Segja stjórnarformann RÚV hafa hafnað fundi með Samtökum iðnaðarins Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. nóvember 2019 17:33 Guðrún Hafsteinsdóttir er formaður Samtaka iðnaðarins. Fréttablaðið/Vilhelm Samtök iðnaðarins (SI) fagna því að mennta- og menningarmálaráðherra hvetji RÚV til að hraða vinnu við að færa samkeppnisrekstur í dótturfélög. Þá segja samtökin að þau hafi vakið athygli á málinu við RÚV fyrir rúmu ári en stjórnarformaður RÚV hafi hafnað ósk um fund. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SI.Skýrsla ríkisendurskoðanda um RÚV ehf. kom út í dag. Þar kemur fram að RÚV hafi ekki stofnað dótturfélög um annan rekstur en fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu þrátt fyrir lagalega skyldu þar um.Sjá einnig: RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Í kafla um viðbrögð mennta- og menningarmálaráðuneytisins er tekið undir þau sjónarmið sem Ríkisendurskoðandi setur fram að „fylgni við lög sé ekki valkvæð […] Ráðuneytið ætlast til að reglum um aðskilnað bókhalds milli almannaþjónustu og samkeppnisrekstrar sé fylgt til hins ítrasta.“ Í yfirlýsingu frá SI segir að niðurstöður skýrslunnar staðfesti sjónarmið samtakanna. Þá fagni samtökin afstöðu Lilju Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra til málsins, sem hvetji stjórn RÚV til að hraða vinnu við að færa samkeppnisrekstur í dótturfélög. Þá kemur fram í yfirlýsingunni að SI hafi fyrir rúmu ári sent stjórn RÚV bréf þess efnis að RÚV bæri að stofna og reka dótturfélög utan um samkeppnisrekstur sinn. Samtökin hafi jafnframt vakið athygli stjórnar RÚV á því að núverandi skipulag félagsins væri í beinni andstöðu við lagaákvæði. „[…] og að það væri skylda stjórnar RÚV, að viðlagðri ábyrgð, að sjá til þess að skipulag og starfsemi félagsins væri jafnan í réttu og góðu horfi.“ Samtökin hafi þá óskað eftir að stjórn RÚV kæmi starfseminni þegar í stað í lögmætt horf með því að setja allan samkeppnisrekstur í dótturfélag. Stjórnarformaður RÚV, Kári Jónasson, hafi þó hafnað ósk um fund. Fjölmiðlar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lýsa yfir þungum áhyggjum af þjónustusamningi við RÚV Sjálfstæðir kvikmyndaframleiðendur hafa áhyggjur af því að ekki verði skerpt á skilgreiningu RÚV á sjálfstæðum framleiðanda við gerð nýs þjónustusamnings. Ráðuneytið svarar ekki ítrekuðum erindum SI. 7. nóvember 2019 06:15 RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51 Stjórnsýsluúttekt um RÚV send til þingsins seinna í vikunni Hefur verið til umfjöllunar hjá RÚV og ráðuneytinu um hríð. 11. nóvember 2019 11:28 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira
Samtök iðnaðarins (SI) fagna því að mennta- og menningarmálaráðherra hvetji RÚV til að hraða vinnu við að færa samkeppnisrekstur í dótturfélög. Þá segja samtökin að þau hafi vakið athygli á málinu við RÚV fyrir rúmu ári en stjórnarformaður RÚV hafi hafnað ósk um fund. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SI.Skýrsla ríkisendurskoðanda um RÚV ehf. kom út í dag. Þar kemur fram að RÚV hafi ekki stofnað dótturfélög um annan rekstur en fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu þrátt fyrir lagalega skyldu þar um.Sjá einnig: RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Í kafla um viðbrögð mennta- og menningarmálaráðuneytisins er tekið undir þau sjónarmið sem Ríkisendurskoðandi setur fram að „fylgni við lög sé ekki valkvæð […] Ráðuneytið ætlast til að reglum um aðskilnað bókhalds milli almannaþjónustu og samkeppnisrekstrar sé fylgt til hins ítrasta.“ Í yfirlýsingu frá SI segir að niðurstöður skýrslunnar staðfesti sjónarmið samtakanna. Þá fagni samtökin afstöðu Lilju Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra til málsins, sem hvetji stjórn RÚV til að hraða vinnu við að færa samkeppnisrekstur í dótturfélög. Þá kemur fram í yfirlýsingunni að SI hafi fyrir rúmu ári sent stjórn RÚV bréf þess efnis að RÚV bæri að stofna og reka dótturfélög utan um samkeppnisrekstur sinn. Samtökin hafi jafnframt vakið athygli stjórnar RÚV á því að núverandi skipulag félagsins væri í beinni andstöðu við lagaákvæði. „[…] og að það væri skylda stjórnar RÚV, að viðlagðri ábyrgð, að sjá til þess að skipulag og starfsemi félagsins væri jafnan í réttu og góðu horfi.“ Samtökin hafi þá óskað eftir að stjórn RÚV kæmi starfseminni þegar í stað í lögmætt horf með því að setja allan samkeppnisrekstur í dótturfélag. Stjórnarformaður RÚV, Kári Jónasson, hafi þó hafnað ósk um fund.
Fjölmiðlar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lýsa yfir þungum áhyggjum af þjónustusamningi við RÚV Sjálfstæðir kvikmyndaframleiðendur hafa áhyggjur af því að ekki verði skerpt á skilgreiningu RÚV á sjálfstæðum framleiðanda við gerð nýs þjónustusamnings. Ráðuneytið svarar ekki ítrekuðum erindum SI. 7. nóvember 2019 06:15 RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51 Stjórnsýsluúttekt um RÚV send til þingsins seinna í vikunni Hefur verið til umfjöllunar hjá RÚV og ráðuneytinu um hríð. 11. nóvember 2019 11:28 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira
Lýsa yfir þungum áhyggjum af þjónustusamningi við RÚV Sjálfstæðir kvikmyndaframleiðendur hafa áhyggjur af því að ekki verði skerpt á skilgreiningu RÚV á sjálfstæðum framleiðanda við gerð nýs þjónustusamnings. Ráðuneytið svarar ekki ítrekuðum erindum SI. 7. nóvember 2019 06:15
RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51
Stjórnsýsluúttekt um RÚV send til þingsins seinna í vikunni Hefur verið til umfjöllunar hjá RÚV og ráðuneytinu um hríð. 11. nóvember 2019 11:28