Verið að kaupa ríkislögreglustjóra frá embættinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. desember 2019 19:30 Óskað hefur verið eftir því að starfslokasamningur Haraldar Johannessen verði tekinn fyrir í fjárlaganefnd Alþingis. Ríkislögreglustjóri fær greiddar 47 milljónir króna eftir starflok. „Mér finnst fullkomnlega eðlilegt að fjárveitingarvaldið skoði þetta. Þetta eru það háar upphæðir. En ég held að það sé líka bara mikilvægt að tala einfaldlega íslensku hér. Mér sýnist menn bara vera að kaupa ríkislögreglustjóra frá embættinu og við þurfum að skoða þetta," segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar og nefndarmaður í fjárlaganefnd, sem hefur óskað eftir því að málið verði tekið upp í nefndinni. Hann gerir ráð fyrir að málið verði tekið fyrir á nefndarfundi á morgun eða á föstudag. Ríkislögreglustjóri lætur af störfum um áramót. Við taka þriggja mánaða ráðgjafastörf fyrir dómsmálaráðuneytið og þá verður hann á fullum launum samkvæmt starfslokasamningi í átján mánuði. Þá á hann þriggja mánaða orlof og síðan biðlaun í sex mánuði. Mánaðarlaunin nema um 1.750 þúsund krónum og heildargreiðslur eru því um 47 milljónir króna. „Þetta er meira en það sem lögregluskóli ríkisins kostar, þetta er svipuð upphæð og við lögðum til að skattrannsóknarstjóri fengi vegna rannsóknar Samherjamálsins," segir Ágúst. Samkvæmt svörum frá fjármálaráðuneytinu er ekki haldið sérstaklega utan um starfslokasamninga sem gerðir eru við opinbera starfsmenn. Umboðsmaður Alþingis hefur gert athugasemd við skort á reglum um starfslokasamninga og samkvæmt lögum um opinbera starfsmenn ber ráðherra að setja reglur þar um. Þær hafa ekki verið settar en í svörum frá fjármálaráðuenyti segir að þær séu nánast tilbúnar og verði kynntar fljótlega. Formaður VR segir óboðlegt að aðrar reglur gildi um obinbera starfsmenn en annað vinnandi fólk. „Af hverju eiga einhverjar sérreglur í samfélaginu að gilda um einhverja forréttindahópa? Svo ég tali nú ekki um pólitíska forréttindahópa," segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Þessu verði mótmælt á Austurvelli um helgina. „Við ætlum að taka þátt í samstöðufundi gegn spillingu á laugardaginn næstkomandi. Og þetta verður væntanlega eitt af þeim málum sem ég reikna með að margir mínir félagaar munu hafa á oddinum þegar þeir rölta niður í bæ," segir Ragnar Þór. Alþingi Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Óskað hefur verið eftir því að starfslokasamningur Haraldar Johannessen verði tekinn fyrir í fjárlaganefnd Alþingis. Ríkislögreglustjóri fær greiddar 47 milljónir króna eftir starflok. „Mér finnst fullkomnlega eðlilegt að fjárveitingarvaldið skoði þetta. Þetta eru það háar upphæðir. En ég held að það sé líka bara mikilvægt að tala einfaldlega íslensku hér. Mér sýnist menn bara vera að kaupa ríkislögreglustjóra frá embættinu og við þurfum að skoða þetta," segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar og nefndarmaður í fjárlaganefnd, sem hefur óskað eftir því að málið verði tekið upp í nefndinni. Hann gerir ráð fyrir að málið verði tekið fyrir á nefndarfundi á morgun eða á föstudag. Ríkislögreglustjóri lætur af störfum um áramót. Við taka þriggja mánaða ráðgjafastörf fyrir dómsmálaráðuneytið og þá verður hann á fullum launum samkvæmt starfslokasamningi í átján mánuði. Þá á hann þriggja mánaða orlof og síðan biðlaun í sex mánuði. Mánaðarlaunin nema um 1.750 þúsund krónum og heildargreiðslur eru því um 47 milljónir króna. „Þetta er meira en það sem lögregluskóli ríkisins kostar, þetta er svipuð upphæð og við lögðum til að skattrannsóknarstjóri fengi vegna rannsóknar Samherjamálsins," segir Ágúst. Samkvæmt svörum frá fjármálaráðuneytinu er ekki haldið sérstaklega utan um starfslokasamninga sem gerðir eru við opinbera starfsmenn. Umboðsmaður Alþingis hefur gert athugasemd við skort á reglum um starfslokasamninga og samkvæmt lögum um opinbera starfsmenn ber ráðherra að setja reglur þar um. Þær hafa ekki verið settar en í svörum frá fjármálaráðuenyti segir að þær séu nánast tilbúnar og verði kynntar fljótlega. Formaður VR segir óboðlegt að aðrar reglur gildi um obinbera starfsmenn en annað vinnandi fólk. „Af hverju eiga einhverjar sérreglur í samfélaginu að gilda um einhverja forréttindahópa? Svo ég tali nú ekki um pólitíska forréttindahópa," segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Þessu verði mótmælt á Austurvelli um helgina. „Við ætlum að taka þátt í samstöðufundi gegn spillingu á laugardaginn næstkomandi. Og þetta verður væntanlega eitt af þeim málum sem ég reikna með að margir mínir félagaar munu hafa á oddinum þegar þeir rölta niður í bæ," segir Ragnar Þór.
Alþingi Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira