Uppljóstrun eða hefnd? Ole Anton Bieltvedt skrifar 15. nóvember 2019 09:00 Eins og ég hef stundum nefnt, bjó ég og starfaði lengi erlendis. Tók þátt í og stundaði alþjóðleg viðskipti um langt skeið; reyndar í hálfa öld. Ég er einn þeirra mörgu, sem fylgdust með Kveik á þriðjudags-kvöldi, þar sem fjallað var um meinta spillingu og brot Samherja í Namibíu. Auðvitað var það óskemmtileg mynd, sem þarna var dregin upp, svo að ekki sé meira sagt, en ýmislegt kom mér þar þó kunnuglega fyrir sjónir. Uppljóstrarinn mikli virkaði ekki sérlega vel á mig né heldur sagan, sem hann sagði. Í raun var ekki annað að heyra, en hann hefði sjálfur verið höfuðpaurinn í „spillingunni“. – Án þess að þekkja manninn, leyfi ég mér að segja þetta: Þennan blessaða mann hefði ég varla ráðið vinnu. Þetta var svona „búktilfinning“, eins og Þjóðverjinn segir. Nú er það svo, ef dæma á menn eða fyrirtæki, þarf að líta til allra þátta; góðs og ills og alls þar á milli. Ég þekki ekki Samherja eða þá menn, sem rifið hafa upp það fyrirtæki, ekki bara hér, heldur gert það að leiðandi fyrirtæki á sviði fiskveiða, fiskverkunar og fiskviðskipta á alþjóða vettvangi. En, þegar ég bjó í Þýzkalandi, frétti ég, að eitthvert framsækið íslenzkt fyrirtæki hefði keypt og yfirtekið eitt helzta sjávarútvegs-fyrirtækið í Bremerhaven. Vel gert. Seinna, eftir að ég var kominn hingað heim, sá ég, að þarna var merkilegt fyrirtæki á ferðinni, með um 850 starfsmenn hér og mikinn fjölda erlendra starfsmanna, sem hafði ekki aðeins spjarað sig vel hér, heldur líka í þrælharði alþjóðlegri samkeppni. Gilda þar auðvitað engar elsku-amma-aðferðir, ef árangur á að nást, og ekki getur einn aðili breytt leikreglum upp á eigin spýtur. Heilindi þurfa þó auðvitað að vera til staðar. Enginn nær árangri án þess, að hann búi yfir þrennu: Áreiðanleika, vörugæðum og sanngirni: Menn verða að standa fyrir sínu, og það verður að vera hægt, að treysta þeim. Árangur Samherja bendir til þess, að þetta geti átt við um þá. Hefur einhver haft fyrir því, að reikna út og stilla því upp, sem Samherji hefur gert fyrir íslenzkt samfélag – beint og óbeint - í formi launagreiðslna, skattgreiðslna, gjaldeyrisöflunar og annars? Mættu þeir góðu menn, sem hafa eytt mánuðum í að veltu upp slæmri hlið á starfsemi Samherja, gjarnan taka viku í það. Um nokkurt árabil sá ég um vöruþróun og framleiðslu fyrir heimsþekkt japanskt vörumerki á sviði hljómtækja og sjónvarpstækja. Fór framleiðsla mest fram í kínverskum verksmiðjum. Í eitt skipti var ég að semja um framleiðslu á tilteknu tæki. Forstjórinn, sem reyndar var breskur, tjáði mér, að allra lægsta framleiðsluverð væri 70 Bandaríkjadalir. Bætti hann því svo við, að tiltekinn aðili hefði sérsamning við verksmiðju, enda hefði hann milligöngu fyrir marga aðra kaupendur og hefði því alveg sérstök kjör og allra lægsta verð. Með slíkri milligöngu, mætti færa framleiðslukostnað úr 70 Bandaríkjadölum í 65, en þá yrði að greiða þessum millilið 1 Bandaríkjadal í umboðslaun. Engum sögum fór af eiganda þessa milliliðafyrirtækis. Í sannleika sagt, herja svona kerfi – vafasöm og óheiðarleg en ekki ólögleg - í margs konar alþjóðlegum viðskiptum, og ég sé ekki fyrir mér, að hægt verði að útrýma þeim, þó æskilegt væri. Lykilmenn eru að notfæra sér aðstöðu sína. Á ættartengsl, vináttutengsl og hagsmunatengsl verður seint höggvið. Oft er talað um umboðslaun, ráðgjöf eða kick-backs. Það sneiðir enginn, sem árangri vill ná á erlendum vettvangi, einkum ekki í þróunarlöndunum, fram hjá þessum kerfum. Jafn illt og það er. Mér sýnist Samherjamenn hafa lent í því, eins og margir aðrir. „Skattsvik“ er vinsælt orð og mikið notað. Auðvitað flott, þegar talað er um aðra. En, er hér einhver, sem ekki reynir, að lækka sína skatta? Auðvitað gera það allir góðir menn innan ramma reglna, laga og góðs siðferðis. Ég á ekki von á því, að það eigi eftir að koma í ljós, að skattsvik hafi átt sér stað hjá Samherja. Mér sýnist þeir aðeins vera að nota sér lögleg kerfi og leiðir, sem eru til staðar, þó að ég vilji ekki mæla þeim bót. Það sára er auðvitað, að bláfátækir Namibíubúar fá ekki sína skattpening. Ég veit ekki um neitt alþjóðlegt fyrirtæki, sem ekki leitar allra löglegra leiða til að auka ávinning og tekjur og spara skatta. Reyndar er þessi viðleitni fyrsta skylda stjórnenda gagnvart hluthöfum. Auðvitað þarf líka að vera siðsemi í öllu, og er lögð vaxandi áherzla á það í hinum Vestræna heimi. Yfirvöld og eftirlitsaðilar reyna eftir bezta megni, að vinna gegn skattsvikum og skattatilfæringum. Eru kommissarar ESB þar fremstir í flokki. ESB hefur sektað þúsundir alþjóðlegra fyrirtækja - stórra og smárra - síðustu árin fyrir tilfæringar í skattamálum, verðsamráð, ólöglegar greiðslur og önnur brot. Þeir, sem ESB hefur tekið í karphúsið, eru m.a. Google, Microsoft, Facebook, Apple, Amazon, allir helztu bifreiðafamleiðendurnir álfunnar, allir helztu bankar, öll helztu flugfélög og svona mætti lengi telja. „You name it“.Auðvitað þarf að reyna að laga þetta, en það verður ekki gert með því, að níða niður eitt helzta og merkasta fyrirtæki landsins, þó að nokkur efni standi til.Saksóknarar og dómsstólar munu rannsaka og ákveða, hvað er hér rétt eða rangt, löglegt eða ólöglegt, og munu dómar falla, eftir því, sem efni standa til. Ef ég væri í forsvari hjá Samherja, myndi ég taka upp veskið fljótt og vel og greiða Namibíumönnum jafnvirði þess, sem í vafasama milliliði fór; jafna þannig siðferðisreikninginn.Höfundur er formaður Jarðarvina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Samherjaskjölin Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og ég hef stundum nefnt, bjó ég og starfaði lengi erlendis. Tók þátt í og stundaði alþjóðleg viðskipti um langt skeið; reyndar í hálfa öld. Ég er einn þeirra mörgu, sem fylgdust með Kveik á þriðjudags-kvöldi, þar sem fjallað var um meinta spillingu og brot Samherja í Namibíu. Auðvitað var það óskemmtileg mynd, sem þarna var dregin upp, svo að ekki sé meira sagt, en ýmislegt kom mér þar þó kunnuglega fyrir sjónir. Uppljóstrarinn mikli virkaði ekki sérlega vel á mig né heldur sagan, sem hann sagði. Í raun var ekki annað að heyra, en hann hefði sjálfur verið höfuðpaurinn í „spillingunni“. – Án þess að þekkja manninn, leyfi ég mér að segja þetta: Þennan blessaða mann hefði ég varla ráðið vinnu. Þetta var svona „búktilfinning“, eins og Þjóðverjinn segir. Nú er það svo, ef dæma á menn eða fyrirtæki, þarf að líta til allra þátta; góðs og ills og alls þar á milli. Ég þekki ekki Samherja eða þá menn, sem rifið hafa upp það fyrirtæki, ekki bara hér, heldur gert það að leiðandi fyrirtæki á sviði fiskveiða, fiskverkunar og fiskviðskipta á alþjóða vettvangi. En, þegar ég bjó í Þýzkalandi, frétti ég, að eitthvert framsækið íslenzkt fyrirtæki hefði keypt og yfirtekið eitt helzta sjávarútvegs-fyrirtækið í Bremerhaven. Vel gert. Seinna, eftir að ég var kominn hingað heim, sá ég, að þarna var merkilegt fyrirtæki á ferðinni, með um 850 starfsmenn hér og mikinn fjölda erlendra starfsmanna, sem hafði ekki aðeins spjarað sig vel hér, heldur líka í þrælharði alþjóðlegri samkeppni. Gilda þar auðvitað engar elsku-amma-aðferðir, ef árangur á að nást, og ekki getur einn aðili breytt leikreglum upp á eigin spýtur. Heilindi þurfa þó auðvitað að vera til staðar. Enginn nær árangri án þess, að hann búi yfir þrennu: Áreiðanleika, vörugæðum og sanngirni: Menn verða að standa fyrir sínu, og það verður að vera hægt, að treysta þeim. Árangur Samherja bendir til þess, að þetta geti átt við um þá. Hefur einhver haft fyrir því, að reikna út og stilla því upp, sem Samherji hefur gert fyrir íslenzkt samfélag – beint og óbeint - í formi launagreiðslna, skattgreiðslna, gjaldeyrisöflunar og annars? Mættu þeir góðu menn, sem hafa eytt mánuðum í að veltu upp slæmri hlið á starfsemi Samherja, gjarnan taka viku í það. Um nokkurt árabil sá ég um vöruþróun og framleiðslu fyrir heimsþekkt japanskt vörumerki á sviði hljómtækja og sjónvarpstækja. Fór framleiðsla mest fram í kínverskum verksmiðjum. Í eitt skipti var ég að semja um framleiðslu á tilteknu tæki. Forstjórinn, sem reyndar var breskur, tjáði mér, að allra lægsta framleiðsluverð væri 70 Bandaríkjadalir. Bætti hann því svo við, að tiltekinn aðili hefði sérsamning við verksmiðju, enda hefði hann milligöngu fyrir marga aðra kaupendur og hefði því alveg sérstök kjör og allra lægsta verð. Með slíkri milligöngu, mætti færa framleiðslukostnað úr 70 Bandaríkjadölum í 65, en þá yrði að greiða þessum millilið 1 Bandaríkjadal í umboðslaun. Engum sögum fór af eiganda þessa milliliðafyrirtækis. Í sannleika sagt, herja svona kerfi – vafasöm og óheiðarleg en ekki ólögleg - í margs konar alþjóðlegum viðskiptum, og ég sé ekki fyrir mér, að hægt verði að útrýma þeim, þó æskilegt væri. Lykilmenn eru að notfæra sér aðstöðu sína. Á ættartengsl, vináttutengsl og hagsmunatengsl verður seint höggvið. Oft er talað um umboðslaun, ráðgjöf eða kick-backs. Það sneiðir enginn, sem árangri vill ná á erlendum vettvangi, einkum ekki í þróunarlöndunum, fram hjá þessum kerfum. Jafn illt og það er. Mér sýnist Samherjamenn hafa lent í því, eins og margir aðrir. „Skattsvik“ er vinsælt orð og mikið notað. Auðvitað flott, þegar talað er um aðra. En, er hér einhver, sem ekki reynir, að lækka sína skatta? Auðvitað gera það allir góðir menn innan ramma reglna, laga og góðs siðferðis. Ég á ekki von á því, að það eigi eftir að koma í ljós, að skattsvik hafi átt sér stað hjá Samherja. Mér sýnist þeir aðeins vera að nota sér lögleg kerfi og leiðir, sem eru til staðar, þó að ég vilji ekki mæla þeim bót. Það sára er auðvitað, að bláfátækir Namibíubúar fá ekki sína skattpening. Ég veit ekki um neitt alþjóðlegt fyrirtæki, sem ekki leitar allra löglegra leiða til að auka ávinning og tekjur og spara skatta. Reyndar er þessi viðleitni fyrsta skylda stjórnenda gagnvart hluthöfum. Auðvitað þarf líka að vera siðsemi í öllu, og er lögð vaxandi áherzla á það í hinum Vestræna heimi. Yfirvöld og eftirlitsaðilar reyna eftir bezta megni, að vinna gegn skattsvikum og skattatilfæringum. Eru kommissarar ESB þar fremstir í flokki. ESB hefur sektað þúsundir alþjóðlegra fyrirtækja - stórra og smárra - síðustu árin fyrir tilfæringar í skattamálum, verðsamráð, ólöglegar greiðslur og önnur brot. Þeir, sem ESB hefur tekið í karphúsið, eru m.a. Google, Microsoft, Facebook, Apple, Amazon, allir helztu bifreiðafamleiðendurnir álfunnar, allir helztu bankar, öll helztu flugfélög og svona mætti lengi telja. „You name it“.Auðvitað þarf að reyna að laga þetta, en það verður ekki gert með því, að níða niður eitt helzta og merkasta fyrirtæki landsins, þó að nokkur efni standi til.Saksóknarar og dómsstólar munu rannsaka og ákveða, hvað er hér rétt eða rangt, löglegt eða ólöglegt, og munu dómar falla, eftir því, sem efni standa til. Ef ég væri í forsvari hjá Samherja, myndi ég taka upp veskið fljótt og vel og greiða Namibíumönnum jafnvirði þess, sem í vafasama milliliði fór; jafna þannig siðferðisreikninginn.Höfundur er formaður Jarðarvina.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun