Langþráður sigur West Ham kom á Brúnni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. nóvember 2019 17:00 vísir/getty West Ham náði loksins í sigur í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið vann Chelsea í dag. West Ham hafði ekki unnið í sjö leikjum í röð þegar liðið mætti á Stamford Bridge. Eina mark leiksins í dag skoraði Aaron Cresswell strax í upphafi seinni hálfeiks. Chelsea hafði átt nóg af færum en ekki náð að nýta sér þau. West Ham fór með 1-0 sigur sem sá liðið hoppa upp í 13. sæti deildarinnar. Chelsea hefur nú tapað tveimur deildarleikjum í röð. Crystal Palace náði sér líka í langþráðan sigur þegar liðið sótti Burnley heim. Wilfried Zaha kom gestunum frá Lundúnum yfir í uppbótartíma fyrri hálfeiks og Jeffrey Schlupp skoraði annað mark Palace í seinni hálfleik. Burnley náði ekki að svara og lauk leiknum með 2-0 sigri. Palace jafnaði þar með Burnley að stigum, en liðin eru í 8. og 10. sæti deildarinnar. Enski boltinn
West Ham náði loksins í sigur í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið vann Chelsea í dag. West Ham hafði ekki unnið í sjö leikjum í röð þegar liðið mætti á Stamford Bridge. Eina mark leiksins í dag skoraði Aaron Cresswell strax í upphafi seinni hálfeiks. Chelsea hafði átt nóg af færum en ekki náð að nýta sér þau. West Ham fór með 1-0 sigur sem sá liðið hoppa upp í 13. sæti deildarinnar. Chelsea hefur nú tapað tveimur deildarleikjum í röð. Crystal Palace náði sér líka í langþráðan sigur þegar liðið sótti Burnley heim. Wilfried Zaha kom gestunum frá Lundúnum yfir í uppbótartíma fyrri hálfeiks og Jeffrey Schlupp skoraði annað mark Palace í seinni hálfleik. Burnley náði ekki að svara og lauk leiknum með 2-0 sigri. Palace jafnaði þar með Burnley að stigum, en liðin eru í 8. og 10. sæti deildarinnar.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti