Fótbolti

PSG ætlar ekki að eyða tíma í að reyna sann­færa Neymar um nýjan samning

Anton Ingi Leifsson skrifar
vísir/getty
PSG mun ekki bjóða Neymar nýjan samning því þeir vita að hann sé á förum frá félaginu er samningur hans við félagið rennur út. Sport fréttaveitan greinir frá þessu.

Brasilíumaðurinn rennur út í júnímánuði 2022 og frönsku meistararnir segja að ekkert liggi á að bjóða Neymar nýjan samning en hann hefur verið mikið orðaður burt frá félaginu.

Leonardo, yfirmaður knattspyrnumála hjá PSG, er orðinn langþreyttur á Neymar og segir Sport frá því að Leonardo hafi ekki áhuga á að eyða tíma sínum í að reyna semja við Neymar á nýjan leik.







Neymar neitaði framlengingu á samningi sínum á síðustu vikum en hann vill komast aftur til Barcelona. Hann er með 537 þúsund pund á viku hjá PSG.

PSG mun kanna stöðuna nánar með Marco Verratti og Kylian Mbappe en frönsku meistararnir vilja framlengja við þá báða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×