Erlent

Bandaríkin: Þingið þjarmar að Trump

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Rudy Guiliani, Donald Trump, Wolodymyr Selenskyj og Marie Yovanovitch eru fyrirferðarmikil í þættinum.
Rudy Guiliani, Donald Trump, Wolodymyr Selenskyj og Marie Yovanovitch eru fyrirferðarmikil í þættinum.

Hið svokallaða Úkraínumál er viðfangsefni fyrsta þáttar Bandaríkjanna, nýs hlaðvarps fréttastofu um bandarísk stjórnmál.



Í þessum fyrsta þætti fara fréttamenn yfir rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á þeim þrýstingi sem Donald Trump forseti er sagður hafa beitt úkraínsk stjórnvöld í því skyni að fá þarlend yfirvöld til þess að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing forsetans.



Við fjöllum um opinberar vitnaleiðslur sem hófust í síðustu viku og leynifund í kjallara Hvíta hússins. Rætt verður um persónur og leikendur og álit almennings á ferlinu.



Einnig er litið til annarra áhugaverða frétta af forsetanum undanfarna daga og þá sér Jakob Bjarnar, sérstakur gestur þáttarins, um að leiklesa Trump-tíst vikunnar.



Fréttastofa stendur að þessu hlaðvarpi, Bandaríkjunum, í aðdraganda þeirra kosninga sem verða í nóvember á næsta ári. Á næstunni munum við fylgjast með prófkjörsbaráttu Demókrata en fyrstu ríkin greiða atkvæði í febrúar.



Forseti landsins verður svo aldrei langt undan, enda hefur hann einstakt lag á því að halda athyglinni á sér.



Hlusta má á fyrsta þátt Bandaríkjanna hér að neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×