Gæðastund við skjaldbökubakstur Hjördís Erna Þorgeirsdóttir skrifar 30. nóvember 2019 08:00 Hanna Lind og Emil Snorri njóta þess að baka saman. ERNIR Hanna Lind Jónsdóttir býr ásamt manni og tveimur sonum í Laugarnesinu. Hanna, sem er listmeðferðarfræðingur, nýtur þess að baka með syni sínum, Emil Snorra, í aðdraganda jólanna og er jólabaksturinn nú orðinn að hefð. Já, ég er svolítið jólabarn, hljómar kannski eins og klisja en ég elska að kveikja á kertum, jólaseríum og jólamyndum og hafa um leið svolítið huggulegt heima hjá mér í desember,“ svarar Hanna Lind þegar hún er spurð hvort hún sé mikið jólabarn.Bakað af kærleikHanna hefur um árabil leitast við að gefa ástvinum gjafir sem eru bæði gagnlegar og umhverfisvænar. „Ég byrjaði að gefa vinum og vandamönnum eitthvað ætt í jólagjöf þegar ég flutti heim frá Bandaríkjunum. Var að reyna að sporna við svona neyslupælingum og gefa fólki eitthvað sem hverfur (ofan í munninn á þeim) en ekki upp í hillu eða skáp.“ Með móðurhlutverkinu eignaðist Hanna svo samstarfsfélaga og eiga þau mæðgin núna gæðastundir saman við baksturinn. „Svo eignast ég Emil og hann er þessi mikli áhugamaður um allt sem gerist í eldhúsinu svo það gerðist bara náttúrulega að hann væri síðan með mér í þessu þegar hann fór að hafa vit til.“ Hanna og Emil bjuggu til girnilegar smákökur sem þau kalla einfaldlega „skjaldbökur“. Uppskriftin hefur fylgt Hönnu á milli heimsálfa en hefur þó undanfarið tekið smávægilegum breytingum. „Uppskriftinni kynntist ég þegar ég bjó úti í New York en þar er bakkelsi svo rosalega djúsí, það er ekkert hálfkák þegar kemur að sykri og smjöri. En ég hef síðan aðeins breytt henni til að friða samviskubitið, nota pálmasykur og spelt og eitthvað í staðinn.“ Hanna ráðleggur fólki að slaka á og reyna að njóta sín við jólabaksturinn. „Mín helstu ráð þegar kemur að jólabakstri er að gera þetta í rólegheitunum með góða tónlist á og eitthvað gott að drekka, þannig að þetta sé skemmtilegt en ekki stressandi.“Skjaldbökurnar eru mikið lostæti og tilvalið að baka þær fyrir jólin ásamt börnunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRSmákökuskjaldbökur Hönnu og Emils1 bolli fínmalað spelt 1/3 bolli kakóduft ¼ tsk. salt 120 g smjör 2/3 bolli pálmasykur 1 stórt egg 2 msk. hafrarjómi (eða kúamjólk) 1 tsk. vanilludropar 1 bolli pekanhneturKaramellan12-14 rjómatöggur (fer eftir því hve mikla karamellu fólk vill á kökurnar) og ½ tsk. vatn. Aðferð Þeytið saman sykur og smjör þar til það er létt og leikandi, þegar það er klárt setjið eggjarauðuna, hafrarjómann (eða mjólkina) og vanilludropana saman við líka. Blandið svo saman hveiti, kakói og salti í aðra skál og bætið við smjörblönduna hægt og rólega þar til deigið er orðið þétt. Kælið deigið í 1-2 tíma í ísskáp (kælingin er mikilvæg svo auðveldara sé að móta kökurnar og gerir þær líka seigari). Þeytið svo eggjahvítuna þar til hún freyðir aðeins, setjið smátt saxaðar pekanhneturnar í grunna skál, takið deigið út og rúllið í litlar kúlur notið svo kúptu hliðina á minnstu mæliskeiðinni til að gera dæld í kúluna, dýfið þeim svo fyrst í eggjahvítuna og svo pekanhneturnar áður en þið raðið þeim á smurða plötu eða smjörpappír. Kökurnar bakast á 175 gráðum í 10-12 mínútur. Varist ofbakstur þar sem þær harðna líka þegar þær kólna. Bræðið karamellurnar með vatninu við mjög lágan hita á meðan kökurnar bakast og þegar þær hafa aðeins kólnað fyllið þá miðjuna á kökunum með karamellubráðinni. Að lokum má skvetta hvítu og dökku súkkulaði ásamt sjávarsalti yfir allt saman til að gera þær enn þá fallegri og gómsætari. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Brekkur til að renna sér í Jólin Borða með góðri samvisku Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Gómsætir bitar í jólapakkann Jól Svona gerirðu graflax Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Gítargripin við Bjart er yfir Betlehem Jólin Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól
Hanna Lind Jónsdóttir býr ásamt manni og tveimur sonum í Laugarnesinu. Hanna, sem er listmeðferðarfræðingur, nýtur þess að baka með syni sínum, Emil Snorra, í aðdraganda jólanna og er jólabaksturinn nú orðinn að hefð. Já, ég er svolítið jólabarn, hljómar kannski eins og klisja en ég elska að kveikja á kertum, jólaseríum og jólamyndum og hafa um leið svolítið huggulegt heima hjá mér í desember,“ svarar Hanna Lind þegar hún er spurð hvort hún sé mikið jólabarn.Bakað af kærleikHanna hefur um árabil leitast við að gefa ástvinum gjafir sem eru bæði gagnlegar og umhverfisvænar. „Ég byrjaði að gefa vinum og vandamönnum eitthvað ætt í jólagjöf þegar ég flutti heim frá Bandaríkjunum. Var að reyna að sporna við svona neyslupælingum og gefa fólki eitthvað sem hverfur (ofan í munninn á þeim) en ekki upp í hillu eða skáp.“ Með móðurhlutverkinu eignaðist Hanna svo samstarfsfélaga og eiga þau mæðgin núna gæðastundir saman við baksturinn. „Svo eignast ég Emil og hann er þessi mikli áhugamaður um allt sem gerist í eldhúsinu svo það gerðist bara náttúrulega að hann væri síðan með mér í þessu þegar hann fór að hafa vit til.“ Hanna og Emil bjuggu til girnilegar smákökur sem þau kalla einfaldlega „skjaldbökur“. Uppskriftin hefur fylgt Hönnu á milli heimsálfa en hefur þó undanfarið tekið smávægilegum breytingum. „Uppskriftinni kynntist ég þegar ég bjó úti í New York en þar er bakkelsi svo rosalega djúsí, það er ekkert hálfkák þegar kemur að sykri og smjöri. En ég hef síðan aðeins breytt henni til að friða samviskubitið, nota pálmasykur og spelt og eitthvað í staðinn.“ Hanna ráðleggur fólki að slaka á og reyna að njóta sín við jólabaksturinn. „Mín helstu ráð þegar kemur að jólabakstri er að gera þetta í rólegheitunum með góða tónlist á og eitthvað gott að drekka, þannig að þetta sé skemmtilegt en ekki stressandi.“Skjaldbökurnar eru mikið lostæti og tilvalið að baka þær fyrir jólin ásamt börnunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRSmákökuskjaldbökur Hönnu og Emils1 bolli fínmalað spelt 1/3 bolli kakóduft ¼ tsk. salt 120 g smjör 2/3 bolli pálmasykur 1 stórt egg 2 msk. hafrarjómi (eða kúamjólk) 1 tsk. vanilludropar 1 bolli pekanhneturKaramellan12-14 rjómatöggur (fer eftir því hve mikla karamellu fólk vill á kökurnar) og ½ tsk. vatn. Aðferð Þeytið saman sykur og smjör þar til það er létt og leikandi, þegar það er klárt setjið eggjarauðuna, hafrarjómann (eða mjólkina) og vanilludropana saman við líka. Blandið svo saman hveiti, kakói og salti í aðra skál og bætið við smjörblönduna hægt og rólega þar til deigið er orðið þétt. Kælið deigið í 1-2 tíma í ísskáp (kælingin er mikilvæg svo auðveldara sé að móta kökurnar og gerir þær líka seigari). Þeytið svo eggjahvítuna þar til hún freyðir aðeins, setjið smátt saxaðar pekanhneturnar í grunna skál, takið deigið út og rúllið í litlar kúlur notið svo kúptu hliðina á minnstu mæliskeiðinni til að gera dæld í kúluna, dýfið þeim svo fyrst í eggjahvítuna og svo pekanhneturnar áður en þið raðið þeim á smurða plötu eða smjörpappír. Kökurnar bakast á 175 gráðum í 10-12 mínútur. Varist ofbakstur þar sem þær harðna líka þegar þær kólna. Bræðið karamellurnar með vatninu við mjög lágan hita á meðan kökurnar bakast og þegar þær hafa aðeins kólnað fyllið þá miðjuna á kökunum með karamellubráðinni. Að lokum má skvetta hvítu og dökku súkkulaði ásamt sjávarsalti yfir allt saman til að gera þær enn þá fallegri og gómsætari.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Brekkur til að renna sér í Jólin Borða með góðri samvisku Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Gómsætir bitar í jólapakkann Jól Svona gerirðu graflax Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Gítargripin við Bjart er yfir Betlehem Jólin Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól