Útivistardóms krafist á Løvland í LA Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. nóvember 2019 06:00 Jóhann Helgason. Fréttablaðið/Anton Brink Hvorki Rolf Løvland né textasmiðurinn Brendan Graham hafa brugðist við stefnu Jóhanns Helgasonar fyrir dómstóli í Los Angeles vegna meints lagastuldar. Lögmaður Jóhanns krefst þess að dæmd verði útivist í málinu. Með útivistardómi myndi meðferð málsins halda áfram án þess að fyrir liggi vörn af hálfu Løvlands og Grahams. Jóhann Helgason segir það koma sér dálítið á óvart að Løvland hafi ekki brugðist við stefnunni. Það sé varla vegna kostnaðar. „Maður hefði haldið að hann væri ekki uppiskroppa fjárhagslega,“ segir Jóhann og vísar þá til þess að You Raise Me Up hefur verið sagt eitt tekjuhæsta lag allra tíma. Lagið telur Jóhann vera stuld á lagin Söknuði.Dómstólinn í miðborg Los Angeles þar sem Jóhann Helgason rekur höfundarréttarmál . Mynd/Google EarthMinnt er á í kröfu lögmanns Jóhanns að eftir að Løvland hafi í tvígang neitað að taka við stefnu í málinu hafi honum loks verið stefnt í samræmi við Haag-sáttmálann 21. ágúst síðastliðinn, Graham hafi verið stefnt 8. apríl. Þeim báðum hafi því verið löglega stefnt. „Ég tel að það sé af ásetningi að þeir hafa hvorki svarað né brugðist á annan hátt við stefnunni,“ segir í kröfunni. Þótt orðið verði við kröfunni um útivistardóm mun málarekstur Jóhanns gegn tónlistarfyrirtækjum vestra halda áfram enda hafa lögmenn þeirra látið til sín taka. Búist er við því að dómarinn í Los Angeles úrskurði um kröfu þeirra um að máli Jóhanns verði vísað frá 6. desember næstkomandi. „Ef maður tekur allt með í reikninginn; forsöguna, greinargerðir og tónlistarmöt, þá kæmi mér á óvart ef dómarinn samþykkti þeirra málstað. En það er þessi prósenta sem viðkemur dómaranum sem er alltaf óvissuþáttur,“ segir Jóhann. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Höfundaréttur Jóhann Helgason gegn Universal Tengdar fréttir Hafnar því að Söknuður byggi á Danny Boy Jóhann Helgason, tónlistarmaður, hafnar því að lag hans "Söknuður“ sé byggt á írska þjóðlaginu Danny boy eins og lögmenn fyrirtækja, sem Jóhann hefur stefnt vegna líkinda við lagið You Raise Me Up, segja. 3. maí 2019 22:03 Hafna málatilbúnaði tónfræðings Jóhanns Lögmenn fyrirtækja sem Jóhann Helgason stefnir í málinu um lagið Söknuð segja mikla galla á málatilbúnaði tónlistarfræðings sem vann álitsgerð fyrir Jóhann. Þeir krefjast þess að málinu verði vísað frá dómi í Los Angeles. 31. október 2019 06:05 Prófessor sagður tapa trúverðugleika sínum Tónlistarprófessor sem gerði samanburðargreiningu á lögunum Söknuði og You Raise Me Up er sagður hafa fórnað trúverðugleikanum með vinnubrögðunum. Þetta kemur fram í andsvörum lögmanns Jóhanns Helgasonar fyrir dómi. 18. september 2019 06:30 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Ýmis álitamál um fyrirtækjaleikskóla Aukið fjármagn til að stytta bið Allt gert til „að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin“ Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Sjá meira
