Grænlendingar leggja drög að smíði veglegs þjóðarleikvangs Kristján Már Unnarsson skrifar 10. nóvember 2019 21:15 Þjóðarleikvangurinn yrði yfirbyggður með hvolfþaki og stórum útsýnisgluggum, samkvæmt teikningu danska arkitektsins Bjarke Ingels fyrir sveitarfélagið Sermersooq. Teikning/Sermersooq, Bjarke Ingels. Grænlensk stjórnvöld hafa ákveðið að setja starfshóp á laggirnar til að kanna áhuga fjárfesta á að taka þátt í gerð innanhúss þjóðarleikvangs í Nuuk. Hugmyndin er að mannvirkið þjóni jafnt sem íþróttaleikvangur, sýningarhöll og tónleikastaður og verði þannig allt í senn; íþrótta-, viðskipta- og menningarmiðstöð. Þetta kemur fram í svari Ane Lone Bagger, ráðherra menningarmála, í tilefni af þingsályktunartillögu sem liggur fyrir grænlenska þinginu um málið, að því er Sermitsiaq greinir frá. Kostnaður við þjóðarleikvanginn er áætlaður á bilinu 5,5 til 9 milljarðar íslenskra króna.Íþrótta- og sýningarhöllinni er ætlað að verða einkennistákn Nuuk. Hún yrði staðsett á milli nýju hafnarinnar og nýja flugvallarins, skammt frá sundhöll og golfvelli.Teikning/Sermersooq, Bjarke Ingels.Íþróttaleikvangurinn yrði ekki bara fyrir keppnisfólk og landslið Grænlands heldur vill ráðherrann að hann nýtist börnum og ungmennum sem og öllum almenningi til daglegra íþróttaiðkana. Bæjaryfirvöld í Nuuk, sveitarfélaginu Sermersooq, hafa haft forystu um málið og tekið frá lóð miðsvæðis í höfuðstaðnum, skammt frá sundhöllinni, með útsýni yfir höfnina. Fengu þau danska arkitektinn Bjarke Ingels fyrir þremur árum til að teikna íþróttahöllina með það að markmiði að hún yrði einkennistákn Nuuk, rétt eins og óperuhúsið er fyrir borgina Sidney og Eiffel-turninn fyrir Paris.Hvítt hvolfþakið minnir á þak Laugardalshallar.Mynd/Sermersooq, Bjarke Ingels.Bjarke Ingels er orðinn eitt stærsta nafn heims á sviði húsahönnunar. Árið 2011 útnefndi Wall Street Journal hann sem frumkvöðul ársins í arkitektúr og árið 2016 komst hann á lista Time Magazine yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims. Grænland hefur ekki átt knattspyrnulandslið um langt skeið vegna aðstöðuleysis. Ráðherrann Ane Lone Bagger segir að þjóðarleikvangur opni ný tækifæri.Frá sundhöllinni í Nuuk. Hún var opnuð árið 2003.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Aðild að Evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA, myndi þýða að landslið Grænlendinga í knattspyrnu gætu tekið þátt í Evrópukeppninni, og með aðild að Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, gætum við í framtíðinni glaðst yfir landsliðum okkar á HM,“ segir ráðherrann í svari sínu. Nuuk státar nú þegar af veglegri sundhöll og góðu skíðasvæði, eins og fram kom í þætti Stöðvar 2 árið 2017 um mannlífið þar, sem sjá má hér: Grænland Íþróttir Norðurslóðir Tengdar fréttir Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Nuuk er að stækka upp í 30 þúsund manna borg Borgaryfirvöld í Nuuk á Grænlandi búa sig undir að íbúum þar fjölgi upp í þrjátíu þúsund á næstu þrettán árum. 22. febrúar 2017 20:45 Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Grænlensk stjórnvöld hafa ákveðið að setja starfshóp á laggirnar til að kanna áhuga fjárfesta á að taka þátt í gerð innanhúss þjóðarleikvangs í Nuuk. Hugmyndin er að mannvirkið þjóni jafnt sem íþróttaleikvangur, sýningarhöll og tónleikastaður og verði þannig allt í senn; íþrótta-, viðskipta- og menningarmiðstöð. Þetta kemur fram í svari Ane Lone Bagger, ráðherra menningarmála, í tilefni af þingsályktunartillögu sem liggur fyrir grænlenska þinginu um málið, að því er Sermitsiaq greinir frá. Kostnaður við þjóðarleikvanginn er áætlaður á bilinu 5,5 til 9 milljarðar íslenskra króna.Íþrótta- og sýningarhöllinni er ætlað að verða einkennistákn Nuuk. Hún yrði staðsett á milli nýju hafnarinnar og nýja flugvallarins, skammt frá sundhöll og golfvelli.Teikning/Sermersooq, Bjarke Ingels.Íþróttaleikvangurinn yrði ekki bara fyrir keppnisfólk og landslið Grænlands heldur vill ráðherrann að hann nýtist börnum og ungmennum sem og öllum almenningi til daglegra íþróttaiðkana. Bæjaryfirvöld í Nuuk, sveitarfélaginu Sermersooq, hafa haft forystu um málið og tekið frá lóð miðsvæðis í höfuðstaðnum, skammt frá sundhöllinni, með útsýni yfir höfnina. Fengu þau danska arkitektinn Bjarke Ingels fyrir þremur árum til að teikna íþróttahöllina með það að markmiði að hún yrði einkennistákn Nuuk, rétt eins og óperuhúsið er fyrir borgina Sidney og Eiffel-turninn fyrir Paris.Hvítt hvolfþakið minnir á þak Laugardalshallar.Mynd/Sermersooq, Bjarke Ingels.Bjarke Ingels er orðinn eitt stærsta nafn heims á sviði húsahönnunar. Árið 2011 útnefndi Wall Street Journal hann sem frumkvöðul ársins í arkitektúr og árið 2016 komst hann á lista Time Magazine yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims. Grænland hefur ekki átt knattspyrnulandslið um langt skeið vegna aðstöðuleysis. Ráðherrann Ane Lone Bagger segir að þjóðarleikvangur opni ný tækifæri.Frá sundhöllinni í Nuuk. Hún var opnuð árið 2003.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Aðild að Evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA, myndi þýða að landslið Grænlendinga í knattspyrnu gætu tekið þátt í Evrópukeppninni, og með aðild að Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, gætum við í framtíðinni glaðst yfir landsliðum okkar á HM,“ segir ráðherrann í svari sínu. Nuuk státar nú þegar af veglegri sundhöll og góðu skíðasvæði, eins og fram kom í þætti Stöðvar 2 árið 2017 um mannlífið þar, sem sjá má hér:
Grænland Íþróttir Norðurslóðir Tengdar fréttir Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Nuuk er að stækka upp í 30 þúsund manna borg Borgaryfirvöld í Nuuk á Grænlandi búa sig undir að íbúum þar fjölgi upp í þrjátíu þúsund á næstu þrettán árum. 22. febrúar 2017 20:45 Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24
Nuuk er að stækka upp í 30 þúsund manna borg Borgaryfirvöld í Nuuk á Grænlandi búa sig undir að íbúum þar fjölgi upp í þrjátíu þúsund á næstu þrettán árum. 22. febrúar 2017 20:45
Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00
Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40