Lífið

Glæpasagnakóngurinn Arnaldur situr sem fastast á toppnum

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar
Arnaldur er á toppnum eins og venjulega.
Arnaldur er á toppnum eins og venjulega. Fréttablaðið/Valgarður
Félag íslenskra bókaútgefenda hefur birt sölulista íslenskra bóka fyrir tímabilið 1.-24. nóvember. Ekki kemur á óvart að Arnaldur Indriðason situr þar í fyrsta sæti með Tregastein. Andri Snær Magnason má vel við una en hann er í öðru sæti með hina rómuðu bók sína Um tímann og vatnið. Glæpasagnadrottningin Yrsa Sigurðardóttir er í þriðja sæti með Þögn. Þinn eigin tölvuleikur eftir Ævar Þór Benediktsson er í því fjórða og Leikskólalögin okkar í því fimmta.

Arnaldur er sömuleiðis í toppsætinu á netsölulista Eymundsson fjórðu vikuna í röð. Í öðru sæti er ný bók um Orra óstöðvandi eftir Bjarna Fritzson og í því þriðja er Innflytjandinn eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Þar á eftir koma Þögn eftir Yrsu Sigurðardóttur og Um tímann og vatnið eftir Andra Snæ Magnason.

Bókmenntaunnendur bíða svo spenntir eftir tilnefningum til Íslensku bókmenntaverðlaunanna sem kynntar verða um helgina. Eftir helgina verður síðan tilkynnt um tilnefningar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.