Hvorki Rolf Løvland né textasmiðurinn Brendan Graham hafa brugðist við stefnu Jóhanns Helgasonar fyrir dómstóli í Los Angeles vegna meints lagastuldar. Lögmaður Jóhanns krefst þess að dæmd verði útivist í málinu. Með útivistardómi myndi meðferð málsins halda áfram án þess að fyrir liggi vörn af hálfu Løvlands og Grahams. Jóhann Helgason segir það koma sér dálítið á óvart að Løvland hafi ekki brugðist við stefnunni. Það sé varla vegna kostnaðar. „Maður hefði haldið að hann væri ekki uppiskroppa fjárhagslega,“ segir Jóhann og vísar þá til þess að You Raise Me Up hefur verið sagt eitt tekjuhæsta lag allra tíma. Lagið telur Jóhann vera stuld á lagin Söknuði.Dómstólinn í miðborg Los Angeles þar sem Jóhann Helgason rekur höfundarréttarmál . Mynd/Google EarthMinnt er á í kröfu lögmanns Jóhanns að eftir að Løvland hafi í tvígang neitað að taka við stefnu í málinu hafi honum loks verið stefnt í samræmi við Haag-sáttmálann 21. ágúst síðastliðinn, Graham hafi verið stefnt 8. apríl. Þeim báðum hafi því verið löglega stefnt. „Ég tel að það sé af ásetningi að þeir hafa hvorki svarað né brugðist á annan hátt við stefnunni,“ segir í kröfunni. Þótt orðið verði við kröfunni um útivistardóm mun málarekstur Jóhanns gegn tónlistarfyrirtækjum vestra halda áfram enda hafa lögmenn þeirra látið til sín taka. Búist er við því að dómarinn í Los Angeles úrskurði um kröfu þeirra um að máli Jóhanns verði vísað frá 6. desember næstkomandi. „Ef maður tekur allt með í reikninginn; forsöguna, greinargerðir og tónlistarmöt, þá kæmi mér á óvart ef dómarinn samþykkti þeirra málstað. En það er þessi prósenta sem viðkemur dómaranum sem er alltaf óvissuþáttur,“ segir Jóhann.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Höfundaréttur Jóhann Helgason gegn Universal Tengdar fréttir Hafnar því að Söknuður byggi á Danny Boy Jóhann Helgason, tónlistarmaður, hafnar því að lag hans "Söknuður“ sé byggt á írska þjóðlaginu Danny boy eins og lögmenn fyrirtækja, sem Jóhann hefur stefnt vegna líkinda við lagið You Raise Me Up, segja. 3. maí 2019 22:03 Hafna málatilbúnaði tónfræðings Jóhanns Lögmenn fyrirtækja sem Jóhann Helgason stefnir í málinu um lagið Söknuð segja mikla galla á málatilbúnaði tónlistarfræðings sem vann álitsgerð fyrir Jóhann. Þeir krefjast þess að málinu verði vísað frá dómi í Los Angeles. 31. október 2019 06:05 Prófessor sagður tapa trúverðugleika sínum Tónlistarprófessor sem gerði samanburðargreiningu á lögunum Söknuði og You Raise Me Up er sagður hafa fórnað trúverðugleikanum með vinnubrögðunum. Þetta kemur fram í andsvörum lögmanns Jóhanns Helgasonar fyrir dómi. 18. september 2019 06:30 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Ýmis álitamál um fyrirtækjaleikskóla Aukið fjármagn til að stytta bið Allt gert til „að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin“ Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Sjá meira
Hafnar því að Söknuður byggi á Danny Boy Jóhann Helgason, tónlistarmaður, hafnar því að lag hans "Söknuður“ sé byggt á írska þjóðlaginu Danny boy eins og lögmenn fyrirtækja, sem Jóhann hefur stefnt vegna líkinda við lagið You Raise Me Up, segja. 3. maí 2019 22:03
Hafna málatilbúnaði tónfræðings Jóhanns Lögmenn fyrirtækja sem Jóhann Helgason stefnir í málinu um lagið Söknuð segja mikla galla á málatilbúnaði tónlistarfræðings sem vann álitsgerð fyrir Jóhann. Þeir krefjast þess að málinu verði vísað frá dómi í Los Angeles. 31. október 2019 06:05
Prófessor sagður tapa trúverðugleika sínum Tónlistarprófessor sem gerði samanburðargreiningu á lögunum Söknuði og You Raise Me Up er sagður hafa fórnað trúverðugleikanum með vinnubrögðunum. Þetta kemur fram í andsvörum lögmanns Jóhanns Helgasonar fyrir dómi. 18. september 2019 06:30
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“