Erlent

Trump boðið að mæta fyrir nefndina eftir viku

Atli Ísleifsson skrifar
Ekki er talið líklegt að Donald Trump þekkist boðið.
Ekki er talið líklegt að Donald Trump þekkist boðið. Getty
Formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur nú boðið Donald Trump forseta að mæta fyrir nefndina þann 4. desember næstkomandi.

Formaðurinn, demókratinn Jerrold Nadler, segir að með því að mæta fyrir nefndina geti Trump mætt og sagt sína skoðun, annars ætti hann að hætta að kvarta yfir framgangi málsins, en þingmenn ræða nú hvort ákæra eigi forsetann fyrir brot í starfi.

Trump hefur verið harðlega gagnrýninn á málavafstrið og talar ítrekað um nornaveiðar í sinn garð.

Ekki er talið mjög líklegt að Trump þekkist boðið en hann gæti þó sent lögmenn í sinn stað sem tali þá hans máli og geta spurt vitni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×