Samþykkt að loka Kelduskóla Korpu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. nóvember 2019 15:36 Samkvæmt tillögunni sem samþykkt var í dag verður Kelduskóla-Korpu lokað. Unglingadeildin verður í Víkurskóla og 1. til 7. bekkur í Engjaskóla og Borgarskóla. Vísir/Hafsteinn Frá og með haustinu 2020 verður Kelduskóla Korpu lokað og þrír grunnskólar starfræktir í norðanverðum Grafarvogi. Borgarskóli og Engjaskóli fyrir börn í 1.-7. bekk og Víkurskóli fyrir nemendur í 8.-10. bekk. Þetta var samþykkt á fundi Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar í dag. Tillagan felur í sér að skólahald í Kelduskóla Korpu verði lokað þar til börnum á aldrinum 6-12 ára í Staðahverfi hefur fjölgað í 150. Verði skólahald þá endurskoðað í samstarfi við foreldra og íbúa. Til stendur að nota húsnæði skólans áfram í skóla- og frístundastarfi og verði í því sambandi leitað eftir áhuga sjálfstætt starfandi skóla.Kelduskóla Korpu verður lokað frá og með haustinu 2020.Fréttablaðið/ErnirSamkvæmt núverandi fyrirkomulagi eru fjórir skólar í norðanverðum Grafarvogi. 239 nemendur á yngsta og elsta stigi grunnskóla sækja Vættaskóla í Engjahverfi og í Borgum sækja 234 nemendur í fyrsta til sjöunda bekk skólann. 276 nemendur í fyrsta til tíunda bekk eru í Kelduskóla í Vík en aðeins 59 nemendur í fyrsta til sjöunda bekk eru í Korpu. Skólinn var byggðu fyrir 170 nemendur. Síðustu sameiningar skóla í hverfinu voru árið 2012. Áformin í norðurhluta Grafarvogs hafa mætt verulegri andstöðu hjá stórum hluta foreldra í hverfinu sem blésu til mótmæla í morgun þar sem þeir settust upp í bílana sína og sköpuðu talsverða umferðarteppu á helstu götum milli Engja-, Víkur- og Staðahverfis. Nemendur í Kelduskóla Korpu mótmæltu fyrirhugaðri lokun skólans í morgun.Vísir/EgillTilkynning Reykjavíkurborgar í heild sinni „Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að frá og með hausti 2020 verði þrír grunnskólar starfræktir í norðanverðum Grafarvogi. Borgaskóli og Engjaskóli verði fyrir nemendur í 1.-7. bekk og Víkurskóli verði sameinaður unglingaskóli fyrir nemendur í 8.-10 bekk. Gert er ráð fyrir að hver skóli rúmi á þriðja hundrað nemendur. Í Víkurskóla verður lögð áhersla á hugmyndafræði nýsköpunar, frumkvöðlafræði og skapandi hugsun í öllum starfsháttum. Nýsköpun í skóla- og frístundastarfi felur jafnframt í sér áherslu lýðræðisleg vinnubrögð, teymisvinnu og lausnamiðað nám. Tillagan felur í sér að skólahald verður aflagt í Korpuskóla þar til börnum í Staðahverfi á aldrinum 6-12 ára hefur fjölgað í 150 og verður þá ákvörðun um skólahald í hverfinu endurskoðuð í samstarfi við foreldra og íbúa. 59 nemendur eru nú í Korpuskóla og hefur fækkað úr 140 nemendum árið 2012 en skólinn er byggður fyrir 170 nemendur. Lagt er til að innleiðingarhópar verði skipaðir til að tryggja markvisst og farsælt breytingaferli og verði skipan þeirra afgreidd á fundi ráðsins 10. desember næstkomandi. Í greinargerð með tillögunni er lagt til að skipaður verði einn hópur fyrir hvern skóla og það frístundaheimili eða félagsmiðstöð sem honum er næst, og einn yfirhópur sem tryggi að samfella skapist í skipulagi skólahalds, frístundastarfs og samgöngumála. Tillagan felur í sér að tryggðar verði samgöngubætur til að bæta umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda og til að tengja betur öll hverfi í norðanverðum Grafarvogi. Göngu- og hjólaleiðir verði bættar til að gera skóla-, frístunda- og íþróttastarf aðgengilegra fyrir íbúa í öllum norðanverðum Grafarvogi. Undirgöng eða ámóta örugg göngu- og hjólaleið verði sett við Strandveg/Víkurveg á milli Garðsstaða og Breiðavíkur. Sett verði upp gönguljós og þrenging götu við Mosaveg. Unnið verði að úrbótum á almenningssamgöngum í samstarfi við Strætó b.s., með áherslu á fjölgun biðstöðva og tíðari ferðir. Í tillögunni kemur fram vilji meirihluta skóla- og frístundaráðs til að skólahúsnæðið í Korpu nýtist áfram í skóla- og frístundastarfi þannig að foreldrar hafi val um skóla- og frístundaúrræði fyrir börn sín. Í því sambandi verði m.a. leitað eftir áhuga sjálfstætt starfandi skóla. Á fundi skóla- og frístundaráðs var lagt fram álit borgarlögmanns um að ekki sé nauðsynlegt að breyta deiliskipulagi áður eða samhliða því að skólahaldi verði hætt í Korpuskála. Með hliðsjón af fyrirhuguðum úrbótum á samgöngum milli hverfa er, að hans mati, ekki fyrir hendi skaðabótaábyrgð af hálfu borgaryfirvalda gagnvart íbúum Staðahverfis.“ Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Mótmælaaðgerðir í Grafarvogi höfðu áhrif á umferð í um hálftíma Tilkynnt var í gær að foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi hugðust grípa til mótmælaaðgerða vegna fyrirhugaðra breytinga á skólahaldi í hverfinu. 12. nóvember 2019 10:02 Segir loforð borgarinnar um samgöngubætur ekki trúverðug Foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi mótmæltu fyrirhuguðum breytingum á skólahaldi í hverfinu með því að skapa mikla umferðarteppu í morgun. 12. nóvember 2019 12:00 Skólaráð Kelduskóla klofið í afstöðu sinni Foreldrafélag Kelduskóla skorar á Reykjavíkurborg að hverfa alfarið frá áformum sem fela í sér lokun Kelduskóla Korpu. Skólaráð Kelduskóla er klofið í afstöðu sinni til fyrirhugaðra breytinga. 6. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Frá og með haustinu 2020 verður Kelduskóla Korpu lokað og þrír grunnskólar starfræktir í norðanverðum Grafarvogi. Borgarskóli og Engjaskóli fyrir börn í 1.-7. bekk og Víkurskóli fyrir nemendur í 8.-10. bekk. Þetta var samþykkt á fundi Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar í dag. Tillagan felur í sér að skólahald í Kelduskóla Korpu verði lokað þar til börnum á aldrinum 6-12 ára í Staðahverfi hefur fjölgað í 150. Verði skólahald þá endurskoðað í samstarfi við foreldra og íbúa. Til stendur að nota húsnæði skólans áfram í skóla- og frístundastarfi og verði í því sambandi leitað eftir áhuga sjálfstætt starfandi skóla.Kelduskóla Korpu verður lokað frá og með haustinu 2020.Fréttablaðið/ErnirSamkvæmt núverandi fyrirkomulagi eru fjórir skólar í norðanverðum Grafarvogi. 239 nemendur á yngsta og elsta stigi grunnskóla sækja Vættaskóla í Engjahverfi og í Borgum sækja 234 nemendur í fyrsta til sjöunda bekk skólann. 276 nemendur í fyrsta til tíunda bekk eru í Kelduskóla í Vík en aðeins 59 nemendur í fyrsta til sjöunda bekk eru í Korpu. Skólinn var byggðu fyrir 170 nemendur. Síðustu sameiningar skóla í hverfinu voru árið 2012. Áformin í norðurhluta Grafarvogs hafa mætt verulegri andstöðu hjá stórum hluta foreldra í hverfinu sem blésu til mótmæla í morgun þar sem þeir settust upp í bílana sína og sköpuðu talsverða umferðarteppu á helstu götum milli Engja-, Víkur- og Staðahverfis. Nemendur í Kelduskóla Korpu mótmæltu fyrirhugaðri lokun skólans í morgun.Vísir/EgillTilkynning Reykjavíkurborgar í heild sinni „Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að frá og með hausti 2020 verði þrír grunnskólar starfræktir í norðanverðum Grafarvogi. Borgaskóli og Engjaskóli verði fyrir nemendur í 1.-7. bekk og Víkurskóli verði sameinaður unglingaskóli fyrir nemendur í 8.-10 bekk. Gert er ráð fyrir að hver skóli rúmi á þriðja hundrað nemendur. Í Víkurskóla verður lögð áhersla á hugmyndafræði nýsköpunar, frumkvöðlafræði og skapandi hugsun í öllum starfsháttum. Nýsköpun í skóla- og frístundastarfi felur jafnframt í sér áherslu lýðræðisleg vinnubrögð, teymisvinnu og lausnamiðað nám. Tillagan felur í sér að skólahald verður aflagt í Korpuskóla þar til börnum í Staðahverfi á aldrinum 6-12 ára hefur fjölgað í 150 og verður þá ákvörðun um skólahald í hverfinu endurskoðuð í samstarfi við foreldra og íbúa. 59 nemendur eru nú í Korpuskóla og hefur fækkað úr 140 nemendum árið 2012 en skólinn er byggður fyrir 170 nemendur. Lagt er til að innleiðingarhópar verði skipaðir til að tryggja markvisst og farsælt breytingaferli og verði skipan þeirra afgreidd á fundi ráðsins 10. desember næstkomandi. Í greinargerð með tillögunni er lagt til að skipaður verði einn hópur fyrir hvern skóla og það frístundaheimili eða félagsmiðstöð sem honum er næst, og einn yfirhópur sem tryggi að samfella skapist í skipulagi skólahalds, frístundastarfs og samgöngumála. Tillagan felur í sér að tryggðar verði samgöngubætur til að bæta umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda og til að tengja betur öll hverfi í norðanverðum Grafarvogi. Göngu- og hjólaleiðir verði bættar til að gera skóla-, frístunda- og íþróttastarf aðgengilegra fyrir íbúa í öllum norðanverðum Grafarvogi. Undirgöng eða ámóta örugg göngu- og hjólaleið verði sett við Strandveg/Víkurveg á milli Garðsstaða og Breiðavíkur. Sett verði upp gönguljós og þrenging götu við Mosaveg. Unnið verði að úrbótum á almenningssamgöngum í samstarfi við Strætó b.s., með áherslu á fjölgun biðstöðva og tíðari ferðir. Í tillögunni kemur fram vilji meirihluta skóla- og frístundaráðs til að skólahúsnæðið í Korpu nýtist áfram í skóla- og frístundastarfi þannig að foreldrar hafi val um skóla- og frístundaúrræði fyrir börn sín. Í því sambandi verði m.a. leitað eftir áhuga sjálfstætt starfandi skóla. Á fundi skóla- og frístundaráðs var lagt fram álit borgarlögmanns um að ekki sé nauðsynlegt að breyta deiliskipulagi áður eða samhliða því að skólahaldi verði hætt í Korpuskála. Með hliðsjón af fyrirhuguðum úrbótum á samgöngum milli hverfa er, að hans mati, ekki fyrir hendi skaðabótaábyrgð af hálfu borgaryfirvalda gagnvart íbúum Staðahverfis.“
Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Mótmælaaðgerðir í Grafarvogi höfðu áhrif á umferð í um hálftíma Tilkynnt var í gær að foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi hugðust grípa til mótmælaaðgerða vegna fyrirhugaðra breytinga á skólahaldi í hverfinu. 12. nóvember 2019 10:02 Segir loforð borgarinnar um samgöngubætur ekki trúverðug Foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi mótmæltu fyrirhuguðum breytingum á skólahaldi í hverfinu með því að skapa mikla umferðarteppu í morgun. 12. nóvember 2019 12:00 Skólaráð Kelduskóla klofið í afstöðu sinni Foreldrafélag Kelduskóla skorar á Reykjavíkurborg að hverfa alfarið frá áformum sem fela í sér lokun Kelduskóla Korpu. Skólaráð Kelduskóla er klofið í afstöðu sinni til fyrirhugaðra breytinga. 6. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Mótmælaaðgerðir í Grafarvogi höfðu áhrif á umferð í um hálftíma Tilkynnt var í gær að foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi hugðust grípa til mótmælaaðgerða vegna fyrirhugaðra breytinga á skólahaldi í hverfinu. 12. nóvember 2019 10:02
Segir loforð borgarinnar um samgöngubætur ekki trúverðug Foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi mótmæltu fyrirhuguðum breytingum á skólahaldi í hverfinu með því að skapa mikla umferðarteppu í morgun. 12. nóvember 2019 12:00
Skólaráð Kelduskóla klofið í afstöðu sinni Foreldrafélag Kelduskóla skorar á Reykjavíkurborg að hverfa alfarið frá áformum sem fela í sér lokun Kelduskóla Korpu. Skólaráð Kelduskóla er klofið í afstöðu sinni til fyrirhugaðra breytinga. 6. nóvember 2019 20:00