Davíð segir ofurskatt lagðan á sjávarútveginn Jakob Bjarnar skrifar 9. desember 2019 08:59 Þorsteinn Már Baldvinsson og Davíð Oddsson sem telur ómaklega að fiskveiðistjórnunarkerfnu vegið af lýðskrumurum. visir/Vilhelm/Getty Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins er harðorður í leiðara dagsins og beinir spjótum sínum að þeim sem hann kallar lýðskrumara; pólitíkusar sem vilja gera sér mat úr því sem kalla má „óskemmtilegt mál sem réttilega hefur fengið mjög á almenning hér þó að það hafi vakið mun minni athygli erlendis en sumir vilja vera láta“. Davíð er hér að tala um Samherjamálið þó hann nefni það aldrei sem slíkt, heldur talar um mál úti í Namibíu. Ritstjórinn telur fráleitt að tengja það mál saman við umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið eða útgerðina sem á reyndar undir högg að sækja. Árvakur, útgáfufélag blaðsins, hefur verið í eigu útgerðarmanna, til skamms tíma meðal annarra Samherja sem seldi sinn hlut til Eyþórs Arnalds oddvita Sjálfstæðismanna í borginni og lánaði honum þá 325 milljónir króna til kaupanna. „Ein atvinnugrein hér á landi býr við það að vera sérstaklega skattlögð umfram nokkra aðra. Þetta er sjávarútvegurinn en sem kunnugt er leggur ríkið sérstakt »veiðigjald«, sem þykir hljóma betur en sérstakur skattur á fiskveiðar, á greinina. Sambærilegur aukaskattur er ekki lagður á aðrar greinar, hvorki þær sem nýta náttúruna með svipuðum hætti og sjávarútvegurinn né önnur fyrirtæki sem nýta sér einhvers konar aðstöðu sem mætti jafna til náttúruauðlinda.“ Ofurskattur á útgerðina Þessi sérstaða sjávarútvegsins, eða fiskveiðanna, hefur ekki orðið til þess að gætt sé hófs í þessari aukaskattlagningu, að sögn Davíðs. „Þvert á móti er þessi skattur að lögum ákveðinn 33% og hefur verið það um hríð, þrátt fyrir tal um að hann hafi verið lækkaður,“ skrifar Davíð og segir skattinn í raun enn meira íþyngjandi því að veiðigjaldið á að leggjast á nýtingu auðlindarinnar, sem sagt fiskveiðarnar, en ekki á til dæmis markaðsstarf sjávarútvegsins, sem hefur verið öflugt og skilað miklum árangri á liðnum árum. Þorsteinn Már, fráfarandi forstjóri Samherja, fundar með starfsfólki fyrirtækisins á Dalvík.visir/Tryggvi Páll Ritstjórinn vitnar í grein sem Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi skrifaði og birti í Morgunblaðinu þar sem fram kemur að miðað við áætlanir geti veiðigjaldið á næsta ári orðið 51% af hreinum hagnaði fiskveiða og ofan á það bætist svo 20% tekjuskattur, eins og á aðrar greinar. Óábyrgt athæfi lýðskrumarans „Þrátt fyrir þennan ofurskatt reyna lýðskrumarar nú eina ferðina enn að ráðast gegn þessari undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar og nota til þess ömurlegt mál í fjarlægu landi. Ætlunin virðist vera að hækka skatta á greinina og helst að bylta fiskveiðistjórnarkerfinu, kerfi sem hefur tryggt stöðugleika og uppbyggingu í sjávarútvegi, kerfi sem hefur tryggt að útvegurinn hér á landi hefur getað staðið undir ofursköttum á sama tíma og keppinautarnir erlendis búa við ríkisstyrki.“ Davíð segir mikilvægt að botn fáist í þetta mál sem upp kom í Namibíu en það þurfi að gerast í réttarkerfinu en ekki með aftökum án dóms og laga. Og hann varar við lýðskrumurunum: „Ekki er síður mikilvægt að lýðskrumarar gæti sín áður en þeir hafa valdið þjóðinni mun meira tjóni með óábyrgu framferði sínu en þetta tiltekna mál gat nokkru sinni gert án þeirra atbeina.“ Fjölmiðlar Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins er harðorður í leiðara dagsins og beinir spjótum sínum að þeim sem hann kallar lýðskrumara; pólitíkusar sem vilja gera sér mat úr því sem kalla má „óskemmtilegt mál sem réttilega hefur fengið mjög á almenning hér þó að það hafi vakið mun minni athygli erlendis en sumir vilja vera láta“. Davíð er hér að tala um Samherjamálið þó hann nefni það aldrei sem slíkt, heldur talar um mál úti í Namibíu. Ritstjórinn telur fráleitt að tengja það mál saman við umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið eða útgerðina sem á reyndar undir högg að sækja. Árvakur, útgáfufélag blaðsins, hefur verið í eigu útgerðarmanna, til skamms tíma meðal annarra Samherja sem seldi sinn hlut til Eyþórs Arnalds oddvita Sjálfstæðismanna í borginni og lánaði honum þá 325 milljónir króna til kaupanna. „Ein atvinnugrein hér á landi býr við það að vera sérstaklega skattlögð umfram nokkra aðra. Þetta er sjávarútvegurinn en sem kunnugt er leggur ríkið sérstakt »veiðigjald«, sem þykir hljóma betur en sérstakur skattur á fiskveiðar, á greinina. Sambærilegur aukaskattur er ekki lagður á aðrar greinar, hvorki þær sem nýta náttúruna með svipuðum hætti og sjávarútvegurinn né önnur fyrirtæki sem nýta sér einhvers konar aðstöðu sem mætti jafna til náttúruauðlinda.“ Ofurskattur á útgerðina Þessi sérstaða sjávarútvegsins, eða fiskveiðanna, hefur ekki orðið til þess að gætt sé hófs í þessari aukaskattlagningu, að sögn Davíðs. „Þvert á móti er þessi skattur að lögum ákveðinn 33% og hefur verið það um hríð, þrátt fyrir tal um að hann hafi verið lækkaður,“ skrifar Davíð og segir skattinn í raun enn meira íþyngjandi því að veiðigjaldið á að leggjast á nýtingu auðlindarinnar, sem sagt fiskveiðarnar, en ekki á til dæmis markaðsstarf sjávarútvegsins, sem hefur verið öflugt og skilað miklum árangri á liðnum árum. Þorsteinn Már, fráfarandi forstjóri Samherja, fundar með starfsfólki fyrirtækisins á Dalvík.visir/Tryggvi Páll Ritstjórinn vitnar í grein sem Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi skrifaði og birti í Morgunblaðinu þar sem fram kemur að miðað við áætlanir geti veiðigjaldið á næsta ári orðið 51% af hreinum hagnaði fiskveiða og ofan á það bætist svo 20% tekjuskattur, eins og á aðrar greinar. Óábyrgt athæfi lýðskrumarans „Þrátt fyrir þennan ofurskatt reyna lýðskrumarar nú eina ferðina enn að ráðast gegn þessari undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar og nota til þess ömurlegt mál í fjarlægu landi. Ætlunin virðist vera að hækka skatta á greinina og helst að bylta fiskveiðistjórnarkerfinu, kerfi sem hefur tryggt stöðugleika og uppbyggingu í sjávarútvegi, kerfi sem hefur tryggt að útvegurinn hér á landi hefur getað staðið undir ofursköttum á sama tíma og keppinautarnir erlendis búa við ríkisstyrki.“ Davíð segir mikilvægt að botn fáist í þetta mál sem upp kom í Namibíu en það þurfi að gerast í réttarkerfinu en ekki með aftökum án dóms og laga. Og hann varar við lýðskrumurunum: „Ekki er síður mikilvægt að lýðskrumarar gæti sín áður en þeir hafa valdið þjóðinni mun meira tjóni með óábyrgu framferði sínu en þetta tiltekna mál gat nokkru sinni gert án þeirra atbeina.“
Fjölmiðlar Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira