Neytendur vilja láta gott af sér leiða en fá ekki næg tækifæri til þess Jan Erik Saugestad skrifar 27. nóvember 2019 14:30 Áhugi almennings á sjálfbærni hefur farið ört vaxandi á síðastliðnum árum og er farinn að geta af sér breytingar í neysluhegðun um alla Evrópu. Tvær skýrslur, annars vegar skýrsla um loftslagsbreytingar og land frá milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar (Intergovernmental Panel on Climate Change, IPCC) og hins vegar nýleg skýrsla undir heitinu Tískan vegin (Measuring Fashion), sem leggur áherslu á losun gróðurhúsalofttegunda í tískuiðnaðinum, hafa varpað ljósi á hlutverk matvæla, fatnaðar og neyslu í viðbrögðum almennings við loftslagsbreytingum. Neytendur vilja láta gott af sér leiða. Í síbreytilegu landslagi umhverfisvænnar neyslustefnu fer almenningur oft á mis við tækifæri til að beita öflugu vopni, lífeyristekjum sínum og sparnaði, til stuðnings málstaðnum. Samkvæmt tölum frá Fjármálaeftirlitinu (FME) hefur íslenskum lífeyrissjóðum og séreignasparnaðarleiðum vaxið fiskur um hrygg á síðastliðnum árum. Erlendar fjárfestingar þeirra námu 8,7 milljörðum evra í lok 2018. Það ár voru erlendar eignir lífeyrissjóðanna 28% af heildareignum þeirra en markmiðið er að auka hlutfall erlendra eigna í 31% af heildareignum á árinu 2019. Samhliða vexti erlendra fjárfestinga standa Íslendingar frammi fyrir vali. Íslenskir launþegar sem eru skuldbundnir til að greiða hluta launa sinna í lífeyrissjóð ættu að fá tækifæri til að setja iðgjöld sín í sjóði sem leggja áherslu á sjálfbærni. Eftir því að neytendur haga neysluvenjum sínum til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda munu þeir í auknum mæli krefjast ábyrgra sparnaðarleiða. Umbreyting yfir í sjálfbært og kolefnislítið hagkerfi er eins konar ferðalag og brýnt er að halda af stað á þeirri vegferð. Ríki, borgir og sveitarfélög eru farin að biðja um nýjar lausnir enda gerir fólk sér grein fyrir því að sá sem vill koma af stað breytingum á sínu ábyrgðarsviði, í framleiðsluiðnaði, byggingariðnaði, bílastæðamálum o.s.frv., má ekki líta framhjá hlutverki fjármagns í því ferli. Þótt sjálfbær fjárfesting hafi lengi verið úr alfaraleið í Evrópu, svokallaður syllumarkaður, sýnir nýjasta skýrsla Eurosif að hún er það ekki lengur. Þótt fagfjárfestar séu enn stærsti hópur fjárfesta í sjálfbærnimiðuðum lausnum hefur fjárfesting einkaaðila vaxið gríðarlega – úr 3,4% árið 2013 í 30,7% nú, sem er níföld aukning. Sem stendur vaxa sjálfbærar fjármálaafurðir í Evrópu helmingi hraðar en hefðbundnar fjármálaafurðir og auk þess er arðsemi margra hinna sjálfbæru þegar orðin meiri en þeirra hefðbundu. Það er deginum ljósara að gamla kreddan um að við verðum að velja milli hagvaxtar og sjálfbærni er fölsk. Við stöndum einmitt frammi fyrir straumhvörfum í þessu samhengi. Áframhaldandi vöxtur í erlendum eignum Íslendinga felur í sér gríðarleg tækifæri en kallar jafnframt á ákvarðanir varðandi áhrif íslenskra lífeyrissjóða og sparnaðar á umhverfið. Íslendingar verða að krefjast þess að bankar og rekstrarfélög fjárfestinga láti gott af sér leiða og skili hagnaði á sama tíma. Það er gríðarlega mikilvægt að loftslagsmál og sjálfbærni verði samofin allri ákvarðanatöku í fjármálum og verði viðurkennd sem kjarnalögmál. Íslenskir launþegar sem eru skuldbundnir til að greiða hluta launa sinna í lífeyrissjóð ættu að fá tækifæri til að setja iðgjöld sín í sjóði sem leggja áherslu á sjálfbærni. Þetta á ekki síður við um þá sem greiða í séreignasparnað og hafa nú þegar frjálst val að töluverðu leyti. Líklegt er að þessir fjárfestar muni taka sjálfbærum valkostum fagnandi. Það segir sig sjálft að neytendur og sparifjáreigendur þurfa ekki einungis góðar lífeyristekjur: þeir þurfa fallegt og heilsusamlegt umhverfi á eftirlaunaárum. Eins og Mark Carney, bankastjóri Englandsbanka, sagði á leiðtogafundi í Tókýó: „Eigi loftslagsáhættuþættir og viðnámsþróttur að færast að miðju fjármálaákvarðanatökuferlis þarf þrennt að vera til staðar: heildstæð upplýsingagjöf um loftslagsmál, gerbreytt loftslagsáhættustýring og megináhersla á fjárfestingu til stuðnings tveggja gráðu markmiðinu.“ Höfundur er framkvæmdastjóri eignastýringar Storebrand. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Áhugi almennings á sjálfbærni hefur farið ört vaxandi á síðastliðnum árum og er farinn að geta af sér breytingar í neysluhegðun um alla Evrópu. Tvær skýrslur, annars vegar skýrsla um loftslagsbreytingar og land frá milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar (Intergovernmental Panel on Climate Change, IPCC) og hins vegar nýleg skýrsla undir heitinu Tískan vegin (Measuring Fashion), sem leggur áherslu á losun gróðurhúsalofttegunda í tískuiðnaðinum, hafa varpað ljósi á hlutverk matvæla, fatnaðar og neyslu í viðbrögðum almennings við loftslagsbreytingum. Neytendur vilja láta gott af sér leiða. Í síbreytilegu landslagi umhverfisvænnar neyslustefnu fer almenningur oft á mis við tækifæri til að beita öflugu vopni, lífeyristekjum sínum og sparnaði, til stuðnings málstaðnum. Samkvæmt tölum frá Fjármálaeftirlitinu (FME) hefur íslenskum lífeyrissjóðum og séreignasparnaðarleiðum vaxið fiskur um hrygg á síðastliðnum árum. Erlendar fjárfestingar þeirra námu 8,7 milljörðum evra í lok 2018. Það ár voru erlendar eignir lífeyrissjóðanna 28% af heildareignum þeirra en markmiðið er að auka hlutfall erlendra eigna í 31% af heildareignum á árinu 2019. Samhliða vexti erlendra fjárfestinga standa Íslendingar frammi fyrir vali. Íslenskir launþegar sem eru skuldbundnir til að greiða hluta launa sinna í lífeyrissjóð ættu að fá tækifæri til að setja iðgjöld sín í sjóði sem leggja áherslu á sjálfbærni. Eftir því að neytendur haga neysluvenjum sínum til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda munu þeir í auknum mæli krefjast ábyrgra sparnaðarleiða. Umbreyting yfir í sjálfbært og kolefnislítið hagkerfi er eins konar ferðalag og brýnt er að halda af stað á þeirri vegferð. Ríki, borgir og sveitarfélög eru farin að biðja um nýjar lausnir enda gerir fólk sér grein fyrir því að sá sem vill koma af stað breytingum á sínu ábyrgðarsviði, í framleiðsluiðnaði, byggingariðnaði, bílastæðamálum o.s.frv., má ekki líta framhjá hlutverki fjármagns í því ferli. Þótt sjálfbær fjárfesting hafi lengi verið úr alfaraleið í Evrópu, svokallaður syllumarkaður, sýnir nýjasta skýrsla Eurosif að hún er það ekki lengur. Þótt fagfjárfestar séu enn stærsti hópur fjárfesta í sjálfbærnimiðuðum lausnum hefur fjárfesting einkaaðila vaxið gríðarlega – úr 3,4% árið 2013 í 30,7% nú, sem er níföld aukning. Sem stendur vaxa sjálfbærar fjármálaafurðir í Evrópu helmingi hraðar en hefðbundnar fjármálaafurðir og auk þess er arðsemi margra hinna sjálfbæru þegar orðin meiri en þeirra hefðbundu. Það er deginum ljósara að gamla kreddan um að við verðum að velja milli hagvaxtar og sjálfbærni er fölsk. Við stöndum einmitt frammi fyrir straumhvörfum í þessu samhengi. Áframhaldandi vöxtur í erlendum eignum Íslendinga felur í sér gríðarleg tækifæri en kallar jafnframt á ákvarðanir varðandi áhrif íslenskra lífeyrissjóða og sparnaðar á umhverfið. Íslendingar verða að krefjast þess að bankar og rekstrarfélög fjárfestinga láti gott af sér leiða og skili hagnaði á sama tíma. Það er gríðarlega mikilvægt að loftslagsmál og sjálfbærni verði samofin allri ákvarðanatöku í fjármálum og verði viðurkennd sem kjarnalögmál. Íslenskir launþegar sem eru skuldbundnir til að greiða hluta launa sinna í lífeyrissjóð ættu að fá tækifæri til að setja iðgjöld sín í sjóði sem leggja áherslu á sjálfbærni. Þetta á ekki síður við um þá sem greiða í séreignasparnað og hafa nú þegar frjálst val að töluverðu leyti. Líklegt er að þessir fjárfestar muni taka sjálfbærum valkostum fagnandi. Það segir sig sjálft að neytendur og sparifjáreigendur þurfa ekki einungis góðar lífeyristekjur: þeir þurfa fallegt og heilsusamlegt umhverfi á eftirlaunaárum. Eins og Mark Carney, bankastjóri Englandsbanka, sagði á leiðtogafundi í Tókýó: „Eigi loftslagsáhættuþættir og viðnámsþróttur að færast að miðju fjármálaákvarðanatökuferlis þarf þrennt að vera til staðar: heildstæð upplýsingagjöf um loftslagsmál, gerbreytt loftslagsáhættustýring og megináhersla á fjárfestingu til stuðnings tveggja gráðu markmiðinu.“ Höfundur er framkvæmdastjóri eignastýringar Storebrand.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun