Forsætisráðherra segir lögbrot fyrirtækja ekki verða liðin Heimir Már Pétursson skrifar 14. nóvember 2019 19:47 Þingmaður Pírata segir spillingu á Íslandi víðfeðma og vel skjalfesta sem bregðast verði við með aðgerðum. Forsætisráðherra segir margt hafa breyst frá hruni og það verði ekki liðið að íslensk fyrirtæki brjóti lög og reglur hvorki innanlands né utan. Sérstök umræða var um spillingu á Alþingi í dag auk þess sem málefni Samherja fylltu óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði þá mynd vera að dragast upp af Íslandi að það væri spillingarbæli. „Ég skal nefna Vafningsmálið, ég skal nefna lekamálið, Orku Energy, landsréttarmálið, Panamaskjölin, gráa listann sem við sitjum núna á. Og svo auðvitað núna samherjaskjölin,” sagði Logi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði alvarlegt mál þegar formaður stjórnmálaflokks lýsti Íslandi sem spillingarbæli. „Gráa listunin er ekki dæmi um spillingu á Íslandi háttvirtur þingmaður. Þú ert bara í ruglinu með þessa nálgun á það mál,” sagði Bjarni og minnti á að einnig væri til svartur listi. „Að sjálfsögðu hef ég áhyggjur af þessu máli. Af sjálfsögðu hef ég áhyggjur af orðspori sem við Íslendingar getum séð bíða hnekki vegna þessa máls. Það ræðst af því hvernig við tökum á málinu hvernig úr því spilast,” sagði formaður Sjálfstæðisflokksins. Smári McCarthy þingmaður Pírata hóf sérstaka umræðu um spilling að loknum fyrirspurnatíma. „Liðin er sú tíð að fólk geti skýlt sér á bak við furðu og hneykslan þegar kemur að umræðu um spillingu á Íslandi. Hún er víðfeðm, hún er vel skjalfest og hún viðgengst svo gott sem óáreitt,” sagði Smári og vísaði til mála allt aftur fyrir hrun áður en hann vék beint að samherjamálinu. „Fyrir liggja sannanir um skipulagt arðrán á auðlindum annarrar þjóðar. Sannanir um gríðarlegar reglubundnar mútugreiðslur til embættismanna og stjórnmálamanna. Frá fyrirtæki sem verið hefur flaggberi íslensku útgerðarinnar og byggt auðsöfnun sína á nýtingu íslenskra auðlinda,” sagði Smári. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var til andsvara og sagði margt hafa breyst til batnaðar frá hruni, meðal annars hefðu refsingar við mútugreiðslum nýlega verið hertar og frumvarp iðnaðarráðherra varðandi upplýsingar um raunverulega eigendur fyrirtækja verið samþykkt. Enn mæti gera betur. „Þegar íslensk fyrirtæki starfa í öðrum löndum bera þau ekki aðeins ábyrgð á sínu eigin orðspori. Þau bera ábyrgð á orðspori heils samfélags. Þannig að þetta er mál sem varðar okkur öll. Ekki bara einstök fyrirtæki. Því verður það ekki liðið að íslensk fyrirtæki brjóti lög og reglur. Næsta skref hlýtur að vera að rannsaka þetta mál ofan í kjölinn,” sagði forsætisráðherra sem endaði daginn á Alþingi með því að mæla fyrir frumvarpi sínu um vernd uppljóstrara. Alþingi Samherjaskjölin Vafningsmálið Tengdar fréttir „Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47 Bættu við kafla um spillingu og mútur í ársreikninginn Samherji vonast til þess að félagið verði búið að setja sér reglur um siðferði, spillingu, mannréttindi og mútur fyrir lok þessa árs. 13. nóvember 2019 11:45 Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Þingmaður Pírata segir spillingu á Íslandi víðfeðma og vel skjalfesta sem bregðast verði við með aðgerðum. Forsætisráðherra segir margt hafa breyst frá hruni og það verði ekki liðið að íslensk fyrirtæki brjóti lög og reglur hvorki innanlands né utan. Sérstök umræða var um spillingu á Alþingi í dag auk þess sem málefni Samherja fylltu óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði þá mynd vera að dragast upp af Íslandi að það væri spillingarbæli. „Ég skal nefna Vafningsmálið, ég skal nefna lekamálið, Orku Energy, landsréttarmálið, Panamaskjölin, gráa listann sem við sitjum núna á. Og svo auðvitað núna samherjaskjölin,” sagði Logi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði alvarlegt mál þegar formaður stjórnmálaflokks lýsti Íslandi sem spillingarbæli. „Gráa listunin er ekki dæmi um spillingu á Íslandi háttvirtur þingmaður. Þú ert bara í ruglinu með þessa nálgun á það mál,” sagði Bjarni og minnti á að einnig væri til svartur listi. „Að sjálfsögðu hef ég áhyggjur af þessu máli. Af sjálfsögðu hef ég áhyggjur af orðspori sem við Íslendingar getum séð bíða hnekki vegna þessa máls. Það ræðst af því hvernig við tökum á málinu hvernig úr því spilast,” sagði formaður Sjálfstæðisflokksins. Smári McCarthy þingmaður Pírata hóf sérstaka umræðu um spilling að loknum fyrirspurnatíma. „Liðin er sú tíð að fólk geti skýlt sér á bak við furðu og hneykslan þegar kemur að umræðu um spillingu á Íslandi. Hún er víðfeðm, hún er vel skjalfest og hún viðgengst svo gott sem óáreitt,” sagði Smári og vísaði til mála allt aftur fyrir hrun áður en hann vék beint að samherjamálinu. „Fyrir liggja sannanir um skipulagt arðrán á auðlindum annarrar þjóðar. Sannanir um gríðarlegar reglubundnar mútugreiðslur til embættismanna og stjórnmálamanna. Frá fyrirtæki sem verið hefur flaggberi íslensku útgerðarinnar og byggt auðsöfnun sína á nýtingu íslenskra auðlinda,” sagði Smári. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var til andsvara og sagði margt hafa breyst til batnaðar frá hruni, meðal annars hefðu refsingar við mútugreiðslum nýlega verið hertar og frumvarp iðnaðarráðherra varðandi upplýsingar um raunverulega eigendur fyrirtækja verið samþykkt. Enn mæti gera betur. „Þegar íslensk fyrirtæki starfa í öðrum löndum bera þau ekki aðeins ábyrgð á sínu eigin orðspori. Þau bera ábyrgð á orðspori heils samfélags. Þannig að þetta er mál sem varðar okkur öll. Ekki bara einstök fyrirtæki. Því verður það ekki liðið að íslensk fyrirtæki brjóti lög og reglur. Næsta skref hlýtur að vera að rannsaka þetta mál ofan í kjölinn,” sagði forsætisráðherra sem endaði daginn á Alþingi með því að mæla fyrir frumvarpi sínu um vernd uppljóstrara.
Alþingi Samherjaskjölin Vafningsmálið Tengdar fréttir „Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47 Bættu við kafla um spillingu og mútur í ársreikninginn Samherji vonast til þess að félagið verði búið að setja sér reglur um siðferði, spillingu, mannréttindi og mútur fyrir lok þessa árs. 13. nóvember 2019 11:45 Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
„Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47
Bættu við kafla um spillingu og mútur í ársreikninginn Samherji vonast til þess að félagið verði búið að setja sér reglur um siðferði, spillingu, mannréttindi og mútur fyrir lok þessa árs. 13. nóvember 2019 11:45
Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent