Hvað kom fyrir Nesbø? Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 14. nóvember 2019 11:00 Forsíða Hnífs eftir Jo Nesbø. Vinsældir norska glæpasagnahöfundarins Jo Nesbø eru engin tilviljun. Lesendur hans hafa lengi gengið að því sem vísu að hann muni sjá þeim fyrir spennu í bókum þar sem er að finna hrollvekjandi morð, áhugaverðar persónur og óvæntar fléttur. Allra síðustu árin er þó eins og þreytu sé farið að gæta hjá höfundinum. Morðin hafa orðið óhugnanlegri og illmennin ýktari um leið og söguþráðurinn verður æ ótrúverðugri. Það sem helst hefur haldið sögunum uppi er lögreglumaðurinn Harry Hole, alkóhólisti sem oftar en ekki er versti óvinur sjálfs sín. Nýjasta bókin um Harry Hole er Hnífur, löng og ruglingsleg glæpasaga. Strax á blaðsíðu 60 gerist atburður sem hlýtur að vekja uppnám í hugum aðdáenda Hole. Ekki er gott að sjá af hverju Nesbø fór þá leið sem hann þarna velur. Kannski vildi hann sjokkera og það tekst honum rækilega. Meinið er að þegar líða fer á sögu verður hún æ kjánalegri. Persónur, sem lesandinn þekkir úr fyrri bókum um Hole, fara að sýna á sér áður óþekktar hliðar og þær ógeðfelldar. Um sögusviðið þvælist svo raðnauðgari af allra verstu sort, nauðgar konum og þvingar þær til að eignast barnið. Afhjúpunin á morðingjanum undir lokin er að sönnu óvænt en stenst um leið enga skoðun. Eftir situr lesandinn og veltir því fyrir sér hvað hafi orðið um þann Nesbø sem hann eitt sinn þekkti og sá honum alltaf fyrir svo góðri afþreyingu. Kannski er Nesbø orðinn of ríkur og frægur og meðvitaður um að hann kemst upp með næstum hvað sem er. Kannski er enginn lengur til að lesa yfir handrit hans og gefa honum tiltal þegar hann fer út af sporinu eins og hann gerir hér. Eða kannski finnst Nesbø þetta bara afskaplega gott hjá sér. Í lok Hnífsins er Harry Hole að taka ákvörðun um hvert leið hans skuli liggja. Líklegt er að fjölmörgum lesendum standi algjörlega á sama og bíði næstu bókar ekki með eftirvæntingu. Hnífur er ekki bara slæm glæpasaga, hún er fáránlega vond. Það er afar leitt að sjá jafn hæfileikaríkan höfund og Nesbø fara jafn illilega út af sporinu.Niðurstaða: Arfavond og kjánaleg glæpasaga þar sem eiginlega ekkert gengur upp. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Vinsældir norska glæpasagnahöfundarins Jo Nesbø eru engin tilviljun. Lesendur hans hafa lengi gengið að því sem vísu að hann muni sjá þeim fyrir spennu í bókum þar sem er að finna hrollvekjandi morð, áhugaverðar persónur og óvæntar fléttur. Allra síðustu árin er þó eins og þreytu sé farið að gæta hjá höfundinum. Morðin hafa orðið óhugnanlegri og illmennin ýktari um leið og söguþráðurinn verður æ ótrúverðugri. Það sem helst hefur haldið sögunum uppi er lögreglumaðurinn Harry Hole, alkóhólisti sem oftar en ekki er versti óvinur sjálfs sín. Nýjasta bókin um Harry Hole er Hnífur, löng og ruglingsleg glæpasaga. Strax á blaðsíðu 60 gerist atburður sem hlýtur að vekja uppnám í hugum aðdáenda Hole. Ekki er gott að sjá af hverju Nesbø fór þá leið sem hann þarna velur. Kannski vildi hann sjokkera og það tekst honum rækilega. Meinið er að þegar líða fer á sögu verður hún æ kjánalegri. Persónur, sem lesandinn þekkir úr fyrri bókum um Hole, fara að sýna á sér áður óþekktar hliðar og þær ógeðfelldar. Um sögusviðið þvælist svo raðnauðgari af allra verstu sort, nauðgar konum og þvingar þær til að eignast barnið. Afhjúpunin á morðingjanum undir lokin er að sönnu óvænt en stenst um leið enga skoðun. Eftir situr lesandinn og veltir því fyrir sér hvað hafi orðið um þann Nesbø sem hann eitt sinn þekkti og sá honum alltaf fyrir svo góðri afþreyingu. Kannski er Nesbø orðinn of ríkur og frægur og meðvitaður um að hann kemst upp með næstum hvað sem er. Kannski er enginn lengur til að lesa yfir handrit hans og gefa honum tiltal þegar hann fer út af sporinu eins og hann gerir hér. Eða kannski finnst Nesbø þetta bara afskaplega gott hjá sér. Í lok Hnífsins er Harry Hole að taka ákvörðun um hvert leið hans skuli liggja. Líklegt er að fjölmörgum lesendum standi algjörlega á sama og bíði næstu bókar ekki með eftirvæntingu. Hnífur er ekki bara slæm glæpasaga, hún er fáránlega vond. Það er afar leitt að sjá jafn hæfileikaríkan höfund og Nesbø fara jafn illilega út af sporinu.Niðurstaða: Arfavond og kjánaleg glæpasaga þar sem eiginlega ekkert gengur upp.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira