Bein útsending: Áslaug Arna bregst við starfslokum Haraldar Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. desember 2019 12:41 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun fjalla um málefni lögreglu á blaðamannafundi klukkan 13 í dag í Ráðherrabústaðnum. Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu í morgun kom ekkert nánar fram um efni fundarins. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sendi hins vegar í framhaldi af fundarborði Áslaugar Örnu tölvupóst á samstarfsfólk sitt hjá embætti ríkislögreglustjóra. Tilkynnti hann um starfslok um áramótin en hann hefur gegnt starfinu í 22 ár. Hann hefur lýst yfir áhuga á að sinna ráðgjafarhlutverkum á sviði lögreglumála og segist boðinn og búinn til að aðstoða ráðherra í þeim efnum. Reikna má með því að Áslaug ræði þessi mál en sömuleiðis skipulagsbreytingar á löggæslu í landinu sem unnið hefur verið að í ráðuneytinu undanfarnar vikur. Stendur meðal annars til að fækka lögregluembættum úr níu í sex, fækka í yfirstjórn, sameina embætti ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglunnar á Suðurnesjum en jafnframt að stofna sérstakt embætti landamæra- og öryggislögreglu á Keflavíkurflugvelli. Vísir verður í beinni útsendingu frá blaðamannafundinum og sömuleiðis verður fylgst með gangi mála jafnóðum í vaktinni fyrir neðan spilarann, fyrir þá lesendur sem ekki eiga þess kost að horfa og hlusta á fundinn.Uppfært klukkan 13:37Beinni útsendingu er lokið en upptöku má sjá hér að neðan ásamt vaktinni.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun fjalla um málefni lögreglu á blaðamannafundi klukkan 13 í dag í Ráðherrabústaðnum. Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu í morgun kom ekkert nánar fram um efni fundarins. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sendi hins vegar í framhaldi af fundarborði Áslaugar Örnu tölvupóst á samstarfsfólk sitt hjá embætti ríkislögreglustjóra. Tilkynnti hann um starfslok um áramótin en hann hefur gegnt starfinu í 22 ár. Hann hefur lýst yfir áhuga á að sinna ráðgjafarhlutverkum á sviði lögreglumála og segist boðinn og búinn til að aðstoða ráðherra í þeim efnum. Reikna má með því að Áslaug ræði þessi mál en sömuleiðis skipulagsbreytingar á löggæslu í landinu sem unnið hefur verið að í ráðuneytinu undanfarnar vikur. Stendur meðal annars til að fækka lögregluembættum úr níu í sex, fækka í yfirstjórn, sameina embætti ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglunnar á Suðurnesjum en jafnframt að stofna sérstakt embætti landamæra- og öryggislögreglu á Keflavíkurflugvelli. Vísir verður í beinni útsendingu frá blaðamannafundinum og sömuleiðis verður fylgst með gangi mála jafnóðum í vaktinni fyrir neðan spilarann, fyrir þá lesendur sem ekki eiga þess kost að horfa og hlusta á fundinn.Uppfært klukkan 13:37Beinni útsendingu er lokið en upptöku má sjá hér að neðan ásamt vaktinni.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira