Erlent

Gulvestungar mótmæltu í París í dag

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Nokkur þúsund manns mótmæltu á götum Parísar í dag.
Nokkur þúsund manns mótmæltu á götum Parísar í dag. AP/Francois Mori
Mótmælt var í Frakklandi í dag og voru mótmælendur í gulum vestum áberandi. Spenna hefur verið í landinu síðustu daga vegna ætlunar Emmanuels Macron, Frakklandsforseta og yfirvalda þar í landi, að breyta lífeyrislögum.

Nokkur þúsund mótmælendur gengu um götur Parísar. Á flestum stöðum fóru mótmælin vel fram en sum staðar þurfi óeirðarlögregla að skerast í leikinn með táragasi.


Tengdar fréttir

Eldur og táragas í Frakklandi

Milljónir lögðu niður störf í Frakklandi í dag. Verkfallið lamaði almenningssamgöngur og skólastarf. Ekki er útlit fyrir að öldurnar lægi næstu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×