Jón og Gulli fyrirmyndir nýrra útvarpsmanna á X977 Stefán Árni Pálsson skrifar 23. nóvember 2019 12:30 Heiðar Sumarliðason og Snæbjörn Brynjarsson eru léttir á bárunni. Í morgun klukkan 9:00 fór í loftið á X977 nýr morgunþáttur sem nefnist Eldur og brennisteinn í umsjón Heiðars Sumarliðasonar og Snæbjörns Brynjarssonar. Þeir félagar ættu að vera hlustendum Frosta og Mána í Harmageddon að góðu kunnir. Heiðar hefur verið kvikmynda- og sjónvarpsrýnir þeirra og Snæbjörn sérfræðingur í Ameríkumálum. Heiðar er einnig með útvarpsþáttinn Stjörnubíó alla sunnudaga á X977 klukkan 12:00. „Ég hef starfað í leikhúsi síðustu tíu árin sem leikskáld og leikstjóri og var orðinn leiður á því hvað meðgöngutími verka er langur. Mig var farið að þyrsta í að skapa eitthvað þar sem afraksturinn fengist strax,“ segir leikhúsmaðurinn Heiðar Sumarliðason, sem nú hefur fært sig á öldur ljósvakans. „Mér fannst útvarp vera hinn fullkomni miðill fyrir mig á þessum tímapunkti. Eftir að ég byrjaði með Stjörnubíó varð ég háður þessu kick-i sem maður fær úr útvarpsmennsku og langaði að víkka út möguleg umræðuefni. Snæbjörn var eini félaginn sem kom til greina.“ Svandís Dóra Einarsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson í hlutverkum sínum í (90)210 Garðabæ eftir Heiðar.Heiðar og Snæbjörn kynntust þegar þeir hófu báðir nám á sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands árið 2005 og hafa í kjölfarið látið til sín taka á listabrautinni. Heiðar hefur skrifað verk á borð við (90)210 Garðabæ og Rautt brennur fyrir, sem sýnd voru Þjóð- og Borgarleikhúsinu, einnig hefur hann leikstýrt verkum eftir aðra höfunda. Snæbjörn hefur mestmegnis starfað sem rithöfundur og vann til að mynda Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2012 fyrir skáldsöguna Hrafnsauga, sem hann skrifaði ásamt Kjartani Yngva Björnssyni. „Okkur Snæbirni hefur alltaf samið vel, enda er hann svona no-drama-gaur. Það er hægt að segja nokkurnveginn hvað sem er við hann án þess að hann fari í kleinu. Þannig fólk semur mér best við, því oft kemur ekkert nema bölvað bull út úr mér og ef þú getur ekki tekið gríni er best að vera annarsstaðar en í návist minni. Eina skiptið sem ég man eftir honum ósáttum við mig var fyrir einhverjum 13 árum þegar hann sendi mér illt augnaráð þegar ég dansaði við stelpu sem hann var með augastað á, ég hætti að sjálfsögðu strax að dansa við hana, enda er ég algjör aumingi þegar kemur að mögulegum átökum“ segir Heiðar og hlær. En hvernig kom nafngiftin til?„Við erum að heiðra systurþátt okkar Harmageddon með nafninu. Helstu fyrirmyndir okkar í útvarpi eru þó Tveir með öllu sem voru á dagskrá FM957 snemma á tíunda áratuginum. Þeir voru brautryðjendur í útvarpi á Íslandi,“ segir Heiðar. „Ég var um það bil 11 ára þegar þeir voru upp á sitt besta og sat límdur við útvarpið milli 9 og 12 á sumrin til að heyra hverju þessir meistarar tækju upp á næst. Reyndar hafði Snæbjörn aldrei heyrt um Jón og Gulla þegar ég minntist á þá, honum til varnar var hann varla byrjaður í grunnskóla á þessum tíma, sennilega enn að hlusta á Kardimommubæinn.“ Heiðar og Snæbjörn eru heimsborgarar. Hér eru þeir á Starbucks í Habanerasverslunarmiðstöðinni í Torrevieja.Heiðar segir aðalmarkmið þeirra Snæbjörns að vera léttir á bárunni en samt með biti. „Þó að Jón og Gulli séu fyrirmyndir okkar verður þátturinn samt með þessum X977-brag. Hot take eru okkar ær og kýr.“ Hann segir þá félaga dreyma um að feta enn frekar í fótspor þeirra Jóns og Gulla. „Það er draumur Snæbjörns að vinna á Bylgjunni í ellinni, eins og Gulli og það er draumur minn að búa við Miðjarðarhafið í ellinni með eiginkonu minni, eins og Jón. Ég held við getum báðir dáið sáttir ef svo fer.“ Strákarnir segja þáttinn vera í þróun og að hlustendur verði að sýna þeim smá þolinmæði. „Okkur liggur báðum svo mikið á hjarta að við eigum oft erfitt með að hemja okkur. Því höfum við boðað allskyns fólk sem getur aðstoðað okkur í viðtal í fyrsta þætti. Jógakennarinn Finnbogi Þorkell Jónsson ætlar að hjálpa okkur að vera meira zen, dagskrárgerðardrottning Íslands Vera Illugadóttir ætlar að kenna okkur að búa til gott útvarp og atvinnupepparinn Bjartur Guðmundsson ætlar að koma okkur í topp tilfinningalegt ástand.“ Bjartur Guðmundsson kemur fólki í topp tilfinningalegt ástand.Heiðar segist mjög þakklátur strákunum á X977 að hafa gefið þeim Snæbirni þetta tækifæri. „Það er ótrúlega gaman að þessir naglar séu tilbúnir að veðja á tvo svona lúða eins og okkur Snæbjörn, við erum ekki einu sinni með tattú og sennilega einu starfsmenn stöðvarinnar sem ekki hafa látið bleka sig. Maður er hálf hræddur um að vera brókaður í hvert skipti sem maður kemur þarna inn.“Hægt verður að hlýða á Eld og brennistein alla laugardaga á X977 frá 9 til 12. Í kjölfarið kemur þátturinn á útvarpsvef Vísis og hlaðvarp X977 en stöðin kom nýverið á allar helstu hlaðvarpsveitur. Nægir að stimpla inn X977 í leitargluggann. Hægt er að hlusta á fyrsta þáttinn hér að neðan. Lífið Stjörnubíó Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Saga sagði já við Sturlu Lífið Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Í morgun klukkan 9:00 fór í loftið á X977 nýr morgunþáttur sem nefnist Eldur og brennisteinn í umsjón Heiðars Sumarliðasonar og Snæbjörns Brynjarssonar. Þeir félagar ættu að vera hlustendum Frosta og Mána í Harmageddon að góðu kunnir. Heiðar hefur verið kvikmynda- og sjónvarpsrýnir þeirra og Snæbjörn sérfræðingur í Ameríkumálum. Heiðar er einnig með útvarpsþáttinn Stjörnubíó alla sunnudaga á X977 klukkan 12:00. „Ég hef starfað í leikhúsi síðustu tíu árin sem leikskáld og leikstjóri og var orðinn leiður á því hvað meðgöngutími verka er langur. Mig var farið að þyrsta í að skapa eitthvað þar sem afraksturinn fengist strax,“ segir leikhúsmaðurinn Heiðar Sumarliðason, sem nú hefur fært sig á öldur ljósvakans. „Mér fannst útvarp vera hinn fullkomni miðill fyrir mig á þessum tímapunkti. Eftir að ég byrjaði með Stjörnubíó varð ég háður þessu kick-i sem maður fær úr útvarpsmennsku og langaði að víkka út möguleg umræðuefni. Snæbjörn var eini félaginn sem kom til greina.“ Svandís Dóra Einarsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson í hlutverkum sínum í (90)210 Garðabæ eftir Heiðar.Heiðar og Snæbjörn kynntust þegar þeir hófu báðir nám á sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands árið 2005 og hafa í kjölfarið látið til sín taka á listabrautinni. Heiðar hefur skrifað verk á borð við (90)210 Garðabæ og Rautt brennur fyrir, sem sýnd voru Þjóð- og Borgarleikhúsinu, einnig hefur hann leikstýrt verkum eftir aðra höfunda. Snæbjörn hefur mestmegnis starfað sem rithöfundur og vann til að mynda Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2012 fyrir skáldsöguna Hrafnsauga, sem hann skrifaði ásamt Kjartani Yngva Björnssyni. „Okkur Snæbirni hefur alltaf samið vel, enda er hann svona no-drama-gaur. Það er hægt að segja nokkurnveginn hvað sem er við hann án þess að hann fari í kleinu. Þannig fólk semur mér best við, því oft kemur ekkert nema bölvað bull út úr mér og ef þú getur ekki tekið gríni er best að vera annarsstaðar en í návist minni. Eina skiptið sem ég man eftir honum ósáttum við mig var fyrir einhverjum 13 árum þegar hann sendi mér illt augnaráð þegar ég dansaði við stelpu sem hann var með augastað á, ég hætti að sjálfsögðu strax að dansa við hana, enda er ég algjör aumingi þegar kemur að mögulegum átökum“ segir Heiðar og hlær. En hvernig kom nafngiftin til?„Við erum að heiðra systurþátt okkar Harmageddon með nafninu. Helstu fyrirmyndir okkar í útvarpi eru þó Tveir með öllu sem voru á dagskrá FM957 snemma á tíunda áratuginum. Þeir voru brautryðjendur í útvarpi á Íslandi,“ segir Heiðar. „Ég var um það bil 11 ára þegar þeir voru upp á sitt besta og sat límdur við útvarpið milli 9 og 12 á sumrin til að heyra hverju þessir meistarar tækju upp á næst. Reyndar hafði Snæbjörn aldrei heyrt um Jón og Gulla þegar ég minntist á þá, honum til varnar var hann varla byrjaður í grunnskóla á þessum tíma, sennilega enn að hlusta á Kardimommubæinn.“ Heiðar og Snæbjörn eru heimsborgarar. Hér eru þeir á Starbucks í Habanerasverslunarmiðstöðinni í Torrevieja.Heiðar segir aðalmarkmið þeirra Snæbjörns að vera léttir á bárunni en samt með biti. „Þó að Jón og Gulli séu fyrirmyndir okkar verður þátturinn samt með þessum X977-brag. Hot take eru okkar ær og kýr.“ Hann segir þá félaga dreyma um að feta enn frekar í fótspor þeirra Jóns og Gulla. „Það er draumur Snæbjörns að vinna á Bylgjunni í ellinni, eins og Gulli og það er draumur minn að búa við Miðjarðarhafið í ellinni með eiginkonu minni, eins og Jón. Ég held við getum báðir dáið sáttir ef svo fer.“ Strákarnir segja þáttinn vera í þróun og að hlustendur verði að sýna þeim smá þolinmæði. „Okkur liggur báðum svo mikið á hjarta að við eigum oft erfitt með að hemja okkur. Því höfum við boðað allskyns fólk sem getur aðstoðað okkur í viðtal í fyrsta þætti. Jógakennarinn Finnbogi Þorkell Jónsson ætlar að hjálpa okkur að vera meira zen, dagskrárgerðardrottning Íslands Vera Illugadóttir ætlar að kenna okkur að búa til gott útvarp og atvinnupepparinn Bjartur Guðmundsson ætlar að koma okkur í topp tilfinningalegt ástand.“ Bjartur Guðmundsson kemur fólki í topp tilfinningalegt ástand.Heiðar segist mjög þakklátur strákunum á X977 að hafa gefið þeim Snæbirni þetta tækifæri. „Það er ótrúlega gaman að þessir naglar séu tilbúnir að veðja á tvo svona lúða eins og okkur Snæbjörn, við erum ekki einu sinni með tattú og sennilega einu starfsmenn stöðvarinnar sem ekki hafa látið bleka sig. Maður er hálf hræddur um að vera brókaður í hvert skipti sem maður kemur þarna inn.“Hægt verður að hlýða á Eld og brennistein alla laugardaga á X977 frá 9 til 12. Í kjölfarið kemur þátturinn á útvarpsvef Vísis og hlaðvarp X977 en stöðin kom nýverið á allar helstu hlaðvarpsveitur. Nægir að stimpla inn X977 í leitargluggann. Hægt er að hlusta á fyrsta þáttinn hér að neðan.
Lífið Stjörnubíó Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Saga sagði já við Sturlu Lífið Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira