skemmtun í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn, þá hafði FH betur eftir maraþonrimmu liðanna. Selfoss er í fimmta sæti með 15 stig, stigi og sæti ofar en FH. Tveir af markahæstu leikmönnum deildarinnar mætast, Haukur Þrastarson og Ásbjörn Friðriksson. Ásbjörn er búinn að vera einn besti maður Íslandsmótsins undanfarin ár. Hann er 31 árs en Selfyssingurinn Haukur Þrastarson er 18 ára. Haukur er markahæstur á Íslandsmótinu er búinn að skora 88 mörk, sjö mörkum meira en Ásbjörn. Á milli þeirra í 2. sæti er Kristján Örn Kristjánsson sem er búinn að skora 84 mörk fyrir ÍBV. Þeir hafa allir spilað 11 leiki í vetur. Leikurinn liðanna byrjar klukkan 19,30 og verður sýndur á Stöð 2 sport. Hinn eini sanni Guðjón Guðmundsson lýsir leiknum og hann spáir í spilin. „Það veltir á tveimur bestu leikmönnum deildarinnar, Ásbirni og Hauki. FH lenti í vandræðum bæði gegn KA og Stjörnunni sem spiluðu varnarleikinn mjög framarlega. FH náði ekki að leysa það. Selfyssingar munu örugglega beita sömu meðulum í kvöld. Munurinn á liðunum er fyrst og síðast sá að FH er með meiri breidd og þar eru fleiri leikmenn sem hafa lagt í púkkið í vetur. Leikur FH hefur verið heilsteyptari en Selfyssinga. Auðvitað veikir það Selfyssinga að Árni Steinn Steinþórsson spilar ekki vegna meiðsla. Hann er vanmetinn leikmaður. Þetta verður án efa jafn og spennandi leikur en FH klárlega sterkari á pappírunum“, segir meistari Guðjón Guðmundsson. Það má finna umfjöllun Arnars Björnsson um stórleikinn á Selfossi hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Upphitun fyrir leik Selfoss og FH í kvöld
Olís-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Sjá meira