Handbolti

Í beinni í dag: Íslensk handboltaveisla

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tjörvi og félagar mæta ÍR í kvöld.
Tjörvi og félagar mæta ÍR í kvöld. vísir/bára
Það verður íslensk handboltaveisla á Sportinu í kvöld en einn leikur verður í beinni útsendingu og Seinni bylgjan er svo á sínum stað.

Topplið Hauka sækir ÍR heim í Breiðholtið en Haukar eru með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar.

ÍR hefur verið að gera fína hluti en er í 5. sæti deildarinnar með 13 stig. Liðið getur hoppað upp að hlið Aftureldingar og Selfoss í annað til fjórða sætið með sigri.

Seinni bylgjan er svo á sínum stað þar en flautað verður til leiks klukkan 21.20. Þar verður 11. umferðin gerð upp.

Alla viðburði sem eru framundan í beinni á sportrásunum má sjá hér en vikan er þéttsetin af útsendingum.

Beinar útsendingar dagsins:

19.15 ÍR - Haukar (Stöð 2 Sport)

21.20 Seinni bylgjan (Stöð 2 Sport)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×