Sagði umfjöllun „árás á starfsmenn Samherja“ Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2019 17:46 Þorsteinn Már Baldvinnsson, fráfarandi forstjóri Samherja. Vísir/Tryggvi. Þorsteinn Már Baldvinsson, fráfarandi forstjóri Samherja, stappaði stálinu í starfsfólk félagsins á fundi í fiskvinnslu félagsins á Dalvík á fimmtudaginn. Hann byrjaði fundinn á því að segja umfjöllun um meintar mútugreiðslur og annað sem viðkemur starfsemi Samherja í Namibíu vera „árás á starfsmenn Samherja“. Því hefði hann ákveðið að stíga til hliðar. Til að vernda starfsfólkið. Samherji hefur verið sakaður um umfangsmiklar mútugreiðslur í Namibíu og um að hafa greitt namibískum áhrifamönnum hundruð milljóna króna til að koma höndum yfir kvóta þar. Fréttamaður og kvikmyndatökumaður Stöðvar 2 voru viðstaddir starfsmannafundinn á fimmtudaginn. „Mér finnst að þessum árásum á ykkur og annað starfsfólk Samherja á Íslandi, sem hefur staðið sig vel, því verði að linna. Þess vegna vonast ég til þess að með því í að stíga sjálfur til hliðar, og þá axla ábyrgð á hugsanlega einhverju sem að hefur verið misfarið í Afríku, þá sé hægt að beina ábyrgðinni að mér. Allavega tímabundið á meðan við erum að fara yfir þessi mál,“ sagði Þorsteinn í ávarpi sínu til starfsmanna. Hann sagði búið að saka félagið um ýmislegt. „Ég veit það þó að í sumum málum þá höfum við gert rétta hluti. Eins og í skattamálum og ýmsu öðru. Sem er mikilvægt.“ Þorsteinn sagðist þar að auki í þeirri trú að starfsmennirnir á fundinum stæðu við bakið á sér og félaginu, eins og þau hefðu alltaf gert.Sagði fólki að hunsa neikvæðar fréttir Björgólfur Jóhannsson, sem tók við af Þorsteini sem forstjóri Samherja, tímabundið, ávarpaði einnig starfsfólkið og sagði að vel þyrfti að vinna í þessu máli og „sýna fram á að það sé nú ekki allt kannski, eins og lagt hefur verið upp síðustu daga.“ Hann sagði mikilvægt að starfsfólk fyrirtækisins sneri bökum saman og héldi áfram að sinna störfum sínum. Þau ættu ekki að hlusta á neikvæðar fréttir um félagið. „Við eigum að vera stolt af því að vinna hjá Samherja, við eigum ekki að vera að hlusta á neikvæðar fréttir um félagið, sem að margar hverjar eru ekki réttar. Þannig að það er mikilvægt að við stöndum saman og förum út og séum stolt af því að vinna hjá þessu félagi. Björgólfur sagði einnig verk að vinna við að hreinsa þann „áburð sem er í gangi“ og sýna fram á hvað sé rétt og hvað sé rangt. Dalvíkurbyggð Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Samherji í Íslandi er komið í rasshaft“ Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort Þorsteinn Már Baldvinsson muni segja sig frá stjórnarformennsku í Framherja í Færeyjum á meðan rannsókn á starfsháttum Samherja í Namibíu stendur yfir. 16. nóvember 2019 11:55 Dalvíkingar segja tvær hliðar vera á Samherjamálinu Dalvíkingar komu saman við höfnina í bænum í gær þegar nýr hafnargarður var vígður og nýtt frystihús Samherja var opnað gestum. 16. nóvember 2019 10:03 Þorsteinn Már stígur til hliðar Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 10:02 Finnst villandi að vera orðaður við Kýpurfélag Samherja Hann hafi ekki haft hugmynd um að fjármagnið kæmi frá félaginu sem hefur verið miðdepill Samherjamálsins. 15. nóvember 2019 18:30 Eva Joly telur óeðlilegt að sjávarútvegsráðherra hafi hringt í forstjóra Samherja eftir Kveik Eva Joly telur óeðlilegt að sjávarútvegsráðherra hafi hringt í forstjóra Samherja eftir umfjöllun Kveiks.. Hún segir eðlilegt að allsherjar rannsókn verði gerð á fyrirtækinu í þremur löndum. 15. nóvember 2019 18:42 Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08 Segir erfið verkefni bíða sín sem forstjóri Samherja Stjórn Samherja óskaði eftir því að Björgólfur tæki starfið að sér á meðan Þorsteinn Már Baldvinsson stígur til hliðar sem forstjóri þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 18:30 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Þorsteinn Már Baldvinsson, fráfarandi forstjóri Samherja, stappaði stálinu í starfsfólk félagsins á fundi í fiskvinnslu félagsins á Dalvík á fimmtudaginn. Hann byrjaði fundinn á því að segja umfjöllun um meintar mútugreiðslur og annað sem viðkemur starfsemi Samherja í Namibíu vera „árás á starfsmenn Samherja“. Því hefði hann ákveðið að stíga til hliðar. Til að vernda starfsfólkið. Samherji hefur verið sakaður um umfangsmiklar mútugreiðslur í Namibíu og um að hafa greitt namibískum áhrifamönnum hundruð milljóna króna til að koma höndum yfir kvóta þar. Fréttamaður og kvikmyndatökumaður Stöðvar 2 voru viðstaddir starfsmannafundinn á fimmtudaginn. „Mér finnst að þessum árásum á ykkur og annað starfsfólk Samherja á Íslandi, sem hefur staðið sig vel, því verði að linna. Þess vegna vonast ég til þess að með því í að stíga sjálfur til hliðar, og þá axla ábyrgð á hugsanlega einhverju sem að hefur verið misfarið í Afríku, þá sé hægt að beina ábyrgðinni að mér. Allavega tímabundið á meðan við erum að fara yfir þessi mál,“ sagði Þorsteinn í ávarpi sínu til starfsmanna. Hann sagði búið að saka félagið um ýmislegt. „Ég veit það þó að í sumum málum þá höfum við gert rétta hluti. Eins og í skattamálum og ýmsu öðru. Sem er mikilvægt.“ Þorsteinn sagðist þar að auki í þeirri trú að starfsmennirnir á fundinum stæðu við bakið á sér og félaginu, eins og þau hefðu alltaf gert.Sagði fólki að hunsa neikvæðar fréttir Björgólfur Jóhannsson, sem tók við af Þorsteini sem forstjóri Samherja, tímabundið, ávarpaði einnig starfsfólkið og sagði að vel þyrfti að vinna í þessu máli og „sýna fram á að það sé nú ekki allt kannski, eins og lagt hefur verið upp síðustu daga.“ Hann sagði mikilvægt að starfsfólk fyrirtækisins sneri bökum saman og héldi áfram að sinna störfum sínum. Þau ættu ekki að hlusta á neikvæðar fréttir um félagið. „Við eigum að vera stolt af því að vinna hjá Samherja, við eigum ekki að vera að hlusta á neikvæðar fréttir um félagið, sem að margar hverjar eru ekki réttar. Þannig að það er mikilvægt að við stöndum saman og förum út og séum stolt af því að vinna hjá þessu félagi. Björgólfur sagði einnig verk að vinna við að hreinsa þann „áburð sem er í gangi“ og sýna fram á hvað sé rétt og hvað sé rangt.
Dalvíkurbyggð Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Samherji í Íslandi er komið í rasshaft“ Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort Þorsteinn Már Baldvinsson muni segja sig frá stjórnarformennsku í Framherja í Færeyjum á meðan rannsókn á starfsháttum Samherja í Namibíu stendur yfir. 16. nóvember 2019 11:55 Dalvíkingar segja tvær hliðar vera á Samherjamálinu Dalvíkingar komu saman við höfnina í bænum í gær þegar nýr hafnargarður var vígður og nýtt frystihús Samherja var opnað gestum. 16. nóvember 2019 10:03 Þorsteinn Már stígur til hliðar Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 10:02 Finnst villandi að vera orðaður við Kýpurfélag Samherja Hann hafi ekki haft hugmynd um að fjármagnið kæmi frá félaginu sem hefur verið miðdepill Samherjamálsins. 15. nóvember 2019 18:30 Eva Joly telur óeðlilegt að sjávarútvegsráðherra hafi hringt í forstjóra Samherja eftir Kveik Eva Joly telur óeðlilegt að sjávarútvegsráðherra hafi hringt í forstjóra Samherja eftir umfjöllun Kveiks.. Hún segir eðlilegt að allsherjar rannsókn verði gerð á fyrirtækinu í þremur löndum. 15. nóvember 2019 18:42 Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08 Segir erfið verkefni bíða sín sem forstjóri Samherja Stjórn Samherja óskaði eftir því að Björgólfur tæki starfið að sér á meðan Þorsteinn Már Baldvinsson stígur til hliðar sem forstjóri þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 18:30 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
„Samherji í Íslandi er komið í rasshaft“ Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort Þorsteinn Már Baldvinsson muni segja sig frá stjórnarformennsku í Framherja í Færeyjum á meðan rannsókn á starfsháttum Samherja í Namibíu stendur yfir. 16. nóvember 2019 11:55
Dalvíkingar segja tvær hliðar vera á Samherjamálinu Dalvíkingar komu saman við höfnina í bænum í gær þegar nýr hafnargarður var vígður og nýtt frystihús Samherja var opnað gestum. 16. nóvember 2019 10:03
Þorsteinn Már stígur til hliðar Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 10:02
Finnst villandi að vera orðaður við Kýpurfélag Samherja Hann hafi ekki haft hugmynd um að fjármagnið kæmi frá félaginu sem hefur verið miðdepill Samherjamálsins. 15. nóvember 2019 18:30
Eva Joly telur óeðlilegt að sjávarútvegsráðherra hafi hringt í forstjóra Samherja eftir Kveik Eva Joly telur óeðlilegt að sjávarútvegsráðherra hafi hringt í forstjóra Samherja eftir umfjöllun Kveiks.. Hún segir eðlilegt að allsherjar rannsókn verði gerð á fyrirtækinu í þremur löndum. 15. nóvember 2019 18:42
Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08
Segir erfið verkefni bíða sín sem forstjóri Samherja Stjórn Samherja óskaði eftir því að Björgólfur tæki starfið að sér á meðan Þorsteinn Már Baldvinsson stígur til hliðar sem forstjóri þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 18:30