Þetta er aldrei í lagi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 30. nóvember 2019 09:00 Hann sneri út úr öllum samskiptum við okkur fjölskylduna og atti stjórninni gegn okkur,“ segir Emilía. Það sé miður að stjórnendur félagsins og fleiri hafi trúað honum. Fréttablaðið/Sigtryggur „Skautahöllin á Akureyri var eins og mitt annað heimili frá því ég var lítil stúlka, að skauta var það sem líf mitt snerist um,“ segir Emilía Rós Ómarsdóttir. Emilía er fædd og uppalin á Akureyri en býr nú í Reykjavík og starfar sem skautaþjálfari og stundar nám í lífefna- og sameindalíffræði við Háskóla Íslands. Hún flutti til Reykjavíkur á síðasta ári eftir að hafa reynt að sporna við kynferðislegri áreitni þjálfara síns hjá Skautafélagi Akureyrar og finnst erfitt að heimsækja heimabæ sinn. Hún fékk ekki stuðning frá skautafélaginu sem sendi frá sér yfirlýsingu sem er birt hér með viðtali við Emilíu. Í yfirlýsingunni er lýst yfir stuðningi við þjálfarann.Mikil harka í skautaheiminum „Það er mikil harka í skautaheiminum, óhefðbundnar og harkalegar þjálfunaraðferðir hafa viðgengist við þjálfun barna og ungmenna. Ekki bara hér á Íslandi, heldur alls staðar í heiminum,“ segir Emilía. „Kannski er það þess vegna sem áreitnin var ekki tekin alvarlega, en ég veit að þetta var rangt og ég vil segja frá því sem gerðist. Ég og fjölskylda mín getum ekki lengur borið þetta ein, þetta hefur verið ofsalega erfitt. Fólk þarf að vita allan sannleikann en því miður hafa öll viðbrögð félagsins verið á þá leið að það sem gerðist sé einhvern veginn mér að kenna. Það sé ég sem sé svo erfið, geðveik eða með hegðunarvandamál. Um tíma trúði ég því jafnvel að ég hefði átt þetta skilið. Ég hef hins vegar verið í sálfræðimeðferð vegna áfallastreitu og vanlíðunar og þar hef ég fengið stuðning og styrk til að segja frá. Því að það sem gerðist. Það gerðist, það er ekki hægt að draga það í efa,“ segir Emilía og fer ítarlega yfir samskipti þjálfarans við sig. „Hann er búlgarskur en kom hingað frá Hollandi og kom fyrst sem gestaþjálfari í lok árs 2016. Hann kom vel fyrir og var hress og jákvæður. Það hafði verið erfitt andrúmsloft í Skautafélagi Akureyrar um tíma og því tóku honum allir fagnandi í fyrstu. Ég var meidd á þessum tíma og skautaði lítið, fylgdist með og reyndi að jafna mig. Sumarið 2017 voru æfingabúðir í Svíþjóð. Mamma var að fara með tveimur yngri systrum mínum sem voru líka að skauta hjá félaginu og ég ákvað að fara með þótt það væru litlar líkur á því að ég gæti tekið fullan þátt. Ég tók að mér að aðstoða í æfingabúðunum. Það var þá sem hann byrjaði óviðeigandi samskipti við mig. Þetta byrjaði á saklausan hátt, hann sendi mér skilaboð á Facebook og byrjaði oft spjallið á því að tala um æfingaprógrammið en svo færði hann sig yfir í að bjóða mér út. Hann byrjaði að hringja í mig líka og fljótlega vatt þetta upp á sig og hann fór að senda mér skilaboð á öllum tíma sólarhringsins. Mér fannst óþægilegt hvernig hann talaði við mig og athugasemdir um líkama minn og fegurð vöktu með mér ótta og óþægindatilfinningu.“Vildi fara á afvikinn stað Þegar heim var komið hélt áreitnin áfram. Hann bauð henni í bíó og í göngutúra. Vildi fá hana í heimsóknir heim til sín og lagði til að þau færu út að borða á afviknum stað fyrir utan bæjarmörkin þar sem þau gætu fengið frið. Hann gaf henni konfekt í hjartalaga öskju, skartgripi, ilmvatn og fleiri gjafir í hennar óþökk og Emilía leitaði til foreldra sinna eftir aðstoð. „Við vissum ekki hvað við áttum að gera. Fjölskylda mín hafði hingað til reynst honum vel. Aðstoðað hann við að laga sig að lífi í nýju landi. Lánuðu honum hjól og hjálpuðu honum að kaupa nýjan bíl. Þegar hann fór svona yfir strikið gagnvart mér fylltust þau vanlíðan og reyndu að tala við hann. Þegar hann bauð mér í bíó þá fannst mér erfitt að segja nei og því komu mamma og systir mín með til að verja mig. Ég vildi ekki fara neitt með honum og ég vissi að ég væri í ömurlegri stöðu.Emilía Rós Ómarsdóttir, tvítug skautastúlka.Ég veit ekki hvort annað fólk áttar sig á því að þegar þú ert iðkandi í skautafélagi er þetta hrikaleg staða að vera í. Ég vissi að þetta myndi enda illa. Mamma spurði hann hvort hann vildi ekki frekar reyna að kynnast fólki á hans aldri. Hann var 31 árs og ég sautján ára að verða átján. En hann lét ekki segjast fyrr en að þremur mánuðum liðnum. Þá hafði ég neitað honum mjög oft og foreldrar mínir voru búnir að tala nokkrum sinnum við hann um að virða mörk mín. Þegar ég hafði með mjög ákveðnum hætti sagt honum að ég vildi ekki vera í sambandi með honum eða að hann væri að gefa mér gjafir og senda mér skilaboð, þá loksins hætti hann. En þá snerist hann gegn mér og hefndi sín. Ég vissi í raun alltaf að það myndi gerast,“ segir Emilía.Snerist gegn henni „Ég var byrjuð að skauta aftur eftir langvarandi meiðsli og stefndi á að keppa á móti í Ríga í Lettlandi í byrjun nóvember. Framkoma hans var skelfileg. Hann sagði mér að ég væri vonlaus, það væri ömurlega leiðinlegt fyrir hann að horfa upp á hvað ég væri léleg. Hann hefði engan áhuga á því að þjálfa mig eða hafa nokkuð með mig að gera. Ég reyndi bara að forðast hann eins og ég gat. Ég gætti þess að hann næði ekki augnsambandi við mig og reyndi bara að hafa öll samskipti í lágmarki, bara það allra nauðsynlegasta. Þetta var virkilega óþægilegt en ég var ákveðin í að mig langaði til þess að reyna að keppa. Þetta yrði fyrsta keppnin mín í hálft ár og það skipti mig máli að reyna að komast í gegnum þetta allt saman.“ Emilía fór í keppnisferðina til Ríga í byrjun nóvember. Hún stóð á skautasvellinu og beið þess að kveikt yrði á tónlistinni svo hún gæti byrjað að skauta. En ekkert gerðist. Hún var kölluð að borði dómaranna og gefinn einnar og hálfrar mínútu frestur til að ná í varadisk með tónlist til þess að geta keppt. „Ég átti á hættu að verða dæmd úr keppni. Ég skautaði til þjálfarans og bað hann um varadiskinn. Hann þrætti fyrir og sagði að hann væri í fína lagi. Ég varð ákveðin við hann og sagði honum að láta mig fá varadiskinn, yfirdómarinn biði eftir honum. En hann neitaði enn. Það var ekki fyrr en yfirdómarinn skarst í leikinn að þjálfarinn afhenti varadiskinn með semingi. Fyrir þá sem ekki vita þá gerist það varla að dómarar yfirgefi dómaraborðið til að skerast svona í leikinn en þeir sáu að þetta var ekki í lagi á milli okkar. Mér gekk hræðilega á skautasvellinu þennan dag, ég náði ekki að losa mig við óþægindin og streituna. Við eigum að geta skilið okkur frá tilfinningum okkar en ég gat það ekki.“ Kvöldið eftir keppnina bað þjálfarinn Emilíu og móður hennar að hitta sig í hótelanddyrinu. „Hann úthúðar mér fyrir að sýna sér vanvirðingu og vera dónaleg við sig og vísar í það þegar dómararnir þurftu að aðstoða mig við að ná af honum varadiskinum. Ég svara fyrir mig en hann heldur áfram að úthúða mér og finnur allt til sem hann getur. Hann öskrar á mig og segir mig rót alls vanda sem Skautafélagið glímir við. Ég sýni honum ekki virðingu, hlýði honum ekki og ég hafi slæm áhrif á yngri stúlkur í félaginu. Mamma reyndi að koma mér til varnar og gekk á milli. Sagði að hann væri farinn langt yfir strikið og samtalinu væri lokið.“Ein skilaboða af fjölmörgum sem þjálfarinn sendi Emilíu. Og yfirlýsingin sem félagið setti á heimasíðu sína.Sagði systurnar vonlausar Emilía var á þessum tíma með eldri iðkendum í félaginu og því aðstoðaði hún oft yngri stelpur á keppnisferðalögum. Hjálpaði þeim að greiða sér og hafa sig til fyrir keppnir og hughreysti þær þegar þær voru stressaðar og óöruggar. Á mótinu í Ríga aðstoðaði hún unga stúlku sem bað hana um hjálp við að skilja hvernig hún ætti að útfæra atriðið sitt á svellinu. Það sneri öðruvísi en svellið heima á Akureyri. Emilía fór með henni á svellið og leiddi hana í gegnum prógrammið og reyndi að hugga hana en stúlkan grét af stressi. „Ég vildi bara hjálpa henni. Henni gekk ekki vel á mótinu og seinna átti þjálfarinn eftir að nota það gegn mér. Það hefði verið ég sem hefði skemmt fyrir henni. Ég vissi alltaf undir niðri að hann myndi reyna að gera allt sem hann gæti til að gera mig ótrúverðuga og ýta mér út úr félaginu. En mig grunaði ekki að það yrði svona og að foreldrar annarra barna myndu trúa honum.“ Foreldrar Emilíu reyndu að sporna við hörku þjálfarans sem beindist nú ekki aðeins gegn henni heldur einnig yngri systrunum sem voru þá átta og þrettán ára gamlar. „Hann var í raun bara hættur að þjálfa okkur systurnar og sagði okkur lélegar og með hegðunarvandamál. Hann neitaði okkur um tíma hjá danskennara sem áttu að standa öllum nemendum til boða. Mamma og pabbi sendu kvörtun til stjórnar sem sagði málið byggt á misskilningi. Hann sneri út úr öllum samskiptum við okkur fjölskylduna og atti stjórninni gegn okkur. Eftir mikinn þrýsting var hins vegar ákveðið að halda fund um samskipti þjálfarans við mig. Það merkilega er að fundurinn snerist meira og minna um allt annað en áreitnina sem ég varð fyrir. Fókusinn var á þrætur og mismunun og erjur á milli okkar.“ Þjálfarinn tekinn trúanlegur Fundurinn sem Emilía vísar til var með Skautafélagi Akureyrar, Íþróttabandalagi Akureyrar og Listhlaupadeild Skautafélags Akureyrar í mars 2018. Alls funduðu foreldrar hennar með Íþróttabandalaginu þrisvar sinnum að hennar sögn. Fyrir fundinn í mars 2018 höfðu foreldrar Emilíu lagt fram gögn til Skautafélags Akureyrar um tilraunir þjálfarans til að nálgast Emilíu og félagið leitað ráða hjá ÍBA vegna meints samskiptavanda við foreldra Emilíu. „Mér var sagt að það sem ég hefði lent í hefði verið óheppilegt en þau stæðu með þjálfaranum. Þjálfarinn fékk að mæta á þennan fund og á honum laug hann að foreldrum í stjórn félagsins að þetta væri allt mér að kenna og ég hefði skemmt fyrir stelpu á mótinu í Ríga. Þau trúðu öll frásögn þjálfarans. Ég var líka spurð hvort ég væri ekki orðin átján ára. Eins og kynferðisleg áreitni ætti rétt á sér um leið og konur verða að kynverum. Að þá eigi þær bara að samþykkja allt slíkt og beygja sig undir það eins og það sé eðlileg hegðun. „Fólk þarf að vita allan sannleikann en því miður hafa öll viðbrögð félagsins verið á þá leið að það sem gerðist sé einhvern veginn mér að kenna,“ segir Emilía um upplifun sína. Fréttablaðið/Sigtryggur AriÁ þessum tímapunkti leið mér eins og lífið væri búið en sem betur fer var ég með fjölskylduna mína mér við hlið. Þau voru þau einu sem stóðu með mér.“ Það var tekin ákvörðun um að Emilía, systur hennar og móðir flyttu til Reykjavíkur. Faðir hennar býr enn á Akureyri í dag. „Við urðum vör við að það væri farinn af stað orðrómur um að við værum ekki að flytja vegna þjálfarans heldur vinnu pabba míns. Pabbi birti Facebook-status þar sem hann lýsti ástæðum þess að við vorum að flytja suður. Það væri vegna áreitni yfirþjálfarans og mismununar hjá félaginu. Skautafélag Akureyrar birti yfirlýsingu á heimasíðu sinni þar sem lýst var yfir stuðningi við þjálfarann. Það vissu auðvitað ekkert allir að þetta snerist um mig þannig að ég fylgdist með félögum mínum og jafnvel fjölskyldumeðlimum dreifa yfirlýsingunni á Facebook til stuðnings Skautafélaginu. Vanlíðanin og álagið var svo mikið að ég gat þetta ekki lengur. Ég var á þriðja ári mínu í Menntaskólanum á Akureyri en fékk með stuðningi skólans að vera í fjarnámi. Nú bý ég hér og tekst á við afleiðingarnar með aðstoð sálfræðings og fagaðila. En ég get ekki flúið heimabæinn algjörlega. Ég þurfti til dæmis að fara til Akureyrar vegna móts sem var haldið þar og það varð mér nánast ofraun. Ég mætti svo skelfilegu viðmóti og allur sársaukinn reis upp á yfirborðið. Þar fékk ég endanlega staðfest að fólk trúir því að þetta hafi allt verið mér að kenna. Ég væri með hegðunarvandamál og þar væri rótin í þessu öllu saman. Það versta er að þessi framkoma leiddi til þess að um tíma trúði ég því að það gæti verið möguleiki á því að kannski væri ég bara svona slæm manneskja. Ég hugsaði um atvik þar sem ég hafði reiðst eða verið óþolinmóð og hugsaði um hvort það gætu verið atvik sem hefðu leitt til þess að fólk hefði misst alla trú á mér. En sálfræðingar og fagaðilar sem aðstoða mig voru fljótir að leiðrétta þessa hugsun. Ábyrgðin er hinna fullorðnu. Þetta er aldrei í lagi. Áreitnin var ekki í lagi. Harkan var ekki í lagi. Stuðningsleysið var ekki í lagi. Skautafélagið brást mér algjörlega,“ segir Emilía sem segir frá því að í nokkurn tíma hafi hún viljað fá afsökunarbeiðni og stuðning frá öðrum félögum á borð við ÍSÍ og ÍSS.Engar sannanir eða merki Þjálfarinn er farinn frá Íslandi og Emilía telur að þess vegna vilji félögin enn síður leiðrétta það sem liðið er. Í yfirlýsingu Skautafélags Akureyrar sem var birt á heimasíðu félagsins en hefur nú verið fjarlægð, segir að í ljósi ásakana á þjálfara og stjórn LSA vildi félagið koma eftirfarandi á framfæri: „Skautafélagið vann málið með fagaðilum innan íþróttahreyfingarinnar en engar sannanir né merki voru um að þjálfari listskautadeildarinnar hafi brotið siðareglur eða mismunað iðkendum.“ Þá kom einnig fram að SA teldi málinu lokið af sinni hálfu og myndi ekki tjá sig frekar um málið. „Þau sögðu í þessari yfirlýsingu að þetta hefði verið unnið með fagaðilum en það talaði enginn við mig né foreldra mína,“ segir Emilía. Fyrir rúmu ári leitaði Emilía fyrst til Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands eftir aðstoð. Ritstjórn Fréttablaðsins hefur undir höndum bréf hennar til framkvæmdastjóra ÍSÍ, þar sem hún reynir af fremsta megni að lýsa aðstæðum og framkomu við sig. „Ég leitaði til ÍSÍ vegna þess að það var útilokað og fullreynt að fá aðstoð frá Skautafélagi Akureyrar. Ef þau hefðu staðið með mér þá hefði ég kannski getað jafnað mig á áreitninni. Ég hefði ekki þurft að flytja suður, yfirgefa vini mína og fara úr skóla. Auðvitað var það mín ákvörðun að flytja suður en ef ég vildi halda áfram að skauta þá þurfti ég að flytja.“ Emilía þurfti að ganga á eftir viðbrögðum við bréfinu. Á endanum fékk hún símtal við framkvæmdastjórann. „Hún spurði mig hvaða afleiðingar þetta hefði haft fyrir mig. Ég svaraði henni og sagði henni að ég væri að glíma við mikla vanlíðan og kvíða, gæti stundum ekki sofið, fengi martraðir og forðaðist að fara í Skautahöllina á Akureyri. Hún sagði að það væri bara flott hjá mér að forðast aðstæður sem myndu valda mér vanlíðan. Ég sagði henni að ég þyrfti nú samt stundum að fara í Skautahöllina á mót og þá fyndist mér sérstaklega erfitt að mæta fólki og foreldrum sem trúa enn þjálfaranum sem áreitti mig. Þá ráðlagði hún mér að vera kurteis og sagði við mig: Þú átt að vera stærri manneskjan. Og vegna martraðanna þá ráðlagði hún mér einfaldlega að hugsa um eitthvað annað áður en ég færi að sofa. Mér sárnaði þetta. En hún sagðist myndu skoða þetta og hafa samband við formann SA fyrir norðan. Tveimur vikum síðar hafði ég ekki heyrt frá henni og hringdi til baka. Hún svaraði nefnilega aldrei tölvupóstum frá mér. En þegar ég náði loks sambandi við hana var fátt um svör, hún sagði mér að það væri lítið hægt að gera. Ég hefði átt að hringja sjálf í barnavernd og lögreglu þegar þetta kom upp á sínum tíma. Ég hváði? Ha? Átti ég ekki að tala við mitt eigið félag vegna kynferðislegrar áreitni? Átti ég að tilkynna það til lögreglu? Ég hafði aldrei heyrt um það áður. Hann beitti mig ekki kynferðislegu ofbeldi. Hann áreitti mig. Ég og foreldrar mínir vorum nokkuð viss um að slíkt félli undir félagið en ekki lögreglu og við fengum það staðfest. Frænka mín er rannsóknarlögreglumaður og varð mjög hissa þegar við sögðum henni frá þessu. Hún sagði að auðvitað væri hægt að bóka hjá lögreglu slíka áreitni, en það væri ekki lögreglumál.“ Emilía segist enn ekki hafa fengið leiðréttingu eða svör frá Skautafélagi Akureyrar og engan stuðning frá ÍSÍ eða ÍSS, sem er Skautasamband Íslands. „Þau hjá Skautasambandi Íslands segja mér að það sé bara undir Skautafélagi Akureyrar komið hvort þau biðji mig afsökunar og viðurkenni mistök. Ef ég hefði fengið stuðning þá þyrfti ég ekki að burðast með alla þessa vanlíðan og kvíða. Ég sit hins vegar uppi með skömmina og nú get ég það ekki lengur. Ég vil bara að fólk viti mína hlið málsins.“ Ritstjórn Fréttablaðsins hafði samband við Maríu Indriðadóttur, formann Listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar. Hún er tiltölulega nýtekin við starfi formanns og gat því ekki tjáð sig um meðferð málsins á sínum tíma. En harmaði upplifun Emilíu. Málið sé til frekari skoðunar innan deildarinnar. Ekki náðist í framkvæmdastjóra ÍSÍ en þess ber að geta að áhersla er lögð á það í reglum að sérfélögin taki á málum sem þessum.Í prentaðri útgáfu viðtalsins vísar Emilía í formann ÍSÍ en á við framkvæmdastjóra sambandsins. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu MeToo Skautaíþróttir Viðtal Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira
„Skautahöllin á Akureyri var eins og mitt annað heimili frá því ég var lítil stúlka, að skauta var það sem líf mitt snerist um,“ segir Emilía Rós Ómarsdóttir. Emilía er fædd og uppalin á Akureyri en býr nú í Reykjavík og starfar sem skautaþjálfari og stundar nám í lífefna- og sameindalíffræði við Háskóla Íslands. Hún flutti til Reykjavíkur á síðasta ári eftir að hafa reynt að sporna við kynferðislegri áreitni þjálfara síns hjá Skautafélagi Akureyrar og finnst erfitt að heimsækja heimabæ sinn. Hún fékk ekki stuðning frá skautafélaginu sem sendi frá sér yfirlýsingu sem er birt hér með viðtali við Emilíu. Í yfirlýsingunni er lýst yfir stuðningi við þjálfarann.Mikil harka í skautaheiminum „Það er mikil harka í skautaheiminum, óhefðbundnar og harkalegar þjálfunaraðferðir hafa viðgengist við þjálfun barna og ungmenna. Ekki bara hér á Íslandi, heldur alls staðar í heiminum,“ segir Emilía. „Kannski er það þess vegna sem áreitnin var ekki tekin alvarlega, en ég veit að þetta var rangt og ég vil segja frá því sem gerðist. Ég og fjölskylda mín getum ekki lengur borið þetta ein, þetta hefur verið ofsalega erfitt. Fólk þarf að vita allan sannleikann en því miður hafa öll viðbrögð félagsins verið á þá leið að það sem gerðist sé einhvern veginn mér að kenna. Það sé ég sem sé svo erfið, geðveik eða með hegðunarvandamál. Um tíma trúði ég því jafnvel að ég hefði átt þetta skilið. Ég hef hins vegar verið í sálfræðimeðferð vegna áfallastreitu og vanlíðunar og þar hef ég fengið stuðning og styrk til að segja frá. Því að það sem gerðist. Það gerðist, það er ekki hægt að draga það í efa,“ segir Emilía og fer ítarlega yfir samskipti þjálfarans við sig. „Hann er búlgarskur en kom hingað frá Hollandi og kom fyrst sem gestaþjálfari í lok árs 2016. Hann kom vel fyrir og var hress og jákvæður. Það hafði verið erfitt andrúmsloft í Skautafélagi Akureyrar um tíma og því tóku honum allir fagnandi í fyrstu. Ég var meidd á þessum tíma og skautaði lítið, fylgdist með og reyndi að jafna mig. Sumarið 2017 voru æfingabúðir í Svíþjóð. Mamma var að fara með tveimur yngri systrum mínum sem voru líka að skauta hjá félaginu og ég ákvað að fara með þótt það væru litlar líkur á því að ég gæti tekið fullan þátt. Ég tók að mér að aðstoða í æfingabúðunum. Það var þá sem hann byrjaði óviðeigandi samskipti við mig. Þetta byrjaði á saklausan hátt, hann sendi mér skilaboð á Facebook og byrjaði oft spjallið á því að tala um æfingaprógrammið en svo færði hann sig yfir í að bjóða mér út. Hann byrjaði að hringja í mig líka og fljótlega vatt þetta upp á sig og hann fór að senda mér skilaboð á öllum tíma sólarhringsins. Mér fannst óþægilegt hvernig hann talaði við mig og athugasemdir um líkama minn og fegurð vöktu með mér ótta og óþægindatilfinningu.“Vildi fara á afvikinn stað Þegar heim var komið hélt áreitnin áfram. Hann bauð henni í bíó og í göngutúra. Vildi fá hana í heimsóknir heim til sín og lagði til að þau færu út að borða á afviknum stað fyrir utan bæjarmörkin þar sem þau gætu fengið frið. Hann gaf henni konfekt í hjartalaga öskju, skartgripi, ilmvatn og fleiri gjafir í hennar óþökk og Emilía leitaði til foreldra sinna eftir aðstoð. „Við vissum ekki hvað við áttum að gera. Fjölskylda mín hafði hingað til reynst honum vel. Aðstoðað hann við að laga sig að lífi í nýju landi. Lánuðu honum hjól og hjálpuðu honum að kaupa nýjan bíl. Þegar hann fór svona yfir strikið gagnvart mér fylltust þau vanlíðan og reyndu að tala við hann. Þegar hann bauð mér í bíó þá fannst mér erfitt að segja nei og því komu mamma og systir mín með til að verja mig. Ég vildi ekki fara neitt með honum og ég vissi að ég væri í ömurlegri stöðu.Emilía Rós Ómarsdóttir, tvítug skautastúlka.Ég veit ekki hvort annað fólk áttar sig á því að þegar þú ert iðkandi í skautafélagi er þetta hrikaleg staða að vera í. Ég vissi að þetta myndi enda illa. Mamma spurði hann hvort hann vildi ekki frekar reyna að kynnast fólki á hans aldri. Hann var 31 árs og ég sautján ára að verða átján. En hann lét ekki segjast fyrr en að þremur mánuðum liðnum. Þá hafði ég neitað honum mjög oft og foreldrar mínir voru búnir að tala nokkrum sinnum við hann um að virða mörk mín. Þegar ég hafði með mjög ákveðnum hætti sagt honum að ég vildi ekki vera í sambandi með honum eða að hann væri að gefa mér gjafir og senda mér skilaboð, þá loksins hætti hann. En þá snerist hann gegn mér og hefndi sín. Ég vissi í raun alltaf að það myndi gerast,“ segir Emilía.Snerist gegn henni „Ég var byrjuð að skauta aftur eftir langvarandi meiðsli og stefndi á að keppa á móti í Ríga í Lettlandi í byrjun nóvember. Framkoma hans var skelfileg. Hann sagði mér að ég væri vonlaus, það væri ömurlega leiðinlegt fyrir hann að horfa upp á hvað ég væri léleg. Hann hefði engan áhuga á því að þjálfa mig eða hafa nokkuð með mig að gera. Ég reyndi bara að forðast hann eins og ég gat. Ég gætti þess að hann næði ekki augnsambandi við mig og reyndi bara að hafa öll samskipti í lágmarki, bara það allra nauðsynlegasta. Þetta var virkilega óþægilegt en ég var ákveðin í að mig langaði til þess að reyna að keppa. Þetta yrði fyrsta keppnin mín í hálft ár og það skipti mig máli að reyna að komast í gegnum þetta allt saman.“ Emilía fór í keppnisferðina til Ríga í byrjun nóvember. Hún stóð á skautasvellinu og beið þess að kveikt yrði á tónlistinni svo hún gæti byrjað að skauta. En ekkert gerðist. Hún var kölluð að borði dómaranna og gefinn einnar og hálfrar mínútu frestur til að ná í varadisk með tónlist til þess að geta keppt. „Ég átti á hættu að verða dæmd úr keppni. Ég skautaði til þjálfarans og bað hann um varadiskinn. Hann þrætti fyrir og sagði að hann væri í fína lagi. Ég varð ákveðin við hann og sagði honum að láta mig fá varadiskinn, yfirdómarinn biði eftir honum. En hann neitaði enn. Það var ekki fyrr en yfirdómarinn skarst í leikinn að þjálfarinn afhenti varadiskinn með semingi. Fyrir þá sem ekki vita þá gerist það varla að dómarar yfirgefi dómaraborðið til að skerast svona í leikinn en þeir sáu að þetta var ekki í lagi á milli okkar. Mér gekk hræðilega á skautasvellinu þennan dag, ég náði ekki að losa mig við óþægindin og streituna. Við eigum að geta skilið okkur frá tilfinningum okkar en ég gat það ekki.“ Kvöldið eftir keppnina bað þjálfarinn Emilíu og móður hennar að hitta sig í hótelanddyrinu. „Hann úthúðar mér fyrir að sýna sér vanvirðingu og vera dónaleg við sig og vísar í það þegar dómararnir þurftu að aðstoða mig við að ná af honum varadiskinum. Ég svara fyrir mig en hann heldur áfram að úthúða mér og finnur allt til sem hann getur. Hann öskrar á mig og segir mig rót alls vanda sem Skautafélagið glímir við. Ég sýni honum ekki virðingu, hlýði honum ekki og ég hafi slæm áhrif á yngri stúlkur í félaginu. Mamma reyndi að koma mér til varnar og gekk á milli. Sagði að hann væri farinn langt yfir strikið og samtalinu væri lokið.“Ein skilaboða af fjölmörgum sem þjálfarinn sendi Emilíu. Og yfirlýsingin sem félagið setti á heimasíðu sína.Sagði systurnar vonlausar Emilía var á þessum tíma með eldri iðkendum í félaginu og því aðstoðaði hún oft yngri stelpur á keppnisferðalögum. Hjálpaði þeim að greiða sér og hafa sig til fyrir keppnir og hughreysti þær þegar þær voru stressaðar og óöruggar. Á mótinu í Ríga aðstoðaði hún unga stúlku sem bað hana um hjálp við að skilja hvernig hún ætti að útfæra atriðið sitt á svellinu. Það sneri öðruvísi en svellið heima á Akureyri. Emilía fór með henni á svellið og leiddi hana í gegnum prógrammið og reyndi að hugga hana en stúlkan grét af stressi. „Ég vildi bara hjálpa henni. Henni gekk ekki vel á mótinu og seinna átti þjálfarinn eftir að nota það gegn mér. Það hefði verið ég sem hefði skemmt fyrir henni. Ég vissi alltaf undir niðri að hann myndi reyna að gera allt sem hann gæti til að gera mig ótrúverðuga og ýta mér út úr félaginu. En mig grunaði ekki að það yrði svona og að foreldrar annarra barna myndu trúa honum.“ Foreldrar Emilíu reyndu að sporna við hörku þjálfarans sem beindist nú ekki aðeins gegn henni heldur einnig yngri systrunum sem voru þá átta og þrettán ára gamlar. „Hann var í raun bara hættur að þjálfa okkur systurnar og sagði okkur lélegar og með hegðunarvandamál. Hann neitaði okkur um tíma hjá danskennara sem áttu að standa öllum nemendum til boða. Mamma og pabbi sendu kvörtun til stjórnar sem sagði málið byggt á misskilningi. Hann sneri út úr öllum samskiptum við okkur fjölskylduna og atti stjórninni gegn okkur. Eftir mikinn þrýsting var hins vegar ákveðið að halda fund um samskipti þjálfarans við mig. Það merkilega er að fundurinn snerist meira og minna um allt annað en áreitnina sem ég varð fyrir. Fókusinn var á þrætur og mismunun og erjur á milli okkar.“ Þjálfarinn tekinn trúanlegur Fundurinn sem Emilía vísar til var með Skautafélagi Akureyrar, Íþróttabandalagi Akureyrar og Listhlaupadeild Skautafélags Akureyrar í mars 2018. Alls funduðu foreldrar hennar með Íþróttabandalaginu þrisvar sinnum að hennar sögn. Fyrir fundinn í mars 2018 höfðu foreldrar Emilíu lagt fram gögn til Skautafélags Akureyrar um tilraunir þjálfarans til að nálgast Emilíu og félagið leitað ráða hjá ÍBA vegna meints samskiptavanda við foreldra Emilíu. „Mér var sagt að það sem ég hefði lent í hefði verið óheppilegt en þau stæðu með þjálfaranum. Þjálfarinn fékk að mæta á þennan fund og á honum laug hann að foreldrum í stjórn félagsins að þetta væri allt mér að kenna og ég hefði skemmt fyrir stelpu á mótinu í Ríga. Þau trúðu öll frásögn þjálfarans. Ég var líka spurð hvort ég væri ekki orðin átján ára. Eins og kynferðisleg áreitni ætti rétt á sér um leið og konur verða að kynverum. Að þá eigi þær bara að samþykkja allt slíkt og beygja sig undir það eins og það sé eðlileg hegðun. „Fólk þarf að vita allan sannleikann en því miður hafa öll viðbrögð félagsins verið á þá leið að það sem gerðist sé einhvern veginn mér að kenna,“ segir Emilía um upplifun sína. Fréttablaðið/Sigtryggur AriÁ þessum tímapunkti leið mér eins og lífið væri búið en sem betur fer var ég með fjölskylduna mína mér við hlið. Þau voru þau einu sem stóðu með mér.“ Það var tekin ákvörðun um að Emilía, systur hennar og móðir flyttu til Reykjavíkur. Faðir hennar býr enn á Akureyri í dag. „Við urðum vör við að það væri farinn af stað orðrómur um að við værum ekki að flytja vegna þjálfarans heldur vinnu pabba míns. Pabbi birti Facebook-status þar sem hann lýsti ástæðum þess að við vorum að flytja suður. Það væri vegna áreitni yfirþjálfarans og mismununar hjá félaginu. Skautafélag Akureyrar birti yfirlýsingu á heimasíðu sinni þar sem lýst var yfir stuðningi við þjálfarann. Það vissu auðvitað ekkert allir að þetta snerist um mig þannig að ég fylgdist með félögum mínum og jafnvel fjölskyldumeðlimum dreifa yfirlýsingunni á Facebook til stuðnings Skautafélaginu. Vanlíðanin og álagið var svo mikið að ég gat þetta ekki lengur. Ég var á þriðja ári mínu í Menntaskólanum á Akureyri en fékk með stuðningi skólans að vera í fjarnámi. Nú bý ég hér og tekst á við afleiðingarnar með aðstoð sálfræðings og fagaðila. En ég get ekki flúið heimabæinn algjörlega. Ég þurfti til dæmis að fara til Akureyrar vegna móts sem var haldið þar og það varð mér nánast ofraun. Ég mætti svo skelfilegu viðmóti og allur sársaukinn reis upp á yfirborðið. Þar fékk ég endanlega staðfest að fólk trúir því að þetta hafi allt verið mér að kenna. Ég væri með hegðunarvandamál og þar væri rótin í þessu öllu saman. Það versta er að þessi framkoma leiddi til þess að um tíma trúði ég því að það gæti verið möguleiki á því að kannski væri ég bara svona slæm manneskja. Ég hugsaði um atvik þar sem ég hafði reiðst eða verið óþolinmóð og hugsaði um hvort það gætu verið atvik sem hefðu leitt til þess að fólk hefði misst alla trú á mér. En sálfræðingar og fagaðilar sem aðstoða mig voru fljótir að leiðrétta þessa hugsun. Ábyrgðin er hinna fullorðnu. Þetta er aldrei í lagi. Áreitnin var ekki í lagi. Harkan var ekki í lagi. Stuðningsleysið var ekki í lagi. Skautafélagið brást mér algjörlega,“ segir Emilía sem segir frá því að í nokkurn tíma hafi hún viljað fá afsökunarbeiðni og stuðning frá öðrum félögum á borð við ÍSÍ og ÍSS.Engar sannanir eða merki Þjálfarinn er farinn frá Íslandi og Emilía telur að þess vegna vilji félögin enn síður leiðrétta það sem liðið er. Í yfirlýsingu Skautafélags Akureyrar sem var birt á heimasíðu félagsins en hefur nú verið fjarlægð, segir að í ljósi ásakana á þjálfara og stjórn LSA vildi félagið koma eftirfarandi á framfæri: „Skautafélagið vann málið með fagaðilum innan íþróttahreyfingarinnar en engar sannanir né merki voru um að þjálfari listskautadeildarinnar hafi brotið siðareglur eða mismunað iðkendum.“ Þá kom einnig fram að SA teldi málinu lokið af sinni hálfu og myndi ekki tjá sig frekar um málið. „Þau sögðu í þessari yfirlýsingu að þetta hefði verið unnið með fagaðilum en það talaði enginn við mig né foreldra mína,“ segir Emilía. Fyrir rúmu ári leitaði Emilía fyrst til Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands eftir aðstoð. Ritstjórn Fréttablaðsins hefur undir höndum bréf hennar til framkvæmdastjóra ÍSÍ, þar sem hún reynir af fremsta megni að lýsa aðstæðum og framkomu við sig. „Ég leitaði til ÍSÍ vegna þess að það var útilokað og fullreynt að fá aðstoð frá Skautafélagi Akureyrar. Ef þau hefðu staðið með mér þá hefði ég kannski getað jafnað mig á áreitninni. Ég hefði ekki þurft að flytja suður, yfirgefa vini mína og fara úr skóla. Auðvitað var það mín ákvörðun að flytja suður en ef ég vildi halda áfram að skauta þá þurfti ég að flytja.“ Emilía þurfti að ganga á eftir viðbrögðum við bréfinu. Á endanum fékk hún símtal við framkvæmdastjórann. „Hún spurði mig hvaða afleiðingar þetta hefði haft fyrir mig. Ég svaraði henni og sagði henni að ég væri að glíma við mikla vanlíðan og kvíða, gæti stundum ekki sofið, fengi martraðir og forðaðist að fara í Skautahöllina á Akureyri. Hún sagði að það væri bara flott hjá mér að forðast aðstæður sem myndu valda mér vanlíðan. Ég sagði henni að ég þyrfti nú samt stundum að fara í Skautahöllina á mót og þá fyndist mér sérstaklega erfitt að mæta fólki og foreldrum sem trúa enn þjálfaranum sem áreitti mig. Þá ráðlagði hún mér að vera kurteis og sagði við mig: Þú átt að vera stærri manneskjan. Og vegna martraðanna þá ráðlagði hún mér einfaldlega að hugsa um eitthvað annað áður en ég færi að sofa. Mér sárnaði þetta. En hún sagðist myndu skoða þetta og hafa samband við formann SA fyrir norðan. Tveimur vikum síðar hafði ég ekki heyrt frá henni og hringdi til baka. Hún svaraði nefnilega aldrei tölvupóstum frá mér. En þegar ég náði loks sambandi við hana var fátt um svör, hún sagði mér að það væri lítið hægt að gera. Ég hefði átt að hringja sjálf í barnavernd og lögreglu þegar þetta kom upp á sínum tíma. Ég hváði? Ha? Átti ég ekki að tala við mitt eigið félag vegna kynferðislegrar áreitni? Átti ég að tilkynna það til lögreglu? Ég hafði aldrei heyrt um það áður. Hann beitti mig ekki kynferðislegu ofbeldi. Hann áreitti mig. Ég og foreldrar mínir vorum nokkuð viss um að slíkt félli undir félagið en ekki lögreglu og við fengum það staðfest. Frænka mín er rannsóknarlögreglumaður og varð mjög hissa þegar við sögðum henni frá þessu. Hún sagði að auðvitað væri hægt að bóka hjá lögreglu slíka áreitni, en það væri ekki lögreglumál.“ Emilía segist enn ekki hafa fengið leiðréttingu eða svör frá Skautafélagi Akureyrar og engan stuðning frá ÍSÍ eða ÍSS, sem er Skautasamband Íslands. „Þau hjá Skautasambandi Íslands segja mér að það sé bara undir Skautafélagi Akureyrar komið hvort þau biðji mig afsökunar og viðurkenni mistök. Ef ég hefði fengið stuðning þá þyrfti ég ekki að burðast með alla þessa vanlíðan og kvíða. Ég sit hins vegar uppi með skömmina og nú get ég það ekki lengur. Ég vil bara að fólk viti mína hlið málsins.“ Ritstjórn Fréttablaðsins hafði samband við Maríu Indriðadóttur, formann Listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar. Hún er tiltölulega nýtekin við starfi formanns og gat því ekki tjáð sig um meðferð málsins á sínum tíma. En harmaði upplifun Emilíu. Málið sé til frekari skoðunar innan deildarinnar. Ekki náðist í framkvæmdastjóra ÍSÍ en þess ber að geta að áhersla er lögð á það í reglum að sérfélögin taki á málum sem þessum.Í prentaðri útgáfu viðtalsins vísar Emilía í formann ÍSÍ en á við framkvæmdastjóra sambandsins.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu MeToo Skautaíþróttir Viðtal Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira