Shelvey gerði meisturunum grikk Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. nóvember 2019 14:15 Shelvey fagnar jöfnunarmarki sínu. vísir/getty Jonjo Shelvey tryggði Newcastle United stig gegn Englandsmeisturum Manchester City á St. James Park í dag. Lokatölur 2-2. Þegar tvær mínútur voru til leiksloka skoraði Shelvey með góðu skoti fyrir utan vítateig. Sex mínútum áður hafði Kevin De Bruyne komið City í 2-1 með stórkostlegu skoti á lofti í slá og inn. City er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 29 stig, átta stigum á eftir toppliði Liverpool. Newcastle er aftur á móti í 12. sæti deildarinnar með 16 stig, sex stigum frá fallsæti. Raheem Sterling kom City yfir á 22. mínútu þegar hann skoraði með skoti í fjærhornið eftir sendingu frá David Silva. Aðeins þremur mínútum jafnaði Hollendingurinn Jetro Willems fyrir Newcastle. De Bruyne kom City aftur yfir á 82. mínútu en Shelvey átti síðasta orðið. Enski boltinn
Jonjo Shelvey tryggði Newcastle United stig gegn Englandsmeisturum Manchester City á St. James Park í dag. Lokatölur 2-2. Þegar tvær mínútur voru til leiksloka skoraði Shelvey með góðu skoti fyrir utan vítateig. Sex mínútum áður hafði Kevin De Bruyne komið City í 2-1 með stórkostlegu skoti á lofti í slá og inn. City er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 29 stig, átta stigum á eftir toppliði Liverpool. Newcastle er aftur á móti í 12. sæti deildarinnar með 16 stig, sex stigum frá fallsæti. Raheem Sterling kom City yfir á 22. mínútu þegar hann skoraði með skoti í fjærhornið eftir sendingu frá David Silva. Aðeins þremur mínútum jafnaði Hollendingurinn Jetro Willems fyrir Newcastle. De Bruyne kom City aftur yfir á 82. mínútu en Shelvey átti síðasta orðið.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti