Réðst tvisvar á sama manninn og hótaði lögreglumanni lífláti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. desember 2019 14:45 Frá Selfossi þar sem dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands. vísir/vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist tvisvar á sama manninn á tæplega tveggja mánaða tímabili árið 2017. Var hann einnig dæmdur fyrir að hafa hótað lögreglumanni lífláti tveimur árum áður.Maðurinn var ákærður fyrir að hafa þann 9. júlí 2017 á Selfossi fellt brotaþolann í jörðina þar sem hann hélt honum niðri, þrýsti hné sínu að munnsvæði fórnarlambsins með þeim afleiðingum að það hlaut bólgna vör og tvær gervitennur losnuðu úr gervigómi.Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa þann 20. ágúst sama ár hrint sama manni inni á skemmtistað á Selfossi. Var honum gefið að sök að hafa rekið hné sitt í andlit hans eim afleiðingum að hann hlaut bólgu og mar fyrir ofan hægri augabrún og sár á nefhrygg.Auk þess var maðurinn ákærður fyrir að hafa aðfaranótt sunnudagsins 12. júlí 2015, á lögreglustöðinni á Selfossi, ítrekað hótað lögreglumanni sem var við skyldustörf, lífláti. Maðurinn játaði sök hvað varðar þessa ákæru en neitaði sök í líkamsárásarmálunum. Sagði brotaþola hafa „byrjað með einhver leiðindi“ Maðurinn gaf þá skýringu varðandi fyrri líkamsárásina að hann og brotaþoli hafi átt einhver orðaskipti. Brotaþolinn hafi „byrjað með einhver leiðindi og ýtt eitthvað“ við honum. Þá hafi hann tekið brotaþolann niður. Kannaðist hann ekki við að hafa þrýst hné sínu að munnsvæði brotaþolans. Þá sagðist hann muna lítið eftir síðari líkamsárásinni fyrir utan það að hann hafi hitt brotaþola. Taldi hann að ef það væri rétt sem honum var gefið að sök að hafa gert myndi hann muna það. Fyrir dómi kannaðist hann við að hafa verið að rífast við brotaþola og að hafa „rifið eitthvað í hann“. Brotaþoli lýsti þó málavöxtum á aðra leið. Hann hafi verið á leið til vinar síns og þá heyrt hróp og köll á eftir sér. Þar hafi hinn ákærði verið að verki og tjáð sér að hann ætlaði að berja brotaþola fyrir að hafa stungið undan manni. Því næst hafi ákærði slegið brotaþola niður. Lýsti brotaþoli einnig hvernig hann hafi verið nýbúinn að kasta af sér vatni á salerni skemmtistaðarins þegar ákærði kom inn og krafðist þess að hann myndi draga til baka ákæruna í fyrra málinu. Svo hafi hann ráðist á sig.Lögreglan skarst í leikinn.Vísir/VilhelmLjóst að gervitennur losni ekki af sjálfu sér Í dómi Héraðsdóms Suðurlands í málinu var einkum litið til þess að gervitennur mannsins hafi losnað og að ljóst sé að „gervitennurnar losnuðu ekki úr gervigóminum af sjálfsdáðum“. Með hliðsjón af þessu og framburði málsaðila væri hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi gerst sekur um að hafa ráðist á brotaþola þann 9. júlí 2017. Þá þótti héraðsdómi sannað að ákærði hafi gerst sekur um að hafa rekið hné sitt í andlit brotaþolans á salerninu. Var þar meðal annars litið til Snapchat-skilaboða sem maðurinn hafði sent félaga sínum um að „einn „aumingi“ hafi fengið hné“ ákærða í andlit sitt. Ekki var þó hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi hrint brotaþola, þar sem þeir einir væru til frásagnar um það. Í dómi héraðsdóms segir að við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess að nokkuð væri liðið frá brotum mannsins. Þótti því hæfilegt að dæma manninn í tveggja mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára. Þá þarf maðurinn einnig að greiða fórnarlambinu 350 þúsund krónur í bætur vegna málsins auk 750 þúsund krónur vegna málskostnaðar. Þá þarf hann einnig að greiða 746 þúsund krónur vegna sakarkostnaðar. Árborg Dómsmál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist tvisvar á sama manninn á tæplega tveggja mánaða tímabili árið 2017. Var hann einnig dæmdur fyrir að hafa hótað lögreglumanni lífláti tveimur árum áður.Maðurinn var ákærður fyrir að hafa þann 9. júlí 2017 á Selfossi fellt brotaþolann í jörðina þar sem hann hélt honum niðri, þrýsti hné sínu að munnsvæði fórnarlambsins með þeim afleiðingum að það hlaut bólgna vör og tvær gervitennur losnuðu úr gervigómi.Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa þann 20. ágúst sama ár hrint sama manni inni á skemmtistað á Selfossi. Var honum gefið að sök að hafa rekið hné sitt í andlit hans eim afleiðingum að hann hlaut bólgu og mar fyrir ofan hægri augabrún og sár á nefhrygg.Auk þess var maðurinn ákærður fyrir að hafa aðfaranótt sunnudagsins 12. júlí 2015, á lögreglustöðinni á Selfossi, ítrekað hótað lögreglumanni sem var við skyldustörf, lífláti. Maðurinn játaði sök hvað varðar þessa ákæru en neitaði sök í líkamsárásarmálunum. Sagði brotaþola hafa „byrjað með einhver leiðindi“ Maðurinn gaf þá skýringu varðandi fyrri líkamsárásina að hann og brotaþoli hafi átt einhver orðaskipti. Brotaþolinn hafi „byrjað með einhver leiðindi og ýtt eitthvað“ við honum. Þá hafi hann tekið brotaþolann niður. Kannaðist hann ekki við að hafa þrýst hné sínu að munnsvæði brotaþolans. Þá sagðist hann muna lítið eftir síðari líkamsárásinni fyrir utan það að hann hafi hitt brotaþola. Taldi hann að ef það væri rétt sem honum var gefið að sök að hafa gert myndi hann muna það. Fyrir dómi kannaðist hann við að hafa verið að rífast við brotaþola og að hafa „rifið eitthvað í hann“. Brotaþoli lýsti þó málavöxtum á aðra leið. Hann hafi verið á leið til vinar síns og þá heyrt hróp og köll á eftir sér. Þar hafi hinn ákærði verið að verki og tjáð sér að hann ætlaði að berja brotaþola fyrir að hafa stungið undan manni. Því næst hafi ákærði slegið brotaþola niður. Lýsti brotaþoli einnig hvernig hann hafi verið nýbúinn að kasta af sér vatni á salerni skemmtistaðarins þegar ákærði kom inn og krafðist þess að hann myndi draga til baka ákæruna í fyrra málinu. Svo hafi hann ráðist á sig.Lögreglan skarst í leikinn.Vísir/VilhelmLjóst að gervitennur losni ekki af sjálfu sér Í dómi Héraðsdóms Suðurlands í málinu var einkum litið til þess að gervitennur mannsins hafi losnað og að ljóst sé að „gervitennurnar losnuðu ekki úr gervigóminum af sjálfsdáðum“. Með hliðsjón af þessu og framburði málsaðila væri hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi gerst sekur um að hafa ráðist á brotaþola þann 9. júlí 2017. Þá þótti héraðsdómi sannað að ákærði hafi gerst sekur um að hafa rekið hné sitt í andlit brotaþolans á salerninu. Var þar meðal annars litið til Snapchat-skilaboða sem maðurinn hafði sent félaga sínum um að „einn „aumingi“ hafi fengið hné“ ákærða í andlit sitt. Ekki var þó hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi hrint brotaþola, þar sem þeir einir væru til frásagnar um það. Í dómi héraðsdóms segir að við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess að nokkuð væri liðið frá brotum mannsins. Þótti því hæfilegt að dæma manninn í tveggja mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára. Þá þarf maðurinn einnig að greiða fórnarlambinu 350 þúsund krónur í bætur vegna málsins auk 750 þúsund krónur vegna málskostnaðar. Þá þarf hann einnig að greiða 746 þúsund krónur vegna sakarkostnaðar.
Árborg Dómsmál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira