Erlent

Rannsaka hvort Trump hafi logið að Mueller

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Donald Trump er forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump er forseti Bandaríkjanna. AP/Carolyn Kaster
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings rannsakar nú hvort að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi logið að rannsakendum í Mueller-rannsókninni svokölluðu.

Þetta kom fram í yfirlýsingu Douglas N. Letter, opinberum lögfræðiráðgjafa fulltrúadeildarinnar, fyrir áfrýjunardómstól í Washington í dag. Tekist er á um hvort nefndir fulltrúadeildarinnar sem rannsaka meint embættisbrot fái aðgang að leynilegum vitnisburði sem rannsakendur Mueller-rannsóknarinnar byggðu rannsókn sína meðal annars á.

„Það eru vísbendingar um það, því miður, að forsetinn kunni að hafa veitt svör sem séu ekki sannleikanum samkvæmt,“ sagði Letter og vísaði í það að tveir nánir samverkamenn Trump hafi verið fundnir sekir um að hafa logið að Bandaríkjaþingi.

„Og hvað hafa þeir verið að ljúga um? Þeir eru að ljúga um eitthað sem tengist Mueller-rannsókninni,“ sagði Letter.

Áfrýjunardómstóllinn fjallar nú um hvort nefndirnar fái aðgang að vitnisburðunum en nefndir fulltrúadeildarinnar sem rannsaka meint embættisbrot Trump telja sig þurfa að fara í gegnum vitnisburðina til þess að skoða hvort Trump hafi sagt ósatt í samskiptum sínum við rannsakendur.


Tengdar fréttir

Bjóða Trump að svara spurningum þingmanna

Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, bauð í gær Donald Trump, forseta, að mæta á fund þingmanna og svara spurningum þeirra varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar á mögulegum embættisbrotum forsetans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×