Ríkisstjórnin ætlar að setja aukafjármagn í Samherjarannsóknir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 19:30 Héraðssaksóknari hefur sótt um aukafjármagn vegna Samherjarannsóknarinnar og ætlar ríkisstjórnin að verða við því að sögn fjármálaráðherra. Staða sjávarútvegsráðherra hefur ekki verið rædd innan Sjálfstæðisflokksins. Embætti héraðssaksóknara hóf rannsókn á Samherja eftir umfjöllun Kveiks þann 12. nóvember. Sama dag fór Jóhannes Stefánsson sem sagði frá viðskiptaháttum fyrirtækisins í Namibiu í yfirheyrslu hjá héraðssaksóknara. Héraðssaksóknari sótti um aukafjármagn vegna rannsóknarinnar þann 21. nóvember. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að við þessu verði brugðist. „Bréf héraðsaksóknara er dagsett 21. nóvember sem er örfáum dögum fyrir þriðju umræðu fjárlaga. Undir venjulegum kringumstæðum tökum við við slíkum beiðnum á vorin þannig að þetta er að koma fram ótrúlega seint. Við getum engu að síður brugðist við og embættið er búið að setja fram sínar hugmyndir um fjárþörfina og við munum geta brugðist við því,“ segir Bjarni. Aðspurður um hversu mikið fjármagnið verður sagði hann ekki tímabært að svara því. Þá fá skattayfirvöld einnig aukafjármagn vegna rannsóknar á Samherja. „Skattrannsóknarstjóri og ríkiskattstjóra hafa haft samráð með hvernig embættin geta sameinað krafta sína í þessari rannsókn og við munum styðja við þá með þeim sjóðum sem við höfum fyrir embættin,“ segir Bjarni. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu var leystur úr haldi lögreglu í dag eftir að samþykkt var að ógilda handtökutilskipun á hendur honum samkvæmt namibískum fjölmiðlum. Þá hafa lögregluyfirvöld í Namibíu sent frá sér handtökutilskipun á fyrrverandi dómsmálaráðherra landsins og tvo aðra sem tengjast málinu. Loks kom fram hjá RÚV að spillingarlögreglan í Namibíu hafi lýst yfir að öll gögn sem hafi verið skoðuð í Samherjamálinu bendi til þess að mútur, peningaþvætti, skattsvik og spilling hafi verið framin. Hér á landi var efnt til mótmæla á Austurvelli í gær og þess krafist að sjávarútvegsráðherra segi af sér vegna málsins. Bjarni segir að staða sjávarútvegsráðherra hafi ekki verið rædd í Sjálfstæðisflokknum. „Þess er krafist að það verði samin ný stjórnarskrá, þess er krafist að Kristján Þór víki hann segi af sér það er krafa sem beinist að honum. Ég sé ekki að það sé neitt fram komið sem að bendlar hann við þessi brot sem rætt er um og hans staða hefur ekki verið sérstaklega til umræðu,“ segir Bjarni. Alþingi Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur sótt um aukafjármagn vegna Samherjarannsóknarinnar og ætlar ríkisstjórnin að verða við því að sögn fjármálaráðherra. Staða sjávarútvegsráðherra hefur ekki verið rædd innan Sjálfstæðisflokksins. Embætti héraðssaksóknara hóf rannsókn á Samherja eftir umfjöllun Kveiks þann 12. nóvember. Sama dag fór Jóhannes Stefánsson sem sagði frá viðskiptaháttum fyrirtækisins í Namibiu í yfirheyrslu hjá héraðssaksóknara. Héraðssaksóknari sótti um aukafjármagn vegna rannsóknarinnar þann 21. nóvember. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að við þessu verði brugðist. „Bréf héraðsaksóknara er dagsett 21. nóvember sem er örfáum dögum fyrir þriðju umræðu fjárlaga. Undir venjulegum kringumstæðum tökum við við slíkum beiðnum á vorin þannig að þetta er að koma fram ótrúlega seint. Við getum engu að síður brugðist við og embættið er búið að setja fram sínar hugmyndir um fjárþörfina og við munum geta brugðist við því,“ segir Bjarni. Aðspurður um hversu mikið fjármagnið verður sagði hann ekki tímabært að svara því. Þá fá skattayfirvöld einnig aukafjármagn vegna rannsóknar á Samherja. „Skattrannsóknarstjóri og ríkiskattstjóra hafa haft samráð með hvernig embættin geta sameinað krafta sína í þessari rannsókn og við munum styðja við þá með þeim sjóðum sem við höfum fyrir embættin,“ segir Bjarni. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu var leystur úr haldi lögreglu í dag eftir að samþykkt var að ógilda handtökutilskipun á hendur honum samkvæmt namibískum fjölmiðlum. Þá hafa lögregluyfirvöld í Namibíu sent frá sér handtökutilskipun á fyrrverandi dómsmálaráðherra landsins og tvo aðra sem tengjast málinu. Loks kom fram hjá RÚV að spillingarlögreglan í Namibíu hafi lýst yfir að öll gögn sem hafi verið skoðuð í Samherjamálinu bendi til þess að mútur, peningaþvætti, skattsvik og spilling hafi verið framin. Hér á landi var efnt til mótmæla á Austurvelli í gær og þess krafist að sjávarútvegsráðherra segi af sér vegna málsins. Bjarni segir að staða sjávarútvegsráðherra hafi ekki verið rædd í Sjálfstæðisflokknum. „Þess er krafist að það verði samin ný stjórnarskrá, þess er krafist að Kristján Þór víki hann segi af sér það er krafa sem beinist að honum. Ég sé ekki að það sé neitt fram komið sem að bendlar hann við þessi brot sem rætt er um og hans staða hefur ekki verið sérstaklega til umræðu,“ segir Bjarni.
Alþingi Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira