Innlent

Ferða­maður slasaðist í Reynis­fjöru

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá Reynisfjöru í dag. Skjáskot úr myndbandi sem sjá má neðst í fréttinni.
Frá Reynisfjöru í dag. Skjáskot úr myndbandi sem sjá má neðst í fréttinni.
Viðbragðsaðilar á Suðurlandi voru kallaðir út um klukkan 15 í dag vegna erlends ferðamanns sem hafði slasast í miklum öldugangi í Reynisfjöru.

Maðurinn lenti í öldu en náði að krafla sig til baka þannig að sjórinn tók hann ekki út, að sögn Sigurðar Sigurbjörnssonar, varðstjóra hjá lögreglunni í Vík í Mýrdal.

Sigurður að maðurinn hafi slasast á öxl og verið fluttur til skoðunar, sennilega til Reykjavíkur. Aðspurður hvort ferðamaðurinn hafi verið alvarlega slasaður segir Sigurður ekki hafa upplýsingar um hversu alvarlegir áverkarnir voru.

Eftir útkallið tók Sigurður upp símann og tók myndbandið sem sjá má hér fyrir neðan af öldugangi í Reynisfjöru og vandræðum ferðamanna á staðnum.

Ferðamenn voru inni í hellinum í fjörunni og lentu hér um bil í sjálfheldu, eins og sjá má í myndbandinu, en náðu að hlaupa í burtu í tæka tíð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×