Fannst vanta valkost í íslensku spilaflóruna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. nóvember 2019 06:00 Monika og Svavar sýndu afurðina á ráðstefnunni Spiel í Essen í Þýskalandi. „Ég kom fyrst til landsins til að heimsækja Háskóla Íslands en ég var þá að starfa fyrir háskóla heima í Tékklandi,“ segir Monika Brzkova. „Ég varð samstundis ástfangin af landinu og heimsótti það mörgum sinnum uns ég flutti hingað í mars á síðasta ári.“ Tékkland er stórveldi í heimi borðspilanna og þaðan er einn af helstu borðspilaútgefendum heimsins, CGE. Frá Tékklandi er einnig einn af þekktustu hönnuðum samtímans, Vlaada Chvatil, sem meðal annars hannaði Through the Ages, Galaxy Trucker og hið gríðarvinsæla Codenames. Monika segir áhuga Tékka á borðspilum mjög mikinn og hún sé engin undantekning. Hún hafi hins vegar ekki hugsað um að starfa á þessu sviði fyrr en hún kynntist Svavari við vinnu. Stofnuðu þau saman útgáfuna Gamia Games. Eins og hjá mörgum er borðspilagerð aukavinna. Aðalstarf Moniku er jógakennsla sem hún hefur sinnt í fimm ár, bæði fyrir fullorðna og börn. „Jóga er köllun mín í lífinu,“ segir hún. Svavar hefur hannað og gefið út borðspil í tíu ár meðfram vinnu sinni, en hann starfar hjá Fjallakofanum við vefmál. Meðal spila hans eru Bardagi og Vikings. Nýjasta afurðin heitir Mythical Island. Töluvert mikill tími fer í hugmyndavinnu, hönnun, framleiðslu, fjármögnun og markaðssetningu. „Þetta tiltekna verkefni hefur tekið rúmt ár,“ segir Svavar. „Við unnum mikla hugmyndavinnu og lásum okkur til um þessar verur og vættir sem eru í spilinu. Þarna er bæði norræn goðafræði og íslenskar þjóðsögur og sagnir. Í spilinu fær leikmaðurinn hlutverk einnar af landvættunum. Takmark spilsins er að breyta íslensku landslagi á borðinu í ákveðið munstur samkvæmt kortum sem leikmaðurinn hefur á hendi. Spilið var sýnt á Spiel-ráðstefnunni í Essen í Þýskalandi, en hún er sú stærsta í heimi og árlega sækja hana um 150 þúsund manns. Svavar segir að ýmsir dreifingaraðilar þar hafi sýnt Mythical Island áhuga. Einnig að fleiri járn séu í eldinum sem verði kannski að veruleika. Gamia hefur farið gegn íslensku borðspilahefðinni í sinni útgáfu, en flest íslensk spil byggjast á spurningum, orðaleikjum eða hinum sígilda Matador-hring. Þeirra útgáfa fylgir frekar alþjóðlegum straumum. „Mér finnst spurninga- og orðaspil hrikalega leiðinleg og fannst vanta einhvern annan valkost í flóruna. Spil sem er krefjandi en jafnframt stutt og einfalt,“ segir Svavar. Monika og Svavar eru sammála um að borðspilaáhuginn sé á uppleið á Íslandi sem og í heiminum. „Við sjáum að tölvuleikjakrakkarnir eru í auknum mæli byrjaðir að spila borðspil. Þetta er orðið viðurkennt og ekki aðeins fyrir einhverja furðufugla úti í horni.“ Birtist í Fréttablaðinu Leikjavísir Borðspil Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira
„Ég kom fyrst til landsins til að heimsækja Háskóla Íslands en ég var þá að starfa fyrir háskóla heima í Tékklandi,“ segir Monika Brzkova. „Ég varð samstundis ástfangin af landinu og heimsótti það mörgum sinnum uns ég flutti hingað í mars á síðasta ári.“ Tékkland er stórveldi í heimi borðspilanna og þaðan er einn af helstu borðspilaútgefendum heimsins, CGE. Frá Tékklandi er einnig einn af þekktustu hönnuðum samtímans, Vlaada Chvatil, sem meðal annars hannaði Through the Ages, Galaxy Trucker og hið gríðarvinsæla Codenames. Monika segir áhuga Tékka á borðspilum mjög mikinn og hún sé engin undantekning. Hún hafi hins vegar ekki hugsað um að starfa á þessu sviði fyrr en hún kynntist Svavari við vinnu. Stofnuðu þau saman útgáfuna Gamia Games. Eins og hjá mörgum er borðspilagerð aukavinna. Aðalstarf Moniku er jógakennsla sem hún hefur sinnt í fimm ár, bæði fyrir fullorðna og börn. „Jóga er köllun mín í lífinu,“ segir hún. Svavar hefur hannað og gefið út borðspil í tíu ár meðfram vinnu sinni, en hann starfar hjá Fjallakofanum við vefmál. Meðal spila hans eru Bardagi og Vikings. Nýjasta afurðin heitir Mythical Island. Töluvert mikill tími fer í hugmyndavinnu, hönnun, framleiðslu, fjármögnun og markaðssetningu. „Þetta tiltekna verkefni hefur tekið rúmt ár,“ segir Svavar. „Við unnum mikla hugmyndavinnu og lásum okkur til um þessar verur og vættir sem eru í spilinu. Þarna er bæði norræn goðafræði og íslenskar þjóðsögur og sagnir. Í spilinu fær leikmaðurinn hlutverk einnar af landvættunum. Takmark spilsins er að breyta íslensku landslagi á borðinu í ákveðið munstur samkvæmt kortum sem leikmaðurinn hefur á hendi. Spilið var sýnt á Spiel-ráðstefnunni í Essen í Þýskalandi, en hún er sú stærsta í heimi og árlega sækja hana um 150 þúsund manns. Svavar segir að ýmsir dreifingaraðilar þar hafi sýnt Mythical Island áhuga. Einnig að fleiri járn séu í eldinum sem verði kannski að veruleika. Gamia hefur farið gegn íslensku borðspilahefðinni í sinni útgáfu, en flest íslensk spil byggjast á spurningum, orðaleikjum eða hinum sígilda Matador-hring. Þeirra útgáfa fylgir frekar alþjóðlegum straumum. „Mér finnst spurninga- og orðaspil hrikalega leiðinleg og fannst vanta einhvern annan valkost í flóruna. Spil sem er krefjandi en jafnframt stutt og einfalt,“ segir Svavar. Monika og Svavar eru sammála um að borðspilaáhuginn sé á uppleið á Íslandi sem og í heiminum. „Við sjáum að tölvuleikjakrakkarnir eru í auknum mæli byrjaðir að spila borðspil. Þetta er orðið viðurkennt og ekki aðeins fyrir einhverja furðufugla úti í horni.“
Birtist í Fréttablaðinu Leikjavísir Borðspil Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira