Aðventumolar Árna í Árdal: Piparkökur Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. desember 2019 11:00 Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið. Vísir/Árni Aðventumolar Árna í Árdal er nýr liður hér á Vísi. Á hverjum degi fram að jólum birtum við uppskrift frá ómissandi aðventuþáttum hans sem sýndir eru á Stöð 2 í desember. Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. Með einskærri lífsgleði og eldmóð hefur Árni sérstakan hæfileika til að hrífa fólk með sér. Hér nær hann svo sannarlega að veita áhorfendum innblástur og töfrar fram bragðgóða og spennandi rétti alla aðventuna. Uppskrift dagsins er piparkökuuppskrift. Aðventumolann má sjá hér í spilaranum að neðan en uppskrift og leiðbeiningar er að finna neðar í fréttinni. Aðventumolar Árna í Árdal eru á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19.10 alla daga fram að jólum nema á föstudögum, þá eru þeir sýndir beint á eftir Allir geta dansað. Innihald 200 grömm smjör 200 grömm púðursykur 200 grömm síróp 100 millilítrar nýmjólk 3 matskeiðar malaður kanill 3 matskeiðar malað engifer 2 teskeiðar malaðar kardimommur 2 teskeiðar malað allrahanda ½ teskeið malaður negull 1 teskeið salt 2 matskeiðar rifið ferskt engifer 2 matskeiðar rifinn appelsínubörkur 500 grömm hveiti 2 matskeiðar kakóduft 2 teskeiðar matarsódi Leiðbeiningar Bræðið smjörið á stórri pönnu yfir miðlungsháum hita. Hringsnúið pönnunni af og til og strjúkið botninn með sleikju. Hitið smjörið þar til mjólkurþurrefnin í smjörinu eru orðin brún og það ilmar eins og heslihnetur, það tekur um 3 mínútur. Bætið þá sykrinum og sírópinu út í og hrærið í þar til sykurinn er uppleystur og myndast hefur nokkurs konar karamella. Hrærið mjólkinni saman við. Takið pönnuna af hellunni og blandið öllum kryddunum saman við ásamt ferska engiferinu og appelsínuberkinum. Látið kólna og ná herbergishita. Sigtið hveiti, kakó og matarsóda í skál, hellið kryddaðir karamellunni út í og hnoðið vel saman í skálinni. Skiptið deiginu í fjóra parta og fletjið hvern hluta í 3 mm köku á milli tveggja bökunarpappírsarka. Staflið kökunum, enn í bökunarpappírsörkunum, á bökunarplötu og setjið inn í ísskáp. Geymið deigið í kæli í að minnsta kosti tvo daga og í allt að tvær vikur. Einnig er hægt að geyma útflatt deigið í frysti. Forhitið ofn í 150°C, með undir- og yfirhita. Takið eina deigköku úr kæli og stingið út kökur eða önnur form. Færið kökurnar yfir á bökunarpappírsklædda ofnplötu og bakið í um 10 mínútur. Færið kökurnar á kæligrind og látið kólna alveg. Aðventumolar Árna í Árdal Jól Jólamatur Kökur og tertur Piparkökur Uppskriftir Mest lesið Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Lífið Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Menning Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Gagnrýni Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Lífið Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Lífið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Lífið Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Lífið samstarf
Aðventumolar Árna í Árdal er nýr liður hér á Vísi. Á hverjum degi fram að jólum birtum við uppskrift frá ómissandi aðventuþáttum hans sem sýndir eru á Stöð 2 í desember. Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. Með einskærri lífsgleði og eldmóð hefur Árni sérstakan hæfileika til að hrífa fólk með sér. Hér nær hann svo sannarlega að veita áhorfendum innblástur og töfrar fram bragðgóða og spennandi rétti alla aðventuna. Uppskrift dagsins er piparkökuuppskrift. Aðventumolann má sjá hér í spilaranum að neðan en uppskrift og leiðbeiningar er að finna neðar í fréttinni. Aðventumolar Árna í Árdal eru á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19.10 alla daga fram að jólum nema á föstudögum, þá eru þeir sýndir beint á eftir Allir geta dansað. Innihald 200 grömm smjör 200 grömm púðursykur 200 grömm síróp 100 millilítrar nýmjólk 3 matskeiðar malaður kanill 3 matskeiðar malað engifer 2 teskeiðar malaðar kardimommur 2 teskeiðar malað allrahanda ½ teskeið malaður negull 1 teskeið salt 2 matskeiðar rifið ferskt engifer 2 matskeiðar rifinn appelsínubörkur 500 grömm hveiti 2 matskeiðar kakóduft 2 teskeiðar matarsódi Leiðbeiningar Bræðið smjörið á stórri pönnu yfir miðlungsháum hita. Hringsnúið pönnunni af og til og strjúkið botninn með sleikju. Hitið smjörið þar til mjólkurþurrefnin í smjörinu eru orðin brún og það ilmar eins og heslihnetur, það tekur um 3 mínútur. Bætið þá sykrinum og sírópinu út í og hrærið í þar til sykurinn er uppleystur og myndast hefur nokkurs konar karamella. Hrærið mjólkinni saman við. Takið pönnuna af hellunni og blandið öllum kryddunum saman við ásamt ferska engiferinu og appelsínuberkinum. Látið kólna og ná herbergishita. Sigtið hveiti, kakó og matarsóda í skál, hellið kryddaðir karamellunni út í og hnoðið vel saman í skálinni. Skiptið deiginu í fjóra parta og fletjið hvern hluta í 3 mm köku á milli tveggja bökunarpappírsarka. Staflið kökunum, enn í bökunarpappírsörkunum, á bökunarplötu og setjið inn í ísskáp. Geymið deigið í kæli í að minnsta kosti tvo daga og í allt að tvær vikur. Einnig er hægt að geyma útflatt deigið í frysti. Forhitið ofn í 150°C, með undir- og yfirhita. Takið eina deigköku úr kæli og stingið út kökur eða önnur form. Færið kökurnar yfir á bökunarpappírsklædda ofnplötu og bakið í um 10 mínútur. Færið kökurnar á kæligrind og látið kólna alveg.
Aðventumolar Árna í Árdal Jól Jólamatur Kökur og tertur Piparkökur Uppskriftir Mest lesið Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Lífið Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Menning Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Gagnrýni Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Lífið Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Lífið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Lífið Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Lífið samstarf