Viðskipti innlent

Nýtt baðlón opnar í Kársnesi árið 2021

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Svona er vonast til að baðlónið í Kársnesi muni líta út.
Svona er vonast til að baðlónið í Kársnesi muni líta út. Mynd/Aðsend

Nýtt baðlón mun opna vestast á Kársnesi í Kópavogi 2021. Í fyrsta áfanga verkefnisins er gert ráð fyrir heitu baðlóni við sjóinn, kaldri laug og gufuböðum. Heildarverkefninu er skipt í nokkra áfanga og í þeim fyrsta verður framkvæmt fyrir um fjóra miljarða króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum verkefnisins.



Í tilkynningu segir að verkefnið sé að fullu fjármagnað og framkvæmdir séu hafnar. Mikil viðbótaruppbygging er fyrirhuguð á lóð félagsins sem er um þrír hektarar að stærð. Þær framkvæmdir fela meðal annars í sér umtalsverðar stækkanir baðlónsins með tilheyrandi mannvirkjum.



Verkefnið er í eigu Nature Resort ehf. og hafa aðaleigendur félagsins, Eyþór Guðjónsson og Gestur Þórisson, stýrt uppbyggingu þess á undanförnum árum í samvinnu við afþreyingar- og ferðaþjónustu fyrirtækið Pursuit.



Pursuit, sem opnaði nýverið Flyover Iceland á Fiskislóð, verður rekstraraðili baðlónsins. Dagný Hrönn Pétursdóttur, sem starfaði sem framkvæmdastjóri Bláa lónsins í tíu ár, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri.



Haft er eftir David Barry forstjóra Pursuit í tilkynningu að fyrirtækið sé afar spennt að bjóða upp á „einstaka baðlónsupplifun á höfuðborgarsvæðinu“. Þá segist Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi hlakka mikið til að sjá þetta metnaðarfulla verkefni rísa á næstu misserum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×