Jafnt í fyrsta leiknum undir stjórn Ljungberg Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. desember 2019 15:45 Aubameyang skoraði bæði mörk Arsenal. vísir/getty Arsenal gerði 2-2 jafntefli við nýliða Norwich City í fyrsta leiknum undir stjórn Freddies Ljungberg. Svíinn tók við Arsenal eftir að Unai Emery var rekinn. Pierre-Emerick Aubameyang skoraði bæði mörk Arsenal sem hefur ekki unnið í átta leikjum í röð. Teemu Pukki kom Norwich yfir á 21. mínútu með sínu fyrsta marki í átta deildarleikjum. Átta mínútum síðar jafnaði Aubameyang fyrir Arsenal með marki úr vítaspyrnu. Tim Krul varði reyndar fyrst frá Aubameyang en endurtaka þurfti spyrnuna því leikmaður Norwich var kominn inn í vítateig. Aubameyang skoraði svo úr seinni spyrnunni. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik kom Todd Cantwell Norwich aftur yfir með góðu skoti. Aubameyang jafnaði í 2-2 eftir hornspyrnu á 57. mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki. Arsenal er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 19 stig. Norwich er í nítjánda og næstneðsta sætinu með ellefu stig. Enski boltinn
Arsenal gerði 2-2 jafntefli við nýliða Norwich City í fyrsta leiknum undir stjórn Freddies Ljungberg. Svíinn tók við Arsenal eftir að Unai Emery var rekinn. Pierre-Emerick Aubameyang skoraði bæði mörk Arsenal sem hefur ekki unnið í átta leikjum í röð. Teemu Pukki kom Norwich yfir á 21. mínútu með sínu fyrsta marki í átta deildarleikjum. Átta mínútum síðar jafnaði Aubameyang fyrir Arsenal með marki úr vítaspyrnu. Tim Krul varði reyndar fyrst frá Aubameyang en endurtaka þurfti spyrnuna því leikmaður Norwich var kominn inn í vítateig. Aubameyang skoraði svo úr seinni spyrnunni. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik kom Todd Cantwell Norwich aftur yfir með góðu skoti. Aubameyang jafnaði í 2-2 eftir hornspyrnu á 57. mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki. Arsenal er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 19 stig. Norwich er í nítjánda og næstneðsta sætinu með ellefu stig.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti