Mourinho sótti ekki gull í greipar gamla liðsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. desember 2019 21:15 Rashford var besti maður vallarins. vísir/getty Marcus Rashford skoraði bæði mörk Manchester United í 2-1 sigri á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, sótti ekki gull í greipar síns gamla liðs. Hann fékk samt góðar móttökur á Old Trafford. Þetta var fyrsta tap Spurs undir stjórn Mourinhos. Rashford kom United yfir með föstu skoti strax á 6. mínútu. Paolo Gazzaniga hefði þó líklega átt að gera betur í marki Tottenham. United var miklu sterkari í fyrri hálfleik; Rashford átti skot í slá og Gazzaniga varði vel frá honum og Mason Greenwood. Þegar sex mínútur voru til hálfleiks jafnaði Dele Alli metin með laglegu marki. Hann tók frábærlega við boltanum og kom honum framhjá David de Gea í marki United. Þetta var fjórða mark Allis í fjórum leikjum undir stjórn Mourinhos. Á 49. mínútu braut Moussa Sissoko á Rashford innan vítateigs. Hann fór sjálfur á punktinn og skoraði sitt annað mark. Fleiri urðu mörkin ekki og United fagnaði sigri. Með honum komst liðið upp í 6. sæti deildarinnar. Tottenham er í 8. sætinu. Aðeins einu stigi munar á liðunum. Enski boltinn
Marcus Rashford skoraði bæði mörk Manchester United í 2-1 sigri á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, sótti ekki gull í greipar síns gamla liðs. Hann fékk samt góðar móttökur á Old Trafford. Þetta var fyrsta tap Spurs undir stjórn Mourinhos. Rashford kom United yfir með föstu skoti strax á 6. mínútu. Paolo Gazzaniga hefði þó líklega átt að gera betur í marki Tottenham. United var miklu sterkari í fyrri hálfleik; Rashford átti skot í slá og Gazzaniga varði vel frá honum og Mason Greenwood. Þegar sex mínútur voru til hálfleiks jafnaði Dele Alli metin með laglegu marki. Hann tók frábærlega við boltanum og kom honum framhjá David de Gea í marki United. Þetta var fjórða mark Allis í fjórum leikjum undir stjórn Mourinhos. Á 49. mínútu braut Moussa Sissoko á Rashford innan vítateigs. Hann fór sjálfur á punktinn og skoraði sitt annað mark. Fleiri urðu mörkin ekki og United fagnaði sigri. Með honum komst liðið upp í 6. sæti deildarinnar. Tottenham er í 8. sætinu. Aðeins einu stigi munar á liðunum.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti