Framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi segir upp Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 18:27 Ólafur Þór Ævarsson. Ólafur Þór Ævarsson, sem nýverið tók við starfi framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, hefur ákveðið að segja upp störfum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Ólafur sendi frá sér rétt í þessu. Uppsögn Ólafs kemur í kjölfar uppsagnar Herdísar Gunnarsdóttur í liðinni viku en hún hafði verið settur forstjóri Reykjalundar í tæpan mánuð. Mikil ólga hefur verið innan Reykjalundar undanfarnar vikur og hafa níu læknar sagt upp störfum. Í tengslum við þá uppsögn Herdísar í síðustu viku sagði Magdalena Ásgeirsdóttir, formaður læknaráðs Reykjalundar, að Ólafur Þór þyrfti einnig að víkja ef læknar ættu að draga uppsagnir sínar til baka. Ólguna innan Reykjalundar má rekja til þess að Birgi Gunnarssyni, forstjóra Reykjalundar, og Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga, var sagt upp störfum. Þá mæltist nýtt skipurit Reykjalundar, sem kynnt var í sumarbyrjun, ekki vel fyrir. Ólafur Þór hóf störf fyrir rúmum tveimur vikum. Hann segir í yfirlýsingu sinni að hann hafi ráðið sig til starfa á Reykjalundi því hann hafði sterka löngun til þess „að gera gagn og taka þátt í því glæsilega starfi sem þar fer fram.“ Hann kveðst ekki hafa verið á neinn hátt þátttakandi í þeim deilum sem risið hafa á Reykjalundi. Þær hafi engu að síður valdið honum áhyggjum og gert honum erfitt fyrir að sinna starfi sínu. Vonir hans um að geta við þessar aðstæður tekið í þátt að leiða starfsemi Reykjalundar inn í framtíðina hafi dvínað. Því sé niðurstaða Ólafs sú að láta af störfum en yfirlýsingu hans má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:Ég sótti nýverið um starf framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi og eftir að hafa verið metinn vel hæfur af tveimur hæfnisnefndum, en önnur þeirra var á vegum Landlæknis, var mér boðið starfið sem ég þáði. Ég hóf störf fyrir aðeins rúmlega hálfum mánuði. Ég réði mig til starfa á Reykjalund því ég hafði sterka löngun til að gera gagn og taka þátt í því glæsilega starfi sem þar fer fram. Í krafti fyrri reynslu minnar á þessu sviði sá ég mikla möguleika til framtíðar í þróun endurhæfingar - ekki síst hvað varðar geðræna líðan og álagsveikindi. Ég hef ekki á neinn hátt verið þátttakandi í þeim deilum sem hafa risið á staðnum. Þær hafa engu að síður valdið mér miklum áhyggjum og gert mér erfitt að starfa. Vonir mínar um að geta við þessar aðstæður tekið þátt í að leiða starfsemina inn í framtíðina hafa dvínað. Niðurstaðan mín er því sú að best sé að ég láti af störfum á Reykjalundi. Ég óska þess að það geti orðið þáttur í því að stuðla að sátt til framtíðar og að mikilvæg starfsemi Reykjalundar fái að blómstra áfram sjúklingum til heilsubótar. Ég óska starfsfólki Reykjalundar og þeim sem taka nú við stjórn starfseminnar velfarnaðar og velgengni í þeirra mikilvægu verkefnum. Fréttin hefur verið uppfærð. Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Herdís hættir sem forstjóri Reykjalundar Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Reykjalundar hefur sagt upp störfum. 8. nóvember 2019 17:45 Stjórn SÍBS vill aðkomu heilbrigðisráðherra Stjórn SÍBS hefur óskað eftir aðkomu heilbrigðisráðherra. 8. nóvember 2019 17:35 Undir það búinn að fara á eftirlaun en ekki fyrirvaralausa uppsögn Magnús Ólason, fyrrverandi framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi ræðir uppsögn sína í samtali við Læknablaðið. 3. nóvember 2019 21:49 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira
Ólafur Þór Ævarsson, sem nýverið tók við starfi framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, hefur ákveðið að segja upp störfum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Ólafur sendi frá sér rétt í þessu. Uppsögn Ólafs kemur í kjölfar uppsagnar Herdísar Gunnarsdóttur í liðinni viku en hún hafði verið settur forstjóri Reykjalundar í tæpan mánuð. Mikil ólga hefur verið innan Reykjalundar undanfarnar vikur og hafa níu læknar sagt upp störfum. Í tengslum við þá uppsögn Herdísar í síðustu viku sagði Magdalena Ásgeirsdóttir, formaður læknaráðs Reykjalundar, að Ólafur Þór þyrfti einnig að víkja ef læknar ættu að draga uppsagnir sínar til baka. Ólguna innan Reykjalundar má rekja til þess að Birgi Gunnarssyni, forstjóra Reykjalundar, og Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga, var sagt upp störfum. Þá mæltist nýtt skipurit Reykjalundar, sem kynnt var í sumarbyrjun, ekki vel fyrir. Ólafur Þór hóf störf fyrir rúmum tveimur vikum. Hann segir í yfirlýsingu sinni að hann hafi ráðið sig til starfa á Reykjalundi því hann hafði sterka löngun til þess „að gera gagn og taka þátt í því glæsilega starfi sem þar fer fram.“ Hann kveðst ekki hafa verið á neinn hátt þátttakandi í þeim deilum sem risið hafa á Reykjalundi. Þær hafi engu að síður valdið honum áhyggjum og gert honum erfitt fyrir að sinna starfi sínu. Vonir hans um að geta við þessar aðstæður tekið í þátt að leiða starfsemi Reykjalundar inn í framtíðina hafi dvínað. Því sé niðurstaða Ólafs sú að láta af störfum en yfirlýsingu hans má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:Ég sótti nýverið um starf framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi og eftir að hafa verið metinn vel hæfur af tveimur hæfnisnefndum, en önnur þeirra var á vegum Landlæknis, var mér boðið starfið sem ég þáði. Ég hóf störf fyrir aðeins rúmlega hálfum mánuði. Ég réði mig til starfa á Reykjalund því ég hafði sterka löngun til að gera gagn og taka þátt í því glæsilega starfi sem þar fer fram. Í krafti fyrri reynslu minnar á þessu sviði sá ég mikla möguleika til framtíðar í þróun endurhæfingar - ekki síst hvað varðar geðræna líðan og álagsveikindi. Ég hef ekki á neinn hátt verið þátttakandi í þeim deilum sem hafa risið á staðnum. Þær hafa engu að síður valdið mér miklum áhyggjum og gert mér erfitt að starfa. Vonir mínar um að geta við þessar aðstæður tekið þátt í að leiða starfsemina inn í framtíðina hafa dvínað. Niðurstaðan mín er því sú að best sé að ég láti af störfum á Reykjalundi. Ég óska þess að það geti orðið þáttur í því að stuðla að sátt til framtíðar og að mikilvæg starfsemi Reykjalundar fái að blómstra áfram sjúklingum til heilsubótar. Ég óska starfsfólki Reykjalundar og þeim sem taka nú við stjórn starfseminnar velfarnaðar og velgengni í þeirra mikilvægu verkefnum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Herdís hættir sem forstjóri Reykjalundar Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Reykjalundar hefur sagt upp störfum. 8. nóvember 2019 17:45 Stjórn SÍBS vill aðkomu heilbrigðisráðherra Stjórn SÍBS hefur óskað eftir aðkomu heilbrigðisráðherra. 8. nóvember 2019 17:35 Undir það búinn að fara á eftirlaun en ekki fyrirvaralausa uppsögn Magnús Ólason, fyrrverandi framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi ræðir uppsögn sína í samtali við Læknablaðið. 3. nóvember 2019 21:49 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira
Herdís hættir sem forstjóri Reykjalundar Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Reykjalundar hefur sagt upp störfum. 8. nóvember 2019 17:45
Stjórn SÍBS vill aðkomu heilbrigðisráðherra Stjórn SÍBS hefur óskað eftir aðkomu heilbrigðisráðherra. 8. nóvember 2019 17:35
Undir það búinn að fara á eftirlaun en ekki fyrirvaralausa uppsögn Magnús Ólason, fyrrverandi framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi ræðir uppsögn sína í samtali við Læknablaðið. 3. nóvember 2019 21:49