Sportpakkinn: 800 mörk hjá Messi og Suarez fyrir Barcelona en tvö mörk voru tekin af Lukaku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2019 18:00 Luis Suarez og Lionel Messi fagna marki í leik Barcelona í gær. Getty/David Ramos Arnar Björnsson fór yfir leiki gærkvöldsins í Meistaradeildinni í fótbolta en þar náðu þeir Lionel Messi og Luis Suarez merkilegum tímamótum saman. Barcelona tryggði sér sigur í F-riðli meistaradeildarinnar með 3-1 sigri á Dortmund. Lionel Messi skoraði eitt markanna og lagði upp hin tvö fyrir Luis Suarez og Antoine Griezeman. Þeir Messi og Suarez eru búnar að skora 800 mörk fyrir Katalóníuliðið, Messi 613 og Suarez 187. Barcelona vann því riðilinn sinn þrettánda árið í röð. Inter og Borussia Dortmund berjast um annað sætið, liðin eru jöfn að stigum fyrir lokaumferðina en Inter stendur betur í innbyrðis viðureignum liðanna. Romelu Lukaku lagði upp fyrsta markið gegn Slavia Prag, Argentínumaðurinn Lautaro Martinez skoraði. Þeir félagar fögnuðu marki á 35. mínútu, Romelu Lukaku skoraði. En markið var dæmt af og í staðinn var vítaspyrna dæmd hinum megin. Í stað þess að Inter væri 2-0 yfir þá jafnaði Tomas Soucek. 10 mínútum fyrir leikslok skoraði Lukaku 1. meistaradeildarmark sitt fyrir Inter. Varnarmaðurinn Michal Frydrych rann á vellinum og Belginn lék á Ondrej Kolar í markinu. Antonio Conte knattspyrnustjóri Inter fagnaði innilega á hliðarlínunni. Skömmu síðar átti Lukaku glæsilega sendingu á Lautaro Martinez sem skoraði fimmta mark sitt í Meistaradeildinni í vetur. Undarlegt atvik varð í uppbótartíma. Inter vann boltann og brunaði í sókn. Lukaku átti greiða leið að marki og skoraði framhjá Kolar í markinu. Lukaku fagnaði en 100 sekúndum síðar var markið dæmt af vegna brots á vallarhelmingi Inter. Í annað sinn í leiknum tóku myndbandsdómarar mark af Lukaku. Það kom ekki að sök því Inter vann 3-1. Í síðustu umferðinni 10. desember mætast Barcelona og Inter og Borussia Dortmund fær Tékkana í Slavia Prag í heimsókn. Það má sjá alla frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: 800 mörk hjá Messi og Suarez fyrir Barcelona Meistaradeild Evrópu Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira
Arnar Björnsson fór yfir leiki gærkvöldsins í Meistaradeildinni í fótbolta en þar náðu þeir Lionel Messi og Luis Suarez merkilegum tímamótum saman. Barcelona tryggði sér sigur í F-riðli meistaradeildarinnar með 3-1 sigri á Dortmund. Lionel Messi skoraði eitt markanna og lagði upp hin tvö fyrir Luis Suarez og Antoine Griezeman. Þeir Messi og Suarez eru búnar að skora 800 mörk fyrir Katalóníuliðið, Messi 613 og Suarez 187. Barcelona vann því riðilinn sinn þrettánda árið í röð. Inter og Borussia Dortmund berjast um annað sætið, liðin eru jöfn að stigum fyrir lokaumferðina en Inter stendur betur í innbyrðis viðureignum liðanna. Romelu Lukaku lagði upp fyrsta markið gegn Slavia Prag, Argentínumaðurinn Lautaro Martinez skoraði. Þeir félagar fögnuðu marki á 35. mínútu, Romelu Lukaku skoraði. En markið var dæmt af og í staðinn var vítaspyrna dæmd hinum megin. Í stað þess að Inter væri 2-0 yfir þá jafnaði Tomas Soucek. 10 mínútum fyrir leikslok skoraði Lukaku 1. meistaradeildarmark sitt fyrir Inter. Varnarmaðurinn Michal Frydrych rann á vellinum og Belginn lék á Ondrej Kolar í markinu. Antonio Conte knattspyrnustjóri Inter fagnaði innilega á hliðarlínunni. Skömmu síðar átti Lukaku glæsilega sendingu á Lautaro Martinez sem skoraði fimmta mark sitt í Meistaradeildinni í vetur. Undarlegt atvik varð í uppbótartíma. Inter vann boltann og brunaði í sókn. Lukaku átti greiða leið að marki og skoraði framhjá Kolar í markinu. Lukaku fagnaði en 100 sekúndum síðar var markið dæmt af vegna brots á vallarhelmingi Inter. Í annað sinn í leiknum tóku myndbandsdómarar mark af Lukaku. Það kom ekki að sök því Inter vann 3-1. Í síðustu umferðinni 10. desember mætast Barcelona og Inter og Borussia Dortmund fær Tékkana í Slavia Prag í heimsókn. Það má sjá alla frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: 800 mörk hjá Messi og Suarez fyrir Barcelona
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira