Stofnendur Google stíga til hliðar Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2019 22:48 Þessi mynd af Sergey Brin og Larry Page var tekin árið 2008. AP/Paul Sakuma Þeir Larry Page og Sergey Brin, sem stofnuðu fyrirtækið Google fyrir 21 ári síðan, ætla að stíga til hliðar og hætta að stýra Alphabet, móðurfyrirtæki Google. Sundar Pichai, forstjóri Google mun taka við stjórn Alphabet, samhliða stöfum sínum hjá Google. Page og Brin munu sitja áfram í stjórn Alphabet. Margt hefur breyst frá því þeir Page og Brin stofnuðu fyrirtækið í bílskúr í Kaliforníu árið 1998. Fjögur ár eru síðan Google var skipt upp í fleiri fyrirtæki undir Alphabet. Það er eitt stærsta fyrirtæki heims. Í sumar var það metið á 309 milljarða dala. Apple var metið á 309,5 milljarða en Amazon var verðmætasta fyrirtæki heims, metið á 315,5 milljarða. Microsoft var í fjórða sæti, metið á 251, 2 milljarða.Í yfirlýsingu frá Page og Brin segir að félagið hafi þróast gífurlega frá því þeir stofnuðu það. Margvíslegar þjónustur hafi bæst við leitarvélina þeirra. Nú séu þau rekin á skilvirkan máta og þeir hafi aldrei verið þeirrar skoðunar að halda í stjórnendastöður þegar þeir sjá betri möguleika. Það sé ekki lengur þörf á tveimur forstjórum auk framkvæmdastjóra hjá Alphabet.Pichai sendi tölvupóst á starfsmenn Google í dag þar sem hann rifjar upp að hann hafi starfað hjá Google í fimmtán ár. Á þeim tíma hafi hann séð stöðuga þróun. Hann ítrekar að hann muni áfram eiga í miklum samskiptum við Page og Brin. Þá segir hann að breytingarnar muni hafa lítil áhrif á störf Alphabet og dótturfélög þess. Google Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Þeir Larry Page og Sergey Brin, sem stofnuðu fyrirtækið Google fyrir 21 ári síðan, ætla að stíga til hliðar og hætta að stýra Alphabet, móðurfyrirtæki Google. Sundar Pichai, forstjóri Google mun taka við stjórn Alphabet, samhliða stöfum sínum hjá Google. Page og Brin munu sitja áfram í stjórn Alphabet. Margt hefur breyst frá því þeir Page og Brin stofnuðu fyrirtækið í bílskúr í Kaliforníu árið 1998. Fjögur ár eru síðan Google var skipt upp í fleiri fyrirtæki undir Alphabet. Það er eitt stærsta fyrirtæki heims. Í sumar var það metið á 309 milljarða dala. Apple var metið á 309,5 milljarða en Amazon var verðmætasta fyrirtæki heims, metið á 315,5 milljarða. Microsoft var í fjórða sæti, metið á 251, 2 milljarða.Í yfirlýsingu frá Page og Brin segir að félagið hafi þróast gífurlega frá því þeir stofnuðu það. Margvíslegar þjónustur hafi bæst við leitarvélina þeirra. Nú séu þau rekin á skilvirkan máta og þeir hafi aldrei verið þeirrar skoðunar að halda í stjórnendastöður þegar þeir sjá betri möguleika. Það sé ekki lengur þörf á tveimur forstjórum auk framkvæmdastjóra hjá Alphabet.Pichai sendi tölvupóst á starfsmenn Google í dag þar sem hann rifjar upp að hann hafi starfað hjá Google í fimmtán ár. Á þeim tíma hafi hann séð stöðuga þróun. Hann ítrekar að hann muni áfram eiga í miklum samskiptum við Page og Brin. Þá segir hann að breytingarnar muni hafa lítil áhrif á störf Alphabet og dótturfélög þess.
Google Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira