Handrit nýjustu Stjörnustríðsmyndarinnar endaði á eBay vegna kæruleysis leikara Birgir Olgeirsson skrifar 25. nóvember 2019 18:44 J.J. Abrams er leikstjóri myndarinnar. Vísir/Getty Nýjasta Stjörnustríðs-myndin er ekki væntanleg í kvikmyndahús fyrr en 20. desember en nú þegar hafa nokkrir aðdáendur fengið að vita hvernig myndin endar. Eða svo vill leikstjóri myndarinnar meina. Myndin er framleidd af fyrirtækinu Lucasfilm sem er í eigu afþreyingarrisans Disney. Þar á bæ er komið fram við kvikmyndahandrit líkt og hernaðarleyndarmál. Ýmsum kúnstum er beitt, starfsmenn á tökustað skrifa undir allskonar trúnaðaryfirlýsingar og þá fá leikarar í mörgum tilfellum aðeins að lesa þær blaðsíður handrita sem varða þeirra karaktera. Næsta Stjörnustríðsmynd er sú níunda í röðinni en hún ber heitið Star Wars: The Rise of Skywalker. Leikstjóri hennar er J.J. Abrams en hann leikstýrði sjöundu Stjörnustríðsmyndinni sem heitir Force Awakens. Hún var sú fyrsta í þríleiknum sem endar með þeirri mynd sem er væntanleg í kvikmyndahús. Abrams upplýsti í þættinum Good Morning America að handrit The Rise of Skywalker hefði verið boðið upp á vefnum eBay. Árvökull starfsmaður Disney kom auga á handritið þegar það var til sölu og náði að komast yfir það áður en það var selt. Sagði leikstjórinn að einn af leikurum myndarinnar, sem hann vildi ekki nefna á nafn, hefði komið handritinu fyrir undir rúmi og gleymt því þar. Sá sem sá um að þrífa hótelherbergið fann handritið og þannig hafi það endað á eBay. Abrams upplýsti einnig að kalla þurfti leikara myndarinnar út til að taka nokkur atriði upp aftur. Var síðasti tökudagur á sunnudag. Disney Star Wars Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Nýjasta Stjörnustríðs-myndin er ekki væntanleg í kvikmyndahús fyrr en 20. desember en nú þegar hafa nokkrir aðdáendur fengið að vita hvernig myndin endar. Eða svo vill leikstjóri myndarinnar meina. Myndin er framleidd af fyrirtækinu Lucasfilm sem er í eigu afþreyingarrisans Disney. Þar á bæ er komið fram við kvikmyndahandrit líkt og hernaðarleyndarmál. Ýmsum kúnstum er beitt, starfsmenn á tökustað skrifa undir allskonar trúnaðaryfirlýsingar og þá fá leikarar í mörgum tilfellum aðeins að lesa þær blaðsíður handrita sem varða þeirra karaktera. Næsta Stjörnustríðsmynd er sú níunda í röðinni en hún ber heitið Star Wars: The Rise of Skywalker. Leikstjóri hennar er J.J. Abrams en hann leikstýrði sjöundu Stjörnustríðsmyndinni sem heitir Force Awakens. Hún var sú fyrsta í þríleiknum sem endar með þeirri mynd sem er væntanleg í kvikmyndahús. Abrams upplýsti í þættinum Good Morning America að handrit The Rise of Skywalker hefði verið boðið upp á vefnum eBay. Árvökull starfsmaður Disney kom auga á handritið þegar það var til sölu og náði að komast yfir það áður en það var selt. Sagði leikstjórinn að einn af leikurum myndarinnar, sem hann vildi ekki nefna á nafn, hefði komið handritinu fyrir undir rúmi og gleymt því þar. Sá sem sá um að þrífa hótelherbergið fann handritið og þannig hafi það endað á eBay. Abrams upplýsti einnig að kalla þurfti leikara myndarinnar út til að taka nokkur atriði upp aftur. Var síðasti tökudagur á sunnudag.
Disney Star Wars Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira