Stóraukið íbúalýðræði í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir og skrifa 14. nóvember 2019 10:01 Í dag er síðasti dagurinn til að taka þátt í hverfakosningunum Hverfið mitt sem fara fram í 8. sinn. Hvernig vilt þú sjá hverfið þitt þróast? Þú mátt ráða! Ár hvert hafa borgarbúar tæpan hálfan milljarð króna til þess að forgangsraða þeim hugmyndum sem þeim þykir mestur virðisauki í til viðbótar við aðrar fjárfestingar og viðhaldaáætlanir í hverfunum. Án verkefnisins Hverfið mitt væri þetta tækifæri ekki til staðar með þessum hætti. Við viljum að þú ráðir. Íbúar í hverfunum þekkja sitt nærsamfélag best og þrátt fyrir að borgin sé með sínar viðhaldsáætlanir, umferðaröryggisáætlanir og önnur góð plön sem hún fylgir til þess að bæta öryggi, innviði og aðbúnað í hverfum borgarinnar þá er það stundum þannig að borgarbúinn vill forgangsraða öðruvísi en yfirvöld hafa ákveðið að gera og ástæður þess geta verið margar. Hér er verið að rétta þér tækifæri til að velja! Hugmyndirnar koma frá íbúunum og þeim er forgangsraðað af íbúunum. Lýðræðið í Reykjavík er í stöðugri þróun því við viljum sífellt vera að gera betur. Í vor var starfshópur skipaður um framtíðarþróun lýðræðisverkefna Reykjavíkurborgar og mun sá fljótlega skila sínum niðurstöðum. Vilji er til þess að ná enn betra samtali við þig sem leggur fram þínar tillögur – til þess að ganga enn lengra til að geta látið þær verða að veruleika á besta mögulega hátt og er þetta eitt af viðfangsefnum starfshópsins. Að auki er verið að skoða hvort það henti að viðhalds- og öryggisverkefni séu hluti af Hverfinu mínu þar sem að athugasemdir hafa borist hvað það varðar – en rétt er að halda því til haga að það var að ósk borgarbúa að þeim væri aftur bætt inn eftir breytingar þar á hér um árið. Öllum ábendingum um breytingar á Hverfinu mínu er vel tekið í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði sem er með verkefnið til endurskoðunar. Hverfið mitt er einn vettvangur af mörgum sem stendur íbúum Reykjavíkur til boða til þess að taka þátt í lýðræðislegu samtali við borgaryfirvöld, hafa áhrif og koma góðum hugmyndum til leiðar. Ábendingavefurinn er annar og með nýlegum betrumbótum á honum og auknu aðgengi hefur aðsóknin aukist úr tugum ábendinga á ári yfir í mörg þúsund ábendingar. Íbúaráðin eru líka mjög viðamikill vettvangur íbúalýðræðis sem við væntum mikils af en þau eru nýfarin af stað og eru nú skipuð íbúum beint úr hverfunum án milligöngu borgarstjórnar í fyrsta sinn. Þar að auki verða þau nú skipuð einum slembivöldum fulltrúa úr hverju hverfi sem er gríðarlega spennandi leið til að ná til enn breiðari hóps borgarbúa – líka þeirra sem myndu annars ekki bjóða sig fram til félags- eða stjórnmálastarfa. Þetta eru ólíkar leiðir til þess að ná til ólíkra hópa og bara örfá dæmi. Mín skilaboð eru: Taktu þátt! Vertu með! Þannig verður borgin okkar enn betri.Höfundur er formaður mannréttinda-, nýsköpunar og lýðræðisráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Dóra Björt Guðjónsdóttir Reykjavík Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í dag er síðasti dagurinn til að taka þátt í hverfakosningunum Hverfið mitt sem fara fram í 8. sinn. Hvernig vilt þú sjá hverfið þitt þróast? Þú mátt ráða! Ár hvert hafa borgarbúar tæpan hálfan milljarð króna til þess að forgangsraða þeim hugmyndum sem þeim þykir mestur virðisauki í til viðbótar við aðrar fjárfestingar og viðhaldaáætlanir í hverfunum. Án verkefnisins Hverfið mitt væri þetta tækifæri ekki til staðar með þessum hætti. Við viljum að þú ráðir. Íbúar í hverfunum þekkja sitt nærsamfélag best og þrátt fyrir að borgin sé með sínar viðhaldsáætlanir, umferðaröryggisáætlanir og önnur góð plön sem hún fylgir til þess að bæta öryggi, innviði og aðbúnað í hverfum borgarinnar þá er það stundum þannig að borgarbúinn vill forgangsraða öðruvísi en yfirvöld hafa ákveðið að gera og ástæður þess geta verið margar. Hér er verið að rétta þér tækifæri til að velja! Hugmyndirnar koma frá íbúunum og þeim er forgangsraðað af íbúunum. Lýðræðið í Reykjavík er í stöðugri þróun því við viljum sífellt vera að gera betur. Í vor var starfshópur skipaður um framtíðarþróun lýðræðisverkefna Reykjavíkurborgar og mun sá fljótlega skila sínum niðurstöðum. Vilji er til þess að ná enn betra samtali við þig sem leggur fram þínar tillögur – til þess að ganga enn lengra til að geta látið þær verða að veruleika á besta mögulega hátt og er þetta eitt af viðfangsefnum starfshópsins. Að auki er verið að skoða hvort það henti að viðhalds- og öryggisverkefni séu hluti af Hverfinu mínu þar sem að athugasemdir hafa borist hvað það varðar – en rétt er að halda því til haga að það var að ósk borgarbúa að þeim væri aftur bætt inn eftir breytingar þar á hér um árið. Öllum ábendingum um breytingar á Hverfinu mínu er vel tekið í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði sem er með verkefnið til endurskoðunar. Hverfið mitt er einn vettvangur af mörgum sem stendur íbúum Reykjavíkur til boða til þess að taka þátt í lýðræðislegu samtali við borgaryfirvöld, hafa áhrif og koma góðum hugmyndum til leiðar. Ábendingavefurinn er annar og með nýlegum betrumbótum á honum og auknu aðgengi hefur aðsóknin aukist úr tugum ábendinga á ári yfir í mörg þúsund ábendingar. Íbúaráðin eru líka mjög viðamikill vettvangur íbúalýðræðis sem við væntum mikils af en þau eru nýfarin af stað og eru nú skipuð íbúum beint úr hverfunum án milligöngu borgarstjórnar í fyrsta sinn. Þar að auki verða þau nú skipuð einum slembivöldum fulltrúa úr hverju hverfi sem er gríðarlega spennandi leið til að ná til enn breiðari hóps borgarbúa – líka þeirra sem myndu annars ekki bjóða sig fram til félags- eða stjórnmálastarfa. Þetta eru ólíkar leiðir til þess að ná til ólíkra hópa og bara örfá dæmi. Mín skilaboð eru: Taktu þátt! Vertu með! Þannig verður borgin okkar enn betri.Höfundur er formaður mannréttinda-, nýsköpunar og lýðræðisráðs Reykjavíkur.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar