Kátt í höllinni þegar Katrín hitti Elísabetu, Karl og Melaniu Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2019 11:00 Katrín heilsar hér drottningunni en við hlið Elísabetar stendur Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO. Það má segja að kátt hafi verið í höllinni í gær þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mætti til móttöku í Buckingham-höll í gær ásamt öðrum þjóðarleiðtogum í tilefni 70 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins (NATO). Leiðtogafundur NATO hófst í gær í London og heldur áfram í dag. Myndavélarnar fylgdust vel með móttökunni í höllinni þar sem Katrín ræddi meðal annars við Elísabetu II og Karl prins af Wales þegar þau tóku á móti henni. Þá var Katrín í hópi kvenleiðtoga sem spjölluðu við drottninguna þegar inn í móttökusalinn var komið. Með henni í hópnum voru meðal annars Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, og Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna. Hér fyrir neðan má sjá nokkur myndbönd af Katrínu í Buckingham-höll í gær. Fyrst sést hún mæta í höllina og ganga rauða dregilinn sem lagður var fyrir leiðtogana. Elísabet II Englandsdrottning og Karl Bretaprins taka á móti Katrínu. Á myndbandinu sést Katrín spjalla í góða stund við þau mæðgin en ekki heyrist vel hvað þeim fer á milli. Þó virðist sem Karl rifji upp veiðiferð til Íslands en hann hefur rennt fyrir laxi hér, meðal annars í Hofsá í Vopnafirði. Katrín spjallar við Elísabetu ásamt öðrum kvenleiðtogum. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, spyr drottninguna hversu margir forsætisráðherrar hafi verið í Bretlandi í valdatíð hennar og svarar Elísabet því til að þeir hafi verið þrettán. Katrín svarar þá létt í bragði að forsætisráðherrar komi og fari. Þess má geta að forsætisráðherrarnir hafa verið alls fjórtán frá því að Elísabet varð drottning árið 1952 en þá var Winston Churchill búinn að vera forsætisráðherra í fjóra mánuði. Sjálf hefur hún því alls veitt þrettán umboð til að mynda ríkisstjórn, þar af einum tvisvar, Howard Wilson. Annað af Katrínu ásamt kvenleiðtogunum að ræða við drottninguna. Það er ekki með hljóði. Bretland Kóngafólk NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Katrín ræddi við drottninguna í Buckingham-höll Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sækir nú leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) í London. 4. desember 2019 06:45 Katrínu boðið í Buckingham-höll og í kvöldverð til Borisar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) en hann hefst í London í dag. 3. desember 2019 09:03 Ósætti á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Lundúnum í dag. Töluvert ósætti er á milli hinna ýmsu bandalagsríkja og eru Tyrkir sagðir ætla að halda fundinum í gíslingu. 3. desember 2019 19:00 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Sjá meira
Það má segja að kátt hafi verið í höllinni í gær þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mætti til móttöku í Buckingham-höll í gær ásamt öðrum þjóðarleiðtogum í tilefni 70 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins (NATO). Leiðtogafundur NATO hófst í gær í London og heldur áfram í dag. Myndavélarnar fylgdust vel með móttökunni í höllinni þar sem Katrín ræddi meðal annars við Elísabetu II og Karl prins af Wales þegar þau tóku á móti henni. Þá var Katrín í hópi kvenleiðtoga sem spjölluðu við drottninguna þegar inn í móttökusalinn var komið. Með henni í hópnum voru meðal annars Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, og Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna. Hér fyrir neðan má sjá nokkur myndbönd af Katrínu í Buckingham-höll í gær. Fyrst sést hún mæta í höllina og ganga rauða dregilinn sem lagður var fyrir leiðtogana. Elísabet II Englandsdrottning og Karl Bretaprins taka á móti Katrínu. Á myndbandinu sést Katrín spjalla í góða stund við þau mæðgin en ekki heyrist vel hvað þeim fer á milli. Þó virðist sem Karl rifji upp veiðiferð til Íslands en hann hefur rennt fyrir laxi hér, meðal annars í Hofsá í Vopnafirði. Katrín spjallar við Elísabetu ásamt öðrum kvenleiðtogum. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, spyr drottninguna hversu margir forsætisráðherrar hafi verið í Bretlandi í valdatíð hennar og svarar Elísabet því til að þeir hafi verið þrettán. Katrín svarar þá létt í bragði að forsætisráðherrar komi og fari. Þess má geta að forsætisráðherrarnir hafa verið alls fjórtán frá því að Elísabet varð drottning árið 1952 en þá var Winston Churchill búinn að vera forsætisráðherra í fjóra mánuði. Sjálf hefur hún því alls veitt þrettán umboð til að mynda ríkisstjórn, þar af einum tvisvar, Howard Wilson. Annað af Katrínu ásamt kvenleiðtogunum að ræða við drottninguna. Það er ekki með hljóði.
Bretland Kóngafólk NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Katrín ræddi við drottninguna í Buckingham-höll Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sækir nú leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) í London. 4. desember 2019 06:45 Katrínu boðið í Buckingham-höll og í kvöldverð til Borisar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) en hann hefst í London í dag. 3. desember 2019 09:03 Ósætti á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Lundúnum í dag. Töluvert ósætti er á milli hinna ýmsu bandalagsríkja og eru Tyrkir sagðir ætla að halda fundinum í gíslingu. 3. desember 2019 19:00 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Sjá meira
Katrín ræddi við drottninguna í Buckingham-höll Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sækir nú leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) í London. 4. desember 2019 06:45
Katrínu boðið í Buckingham-höll og í kvöldverð til Borisar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) en hann hefst í London í dag. 3. desember 2019 09:03
Ósætti á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Lundúnum í dag. Töluvert ósætti er á milli hinna ýmsu bandalagsríkja og eru Tyrkir sagðir ætla að halda fundinum í gíslingu. 3. desember 2019 19:00