Hildur Björg: Ekki búin að æfa alla vikuna Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 23. nóvember 2019 18:48 Hildur Björg í leik með KR fyrr á leiktíðinni. vísir/bára KR tapaði fyrir Keflavík í Keflavík í dag í þræljöfnum leik þar sem úrslitin voru ekki ljós fyrr en á seinustu mínútunni. Gestirnir frá Reykjavík áttu dapran seinni hálfleik þar sem að lítið gekk upp og því fór svo að þær töpuðu að lokum með átta stigum, 68-60. „Þetta var ekki okkar besti leikur í dag,“ sagði Hildur Björg Kjartansdóttir, miðherji KR, um frammistöðu síns liðs. Hún gaf þó Keflavík það að þær hafi verið baráttuglaðari og átt skilið að vinna þennan leik. „Ekki alveg nógu sátt með okkar frammistöðu.“ Hildur Björg var ekki upp á sitt besta í leiknum í dag og virtist ekki geta fundið körfuna sérstaklega í seinni hálfleik þrátt fyrir góðar hreyfingar í teignum. „Ég ætla ekki að afsaka neitt, þetta eru hreyfingar sem að ég á að klára. Ekki búin að æfa alla vikuna, hef verið að jafna mig eftir langa síðustu viku og erfitt ferðalag,“ segir hún og vísar þar í landsliðsverkefnið hennar sem var að enda. Hún spilaði með landsliðinu úti í Grikklandi og er augljóslega ekki enn alveg búin að jafna sig. Aðrar landsliðskonur hafa líka átt slaka leiki til að byrja með og sem dæmi gat Lovísa Björt, annar miðherji í landsliðinu, aðeins skorað tvö stig í leiknum sínum í gær. „Er búin að heyra í nokkrum landsliðsstelpum, þetta hefur verið mjög erfitt. Við erum smátt og smátt að koma aftur til baka.“ KR hefur núna tapað tveimur leikjum af átta en eru enn í öðru sætinu í Dominosdeild kvenna. „Stundum á maður slæma leiki. Þurfum ekkert að vera æsa okkur of mikið yfir einum leiki og setja allt í panikk hérna,“ segir Hildur Björg og minnist á að stutt er í næsta leik. „Þurfum að mæta tilbúnar á miðvikudag móti Breiðablik, pússa okkur betur saman.“ Liðið úr Vesturbæ Reykjavíkur fær þá Breiðablik í heimsókn til sín næsta miðvikudagskvöld (27. nóvember) kl.19:15. Hildur Björg mun vonandi sýna sitt rétta andlit þar. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - KR 78-70 | Öflugur sigur Keflavíkur Keflavík með sterkan sigur er tvö ef bestu liðum landsins mættust í Keflavík. 23. nóvember 2019 17:30 Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
KR tapaði fyrir Keflavík í Keflavík í dag í þræljöfnum leik þar sem úrslitin voru ekki ljós fyrr en á seinustu mínútunni. Gestirnir frá Reykjavík áttu dapran seinni hálfleik þar sem að lítið gekk upp og því fór svo að þær töpuðu að lokum með átta stigum, 68-60. „Þetta var ekki okkar besti leikur í dag,“ sagði Hildur Björg Kjartansdóttir, miðherji KR, um frammistöðu síns liðs. Hún gaf þó Keflavík það að þær hafi verið baráttuglaðari og átt skilið að vinna þennan leik. „Ekki alveg nógu sátt með okkar frammistöðu.“ Hildur Björg var ekki upp á sitt besta í leiknum í dag og virtist ekki geta fundið körfuna sérstaklega í seinni hálfleik þrátt fyrir góðar hreyfingar í teignum. „Ég ætla ekki að afsaka neitt, þetta eru hreyfingar sem að ég á að klára. Ekki búin að æfa alla vikuna, hef verið að jafna mig eftir langa síðustu viku og erfitt ferðalag,“ segir hún og vísar þar í landsliðsverkefnið hennar sem var að enda. Hún spilaði með landsliðinu úti í Grikklandi og er augljóslega ekki enn alveg búin að jafna sig. Aðrar landsliðskonur hafa líka átt slaka leiki til að byrja með og sem dæmi gat Lovísa Björt, annar miðherji í landsliðinu, aðeins skorað tvö stig í leiknum sínum í gær. „Er búin að heyra í nokkrum landsliðsstelpum, þetta hefur verið mjög erfitt. Við erum smátt og smátt að koma aftur til baka.“ KR hefur núna tapað tveimur leikjum af átta en eru enn í öðru sætinu í Dominosdeild kvenna. „Stundum á maður slæma leiki. Þurfum ekkert að vera æsa okkur of mikið yfir einum leiki og setja allt í panikk hérna,“ segir Hildur Björg og minnist á að stutt er í næsta leik. „Þurfum að mæta tilbúnar á miðvikudag móti Breiðablik, pússa okkur betur saman.“ Liðið úr Vesturbæ Reykjavíkur fær þá Breiðablik í heimsókn til sín næsta miðvikudagskvöld (27. nóvember) kl.19:15. Hildur Björg mun vonandi sýna sitt rétta andlit þar.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - KR 78-70 | Öflugur sigur Keflavíkur Keflavík með sterkan sigur er tvö ef bestu liðum landsins mættust í Keflavík. 23. nóvember 2019 17:30 Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - KR 78-70 | Öflugur sigur Keflavíkur Keflavík með sterkan sigur er tvö ef bestu liðum landsins mættust í Keflavík. 23. nóvember 2019 17:30
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn