Vígdís kallaði Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“ Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2019 17:26 Vísir/Vilhelm Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, kallaði Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata, „drullusokk meirihlutans“ og „skítadreifara“. Ummæli þessi áttu sér stað á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag. Í kjölfar þess fór Pawel Baroszek, forseti borgarstjórnar, fram á að borgarfulltrúar gættu orða sinna. Eftir að Dóra Björt flutti ræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar og fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar, þar sem hún gagnrýndi minnihlutann og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokkinn. Sjálfstæðisflokkinn gagnrýndi Dóra fyrir að hafa lagt niður verkamannabústaðina. Nú væri verið að reyna að byggja kerfið upp á ný. Þá sakaði hún borgarfulltrúa Miðflokksins um „rembing“ og „einangrunarhyggju“ vegna gagnrýni þeirra á utanlandsferðir borgarfulltrúa og starfsmanna. Vigdís steig þá í pontu og gagnrýndi að ræða Dóru hefði ekki verið stöðvuð því slíkt væri hægt ef ræðumaður færi „úr hófi“. „Hér hefur einn borgarfulltrúi meirihlutans tekið að sér að vera drullusokkur meirihlutans,“ sagði Vigdís og lagði hún mikla áherslu á orðið drullusokkur. „Því það er alveg sama hvað er til umræðu hér í borgarstjórnarsalnum. Það er alltaf hraunað yfir flokkana, þá aðallega Sjálfstæðisflokkinn, nú var hægt að drulla yfir Miðflokkinn líka,“ sagði Vigdís og stöðvaði ræðu sína til að benda á að Dóra Björt hefði gengið úr salnum. „Borgarfulltrúinn er genginn úr sal og þolir ekki að heyra sannleikann. Ég vil óska henni til hamingju með nafnbótina að vera drullusokkur meirihlutans. Takk fyrir,“ sagði Vigdís. Dóra Björt, virtist þó ekki hafa farið langt og sneri strax aftur í pontu. „Hún stóð hér í pontu og kallaði mig, borgarfulltrúa í þessum sal, drullusokk. Áhugavert. Vel gert Vigdís.“ Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, kallaði Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata, „drullusokk meirihlutans“ og „skítadreifara“. Ummæli þessi áttu sér stað á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag. Í kjölfar þess fór Pawel Baroszek, forseti borgarstjórnar, fram á að borgarfulltrúar gættu orða sinna. Eftir að Dóra Björt flutti ræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar og fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar, þar sem hún gagnrýndi minnihlutann og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokkinn. Sjálfstæðisflokkinn gagnrýndi Dóra fyrir að hafa lagt niður verkamannabústaðina. Nú væri verið að reyna að byggja kerfið upp á ný. Þá sakaði hún borgarfulltrúa Miðflokksins um „rembing“ og „einangrunarhyggju“ vegna gagnrýni þeirra á utanlandsferðir borgarfulltrúa og starfsmanna. Vigdís steig þá í pontu og gagnrýndi að ræða Dóru hefði ekki verið stöðvuð því slíkt væri hægt ef ræðumaður færi „úr hófi“. „Hér hefur einn borgarfulltrúi meirihlutans tekið að sér að vera drullusokkur meirihlutans,“ sagði Vigdís og lagði hún mikla áherslu á orðið drullusokkur. „Því það er alveg sama hvað er til umræðu hér í borgarstjórnarsalnum. Það er alltaf hraunað yfir flokkana, þá aðallega Sjálfstæðisflokkinn, nú var hægt að drulla yfir Miðflokkinn líka,“ sagði Vigdís og stöðvaði ræðu sína til að benda á að Dóra Björt hefði gengið úr salnum. „Borgarfulltrúinn er genginn úr sal og þolir ekki að heyra sannleikann. Ég vil óska henni til hamingju með nafnbótina að vera drullusokkur meirihlutans. Takk fyrir,“ sagði Vigdís. Dóra Björt, virtist þó ekki hafa farið langt og sneri strax aftur í pontu. „Hún stóð hér í pontu og kallaði mig, borgarfulltrúa í þessum sal, drullusokk. Áhugavert. Vel gert Vigdís.“
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“