Aðventumolar Árna í Árdal: Alfajores Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. desember 2019 12:00 Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. Vísir/Árni Aðventumolar Árna í Árdal er nýr liður hér á Vísi. Á hverjum degi fram að jólum birtum við uppskrift frá ómissandi aðventuþáttum hans sem sýndir eru á Stöð 2 í desember. Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. Með einskærri lífsgleði og eldmóð hefur Árni sérstakan hæfileika til að hrífa fólk með sér. Hér nær hann svo sannarlega að veita áhorfendum innblástur og töfrar fram bragðgóða og spennandi rétti alla aðventuna. Uppskrift dagsins Alfajores. Aðventumolann má sjá hér í spilaranum að neðan en uppskrift og leiðbeiningar er að finna neðar í fréttinni. Aðventumolar Árna í Árdal eru á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19.10 alla daga fram að jólum nema á föstudögum eru þeir sýndir beint á eftir Allir geta dansað. Klippa: Alfajores - Aðventumolar Árna í Árdal Yfirleitt baka ég sömu smákökurnar jól eftir jól: piparkökur, spesíur, mömmukökur, skákkökur, sörur og fleira, en það er líka gaman að prófa nýjar smákökusortir sem enda síðan mögulega á óskalistanum. Alfajores eru vinsælar jólasmákökur í löndum Suður-Ameríku. Þar eru þær venjulega settar saman með dulce de leche, karamellu gerða með því að sjóða niður kúamjólk með sykri. Hér nota ég geitamjólk í staðinn og þá kallast karamellan cajeta. Innihald Smákökur (um 50 fimm sentímetra kökur) 1 vanillubaun, fræin eingöngu 100 grömm hveiti 100 grömm kartöflumjöl 50 grömm flórsykur ¼ teskeið salt ¼ teskeið lyftiduft 100 grömm kalt smjör, skorið í litla teninga 2 eggjarauðurGeitamjólkurkaramella (Cajeta) 1 lítri geitamjólk 200 grömm sykur 1 vanillubaun, belgurinn eingöngu 1 kanilstöng ¼ teskeið salt ½ teskeið matarsódi Leiðbeiningar Smákökur Forhitið ofn í 180°C. Kljúfið vanillubaunina endilangt og skafið fræin innar úr henni. Geymið fræbelginn sjálfan fyrir geitamjólkurkaramelluna. Blandið fræjunum saman við hveiti, kartöflumjöl, flórsykur, salt og lyftiduft í skál og hellið síðan á borð. Bætið köldu smjörinu við og notið deigsköfu til að skera það í þurrefnin þar til smjörbitarnir eru ekki stærri en fjórðungur úr ertu. Byrjið á að nota deigsköfuna til að vinna eggjarauðurnar í hveiti-smjörblönduna og notið síðan hendurnar til að móta eitt samfellt deig. Skiptið deiginu í tvennt og fletjið hvern deighluta á milli tveggja smjörpappírsarka þar til deigið er um 5 mm þykkt. Látið útflatt deigið kólna og stífna inn í kæliskáp í um 15 mínútur því þá verður mun auðveldara að stinga út fullkomlega kringlóttar smákökur. Takið annan deighlutann úr kæli, stingið út kökur sem eru 5 sentímetrar í þvermál og leggið strax á bökunarplötur klædda smjörpappír. Stingið út eins margar kökur og þið getið úr báðum deighelmingum. Hnoðið afskurðina saman, fletjið út á milli tveggja smjörpappírarka og kælið. Haldið svona áfram þar til allt deig er uppurið. Bakið eina ofnskúffu í einu í miðjum ofninum í um 15 mínútur eða þar til jaðrar kakanna eru rétt byrjaðir að taka lit. Færið kökurnar yfir á kæligrindur og látið þær ná stofuhita. Geymið í loftþéttu íláti þar til á að bera þær fram. Geitamjólkurkaramella Blandið geitamjólk, sykri, tómum belgnum af vanillubauninni, kanilstöng og salti í miðlungsstórum potti. Hitið mjólkina yfir miðlungsháum hita og hrærið í henni og skrapið botninn á pottinum af og til með sleikju. Hrærið matarsódann út í örlítið vatn. Takið pottinn af hellunni þegar mjólkin nær suðumarki og hrærið matarsódanum saman við. Mjólkin byrjar að freyða en setjið pottinn aftur yfir miðlungslágan hita þegar hún hefur róast. Sjóðið mjólkina niður í um einn og hálfan tíma og skrapið botninn á pottinum reglulega með sleikju svo mjólkinn brenni ekki við. Fjarlægið þá vanillubaunina og kanilstöngina og hellið karamellunni í hitaþolna krukku. Geymið í kæli þar til á að nota hana. Best er að geyma smákökurnar og karamelluna í sitthvoru lagi þar til bera á þær fram. Snúið nokkrum smákökunum á rönguna og klínið smá karamellu á þær. Leggið svo aðra smáköku ofan á og sáldrið flórsykri yfir þær rétt áður en þær eru bornar á borð. Aðventumolar Árna í Árdal Jól Jólamatur Smákökur Uppskriftir Tengdar fréttir Aðventumolar Árna í Árdal: Tært nautasoð Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 3. desember 2019 14:15 Aðventumolar Árna í Árdal: Piparkökur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 3. desember 2019 11:00 Mest lesið Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Lífið „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Lífið Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Menning Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Gagnrýni Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Lífið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Jói Pé og Króli skrifa söngleik Menning Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Lífið Makar þurfi að muna þýðingu þess að gagnrýna Lífið Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið
Aðventumolar Árna í Árdal er nýr liður hér á Vísi. Á hverjum degi fram að jólum birtum við uppskrift frá ómissandi aðventuþáttum hans sem sýndir eru á Stöð 2 í desember. Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. Með einskærri lífsgleði og eldmóð hefur Árni sérstakan hæfileika til að hrífa fólk með sér. Hér nær hann svo sannarlega að veita áhorfendum innblástur og töfrar fram bragðgóða og spennandi rétti alla aðventuna. Uppskrift dagsins Alfajores. Aðventumolann má sjá hér í spilaranum að neðan en uppskrift og leiðbeiningar er að finna neðar í fréttinni. Aðventumolar Árna í Árdal eru á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19.10 alla daga fram að jólum nema á föstudögum eru þeir sýndir beint á eftir Allir geta dansað. Klippa: Alfajores - Aðventumolar Árna í Árdal Yfirleitt baka ég sömu smákökurnar jól eftir jól: piparkökur, spesíur, mömmukökur, skákkökur, sörur og fleira, en það er líka gaman að prófa nýjar smákökusortir sem enda síðan mögulega á óskalistanum. Alfajores eru vinsælar jólasmákökur í löndum Suður-Ameríku. Þar eru þær venjulega settar saman með dulce de leche, karamellu gerða með því að sjóða niður kúamjólk með sykri. Hér nota ég geitamjólk í staðinn og þá kallast karamellan cajeta. Innihald Smákökur (um 50 fimm sentímetra kökur) 1 vanillubaun, fræin eingöngu 100 grömm hveiti 100 grömm kartöflumjöl 50 grömm flórsykur ¼ teskeið salt ¼ teskeið lyftiduft 100 grömm kalt smjör, skorið í litla teninga 2 eggjarauðurGeitamjólkurkaramella (Cajeta) 1 lítri geitamjólk 200 grömm sykur 1 vanillubaun, belgurinn eingöngu 1 kanilstöng ¼ teskeið salt ½ teskeið matarsódi Leiðbeiningar Smákökur Forhitið ofn í 180°C. Kljúfið vanillubaunina endilangt og skafið fræin innar úr henni. Geymið fræbelginn sjálfan fyrir geitamjólkurkaramelluna. Blandið fræjunum saman við hveiti, kartöflumjöl, flórsykur, salt og lyftiduft í skál og hellið síðan á borð. Bætið köldu smjörinu við og notið deigsköfu til að skera það í þurrefnin þar til smjörbitarnir eru ekki stærri en fjórðungur úr ertu. Byrjið á að nota deigsköfuna til að vinna eggjarauðurnar í hveiti-smjörblönduna og notið síðan hendurnar til að móta eitt samfellt deig. Skiptið deiginu í tvennt og fletjið hvern deighluta á milli tveggja smjörpappírsarka þar til deigið er um 5 mm þykkt. Látið útflatt deigið kólna og stífna inn í kæliskáp í um 15 mínútur því þá verður mun auðveldara að stinga út fullkomlega kringlóttar smákökur. Takið annan deighlutann úr kæli, stingið út kökur sem eru 5 sentímetrar í þvermál og leggið strax á bökunarplötur klædda smjörpappír. Stingið út eins margar kökur og þið getið úr báðum deighelmingum. Hnoðið afskurðina saman, fletjið út á milli tveggja smjörpappírarka og kælið. Haldið svona áfram þar til allt deig er uppurið. Bakið eina ofnskúffu í einu í miðjum ofninum í um 15 mínútur eða þar til jaðrar kakanna eru rétt byrjaðir að taka lit. Færið kökurnar yfir á kæligrindur og látið þær ná stofuhita. Geymið í loftþéttu íláti þar til á að bera þær fram. Geitamjólkurkaramella Blandið geitamjólk, sykri, tómum belgnum af vanillubauninni, kanilstöng og salti í miðlungsstórum potti. Hitið mjólkina yfir miðlungsháum hita og hrærið í henni og skrapið botninn á pottinum af og til með sleikju. Hrærið matarsódann út í örlítið vatn. Takið pottinn af hellunni þegar mjólkin nær suðumarki og hrærið matarsódanum saman við. Mjólkin byrjar að freyða en setjið pottinn aftur yfir miðlungslágan hita þegar hún hefur róast. Sjóðið mjólkina niður í um einn og hálfan tíma og skrapið botninn á pottinum reglulega með sleikju svo mjólkinn brenni ekki við. Fjarlægið þá vanillubaunina og kanilstöngina og hellið karamellunni í hitaþolna krukku. Geymið í kæli þar til á að nota hana. Best er að geyma smákökurnar og karamelluna í sitthvoru lagi þar til bera á þær fram. Snúið nokkrum smákökunum á rönguna og klínið smá karamellu á þær. Leggið svo aðra smáköku ofan á og sáldrið flórsykri yfir þær rétt áður en þær eru bornar á borð.
Aðventumolar Árna í Árdal Jól Jólamatur Smákökur Uppskriftir Tengdar fréttir Aðventumolar Árna í Árdal: Tært nautasoð Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 3. desember 2019 14:15 Aðventumolar Árna í Árdal: Piparkökur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 3. desember 2019 11:00 Mest lesið Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Lífið „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Lífið Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Menning Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Gagnrýni Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Lífið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Jói Pé og Króli skrifa söngleik Menning Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Lífið Makar þurfi að muna þýðingu þess að gagnrýna Lífið Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið
Aðventumolar Árna í Árdal: Tært nautasoð Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 3. desember 2019 14:15
Aðventumolar Árna í Árdal: Piparkökur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 3. desember 2019 11:00