Hollywooddrama í háum gæðaflokki Heiðar Sumarliðason skrifar 26. nóvember 2019 13:10 Christian Bale og Matt Damon fara með aðalhlutverkin í Ford v Ferrari. Árið 1966 lét bílaframleiðandinn Ford hanna og smíða Ford GT40 kappakstursbílinn. Tilgangur verkefnisins var að sigra Ferrari í Le Mans úthaldskappakstrinum í Frakklandi en þar er keyrt í hringi í heilan sólarhring. Þetta er ekki aðeins gert til að skera úr um hver getur byggt hraðskreiðasta bílinn, heldur þann sterkasta og úthaldsmesta. Ferrari hafði á þessum tíma unnið mörg ár í röð og fór það illa í menn hjá Ford. Söguþráður kvikmyndarinnar Ford v Ferrari er í grunninn um þetta, þó kastljósinu sé að mestu leyti beint að ökuþórnum Ken Miles, sem keyrði bíl Ford í keppninni. Það er Christian Bale sem leikur Miles en Matt Damon leikur Carroll Shelby, sem hannaði bílinn og fékk Miles til liðs við sig. Þó svo að auglýsingar bendi til að Bale og Damon deili sviðsljósinu til jafns er persóna Bales aðalpersóna myndarinnar út frá helstu fræðum í handritaskrifum, þar sem myndin er þroskasaga hans. Persóna Damons er örlítið fyrirferðarminni, við kynnumst honum til að mynda ekkert utan vinnunnar. Einnig er miklum tíma eytt í John Ford II (Tracy Letts) og skósveina hans í bílaverksmiðjunni og samskipti þeirra við eiganda Ferrari. Leikararnir standa sig allir með prýði. Að öðrum ólöstuðum er Bale sá sem stendur upp úr og skapar hér enn og aftur mjög sértækan og eftirminnilegan karakter. Matt Damon er í klassískum Matt Damon gír og gerir það vel að vanda. Einnig var ég mjög hrifinn af Caitriona Balfe í hlutverki eiginkonu Miles og væri til í að sjá meira af henni í framtíðinni. Svo eru margir skemmtilegir leikarar í hlutverkum Ford jakkalakkanna. Josh Lucas er frábær sem drullusokkurinn Leo Beebe og Pulitzerverðlaunaða leikskáldið Tracy Letts fer vel með hlutverk John Ford II. Bale á góðri stundu í hlutverki Ken Miles. Ford v Ferrari er mjög haglega samsett kvikmynd, þar sem mörgum sögueindum er fléttað saman til að skapa lögulega heild. Ég er ótrúlega feginn að fá Hollywooddrama í þessum gæðaflokki í bíó. Mynd sem er ekki byggð á teiknimyndasögu, ungmennabókmenntum, framhaldsmynd, eða endurgerð. Ég veit að ég er ekki einn um það að vilja sjá meira af vönduðum gæðamyndum fyrir fullorðna. Þetta er vandamál sem skapaðist þegar Hollywood fór að setja nýjar myndir í mörg þúsund kvikmyndahús fyrstu sýningarhelgina. Áður en það gerðist lifðu kvikmyndir eða dóu út frá gæðum sínum. Ef mynd spurðist vel út þá kom fólk í bíó, annars sökk hún fljótt. Star Wars var t.a.m. aðeins gefin út í 32 kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum fyrstu sýningarhelgina árið 1977, á meðan Last Jedi var frumsýnd í 4.232. Það gefur því auga leið að myndir þarf að fyrirframselja áður en þær koma út, annars er fjárhagstapið gífurlegt. Þetta ýtti Hollywood út í að gera meira af því sem kallast high concept myndir. Myndir sem er hægt að selja í einni setningu. Það er því auglóslega erfiðara að koma núönsuðum myndum á koppinn ef þarf að vera hægt að selja þær auðveldlega í einni setningu. Ég giska á að handritshöfundar sem sýna einstaka færni í að skrifa safaríkar og margslungnar kvikmyndir séu ekki jafn mikið að velta sér upp úr því að hægt sé að selja þær í einni setningu. Því sitjum við mjög oft uppi með að þessar svokölluðu high concept myndir eru í mjög lágum gæðaflokki. Ég fagna því komu Ford v Ferrari og vona að fleiri gæðamynda sé að vænta. Það er ekki þar með sagt að þetta sé fullkomin bíómynd. Það er mjög vandasamt verk að setja saman sögu með svo mörgum þráðum og persónum og gera því fullnægjandi skil. Þessi dreifði fókus verður til þess að myndin er heldur löng, rúmlega tveir og hálfur tími. Það skapast ákveðið ójafnvægi í persónusköpun, sem snýr helst að ökuþórnum Miles. Þar sem við eyðum svo miklum tíma með honum og fáum að kynnast heimilislífi hans, vantar okkur að vita hvað drífur manninn áfram. Hversvegna er hann eins og hann er? Hversvegna hættir hann á að gera son sinn föðurlausan og konuna sína að ekkju? Hversvegna er hann svo mikill skaphundur? Hversvegna getur hann ekki verið góður liðsmaður? Við erum litlu nær um þetta þegar sagan endar. Ef þessu hefði verið sinnt betur hefði það lyft myndinni upp í að vera frábær en þess í stað lendir hún í því mjög góð flokknum. Það er að sjálfsögðu engin skömm af því en það hryggir mig samt að hún hafi ekki náð að verða allt sem hún gat orðið. Sagan étur að einhverju leyti persónurnar, það er í raun verið að fjalla um aðeins of margt til að gera algjörlega fullnægjandi kvikmynd. Það er heldur algengt þessa dagana að fjallað sé um svo margt í einni mynd að engum anga hennar er gerð fyllileg skil. Ford v Ferrari er hinsvegar mjög vel smíðuð út frá framvindu sögunnar og hvernig hún skapar samlíðan með persónum. Það skilar sér í meira en viðunandi kvikmynd sem óhætt er að mæla með. Niðurstaða Fjórar stjörnur. Það er enginn með skikkju í þessari mynd og hún er vel úr garði gerð að flestu leyti. Ég hefði þó viljað sjá aðeins betur nostrað við persónusköpun. Í heildina er þetta góð mynd fyrir fullorðið fólk, maður fúlsar ekki við því á þessum síðustu og verstu. Fjallað var um myndina í nýjasta þætti Stjörnubíós, hægt er að hlýða á það hér: Bíó og sjónvarp Menning Stjörnubíó Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Árið 1966 lét bílaframleiðandinn Ford hanna og smíða Ford GT40 kappakstursbílinn. Tilgangur verkefnisins var að sigra Ferrari í Le Mans úthaldskappakstrinum í Frakklandi en þar er keyrt í hringi í heilan sólarhring. Þetta er ekki aðeins gert til að skera úr um hver getur byggt hraðskreiðasta bílinn, heldur þann sterkasta og úthaldsmesta. Ferrari hafði á þessum tíma unnið mörg ár í röð og fór það illa í menn hjá Ford. Söguþráður kvikmyndarinnar Ford v Ferrari er í grunninn um þetta, þó kastljósinu sé að mestu leyti beint að ökuþórnum Ken Miles, sem keyrði bíl Ford í keppninni. Það er Christian Bale sem leikur Miles en Matt Damon leikur Carroll Shelby, sem hannaði bílinn og fékk Miles til liðs við sig. Þó svo að auglýsingar bendi til að Bale og Damon deili sviðsljósinu til jafns er persóna Bales aðalpersóna myndarinnar út frá helstu fræðum í handritaskrifum, þar sem myndin er þroskasaga hans. Persóna Damons er örlítið fyrirferðarminni, við kynnumst honum til að mynda ekkert utan vinnunnar. Einnig er miklum tíma eytt í John Ford II (Tracy Letts) og skósveina hans í bílaverksmiðjunni og samskipti þeirra við eiganda Ferrari. Leikararnir standa sig allir með prýði. Að öðrum ólöstuðum er Bale sá sem stendur upp úr og skapar hér enn og aftur mjög sértækan og eftirminnilegan karakter. Matt Damon er í klassískum Matt Damon gír og gerir það vel að vanda. Einnig var ég mjög hrifinn af Caitriona Balfe í hlutverki eiginkonu Miles og væri til í að sjá meira af henni í framtíðinni. Svo eru margir skemmtilegir leikarar í hlutverkum Ford jakkalakkanna. Josh Lucas er frábær sem drullusokkurinn Leo Beebe og Pulitzerverðlaunaða leikskáldið Tracy Letts fer vel með hlutverk John Ford II. Bale á góðri stundu í hlutverki Ken Miles. Ford v Ferrari er mjög haglega samsett kvikmynd, þar sem mörgum sögueindum er fléttað saman til að skapa lögulega heild. Ég er ótrúlega feginn að fá Hollywooddrama í þessum gæðaflokki í bíó. Mynd sem er ekki byggð á teiknimyndasögu, ungmennabókmenntum, framhaldsmynd, eða endurgerð. Ég veit að ég er ekki einn um það að vilja sjá meira af vönduðum gæðamyndum fyrir fullorðna. Þetta er vandamál sem skapaðist þegar Hollywood fór að setja nýjar myndir í mörg þúsund kvikmyndahús fyrstu sýningarhelgina. Áður en það gerðist lifðu kvikmyndir eða dóu út frá gæðum sínum. Ef mynd spurðist vel út þá kom fólk í bíó, annars sökk hún fljótt. Star Wars var t.a.m. aðeins gefin út í 32 kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum fyrstu sýningarhelgina árið 1977, á meðan Last Jedi var frumsýnd í 4.232. Það gefur því auga leið að myndir þarf að fyrirframselja áður en þær koma út, annars er fjárhagstapið gífurlegt. Þetta ýtti Hollywood út í að gera meira af því sem kallast high concept myndir. Myndir sem er hægt að selja í einni setningu. Það er því auglóslega erfiðara að koma núönsuðum myndum á koppinn ef þarf að vera hægt að selja þær auðveldlega í einni setningu. Ég giska á að handritshöfundar sem sýna einstaka færni í að skrifa safaríkar og margslungnar kvikmyndir séu ekki jafn mikið að velta sér upp úr því að hægt sé að selja þær í einni setningu. Því sitjum við mjög oft uppi með að þessar svokölluðu high concept myndir eru í mjög lágum gæðaflokki. Ég fagna því komu Ford v Ferrari og vona að fleiri gæðamynda sé að vænta. Það er ekki þar með sagt að þetta sé fullkomin bíómynd. Það er mjög vandasamt verk að setja saman sögu með svo mörgum þráðum og persónum og gera því fullnægjandi skil. Þessi dreifði fókus verður til þess að myndin er heldur löng, rúmlega tveir og hálfur tími. Það skapast ákveðið ójafnvægi í persónusköpun, sem snýr helst að ökuþórnum Miles. Þar sem við eyðum svo miklum tíma með honum og fáum að kynnast heimilislífi hans, vantar okkur að vita hvað drífur manninn áfram. Hversvegna er hann eins og hann er? Hversvegna hættir hann á að gera son sinn föðurlausan og konuna sína að ekkju? Hversvegna er hann svo mikill skaphundur? Hversvegna getur hann ekki verið góður liðsmaður? Við erum litlu nær um þetta þegar sagan endar. Ef þessu hefði verið sinnt betur hefði það lyft myndinni upp í að vera frábær en þess í stað lendir hún í því mjög góð flokknum. Það er að sjálfsögðu engin skömm af því en það hryggir mig samt að hún hafi ekki náð að verða allt sem hún gat orðið. Sagan étur að einhverju leyti persónurnar, það er í raun verið að fjalla um aðeins of margt til að gera algjörlega fullnægjandi kvikmynd. Það er heldur algengt þessa dagana að fjallað sé um svo margt í einni mynd að engum anga hennar er gerð fyllileg skil. Ford v Ferrari er hinsvegar mjög vel smíðuð út frá framvindu sögunnar og hvernig hún skapar samlíðan með persónum. Það skilar sér í meira en viðunandi kvikmynd sem óhætt er að mæla með. Niðurstaða Fjórar stjörnur. Það er enginn með skikkju í þessari mynd og hún er vel úr garði gerð að flestu leyti. Ég hefði þó viljað sjá aðeins betur nostrað við persónusköpun. Í heildina er þetta góð mynd fyrir fullorðið fólk, maður fúlsar ekki við því á þessum síðustu og verstu. Fjallað var um myndina í nýjasta þætti Stjörnubíós, hægt er að hlýða á það hér:
Bíó og sjónvarp Menning Stjörnubíó Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira