Er þjóðin okkar sæl? Árný Björg Blandon skrifar 19. nóvember 2019 13:30 „Sæl er sú þjóð sem á Drottinn að Guði” stendur í bók bókanna og rak ég augun í þessa setningu fyrir skömmu. Þetta fannst mér athyglisvert og ég staldraði við, hugsanir mínar fóru á flug. Mig setti verulega hljóða og þessi spurning virkilega greip mig, erum við sæl sem þjóð? Þó svo framfarir í þjóðfélaginu séu miklar og margar til verulegra bóta, þá finnst mér siðferðisþrekið ekki vaxa til samræmis við aðrar framfarir. Og þetta get ég sagt af því hef lifað mörg ár og fylgst með þróuninni. Hvernig við hlúum t.d. að börnunum okkar. Börn og unglingar eiga mörg hver mjög erfitt, bæði heima fyrir og í skóla. Óöryggi þeirra og ég leyfi mér að segja, uppeldisleysi brýst oft fram í tilætlunarsemi, agaleysi og það sem í minni ungdómstíð var einfaldlega kallað frekja. Þau kunna sig ekki blessuð greyin, enda ekki víst að fyrirmyndin fyrir lífið hafi verið góð. Sem betur fer á þetta ekki við um öll börn, en lífsleikni margra er ekki mikil. Auðvitað voru margvísleg vandamál á mínum skólaárum líka, en ég minnist ekki þessarar hörku og jafnvel grófra brota. Ég þekki vel til foreldra sem eiga í slíkum vandræðum með börn sín að þau eru nánast orðin ráðalaus. Á mínum barns- og unglingsárum var kristinfræði hluti af kennslunni í skólunum. Kristinfræði var reyndar eitt af mínum uppáhaldsfögum og ég leitaði oft í fallegu sögurnar, þær gáfu öryggi og hlýju þegar mér leið illa af einhverjum ástæðum. Að lesa frásögur Biblíunnar gerði mér sum sé gott en ekki illt og veit ég reyndar ekki um eina einustu sál sem telur líf sitt hafa verið eyðilagt með kristnifræðikennslu, þvert á móti. Nei, það eru önnur öfl sem skemma börnin okkar. Það hefur alltaf verið talað um Ísland sem kristna þjóð. En ég veit ekki alveg hvað ætti að kalla hana núna, ef ekki má lengur kenna og fræða um þann trúararf sem þjóðin hefur átt um aldaraðir. Við þurfum að taka okkur á í kærleikanum. Það er svo margt gert og sagt sem meiðir, jafnvel inni á heimilum okkar, sem á að vera friðarhöfn hvers og eins. Og nú nálgast jólahátíðin og þá skulum við ekki gleyma þeim sem minna mega sín. Lítum upp úr eigin auðsöfnun og réttum þeim hjálparhönd, þeim sem jafnvel eiga ekki fyrir mat á jólum. Er okkur öllum sama um nágrannann, er okkur sama um annað fólk, hvernig þau hafa það dags daglega? Hugarfar afskiptaleysis og eigingirni birtist oft vel á samfélagsmiðlum, þar sem sumir tjá sig bæði á orðljótan og meiðandi hátt og Guð forði þeim sem hafa aðra skoðun en þá „réttu“. Þetta er ekki góð þróun, en endurspeglar sálarástand þjóðarinnar að hluta til. Hvað varð um manngæskuna? Ég er ekki svo viss um að þjóð okkar sé sæl, a.m.k. ekki stór hluti hennar. Meðan græðgin aðeins vex og dafnar verðum við ekki sæl þjóð. Það þarf að skipta græðgi út fyrir manngæsku og kærleika. Græðgi okkar og eiginhagsmunagæsla birtist líka í afstöðu okkar og umgengni við þá sem koma hingað sem innflytjendur eða ferðamenn. Hvar er almenn kurteisi og gestrisni, er hún ekki lengur við lýði? Nei, græðum bara sem mest á ferðamönnunum og höfum horn í síðu innflytjenda. Þessi bjagaða afstaða til lífsins hefur nú náð nýjum hæðum, með svikum og prettum á fátæku þróunarlandi, eins og alþjóð veit. Hvað gerir þjóð okkar sæla? Verðug skref í þá áttina væri að elska Guð og náungann eins og okkur sjálf. Margir þekkja söguna um miskunnsama Samverjann. Ég lærði þessa sögu í barnaskóla og hef aldrei gleymt henni. Boðskapurinn er góður og fellur aldrei úr gildi. Maður nokkur var á leið frá Jerúsalem yfir til Jeríkó þegar ræningjar réðust á hann, börðu hann til óbóta og létu hann eftir nær dauðvona. Prestur einn kom að honum en stoppaði ekki til að hjálpa honum né heldur Levíti sem gekk fram hjá honum. Þeim var alveg sama hvort hann lifði eða dó, voru of háir herrar í stöðum sínum til að láta auman þegn sig varða. Þá kom þar að Samverji sem Gyðingar höfðu andúð á og þeirra trú. Hann stoppaði, tók þennan mann, fór með hann á gistihús þar sem hann bað um umönnun fyrir hann og sagðist myndu sjá um allan kostnað. Ég lærði af þessari sögu að maður á virða allt fólk og hjálpa ef það er í okkar valdi. Ég get ómögulega séð af hverju börnin okkar mega ekki lengur læra um þessi heilbrigðu og góðu lífsviðhorf í skólanum.Höfundur er þýðandi og textaritari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árný Björg Blandon Trúmál Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
„Sæl er sú þjóð sem á Drottinn að Guði” stendur í bók bókanna og rak ég augun í þessa setningu fyrir skömmu. Þetta fannst mér athyglisvert og ég staldraði við, hugsanir mínar fóru á flug. Mig setti verulega hljóða og þessi spurning virkilega greip mig, erum við sæl sem þjóð? Þó svo framfarir í þjóðfélaginu séu miklar og margar til verulegra bóta, þá finnst mér siðferðisþrekið ekki vaxa til samræmis við aðrar framfarir. Og þetta get ég sagt af því hef lifað mörg ár og fylgst með þróuninni. Hvernig við hlúum t.d. að börnunum okkar. Börn og unglingar eiga mörg hver mjög erfitt, bæði heima fyrir og í skóla. Óöryggi þeirra og ég leyfi mér að segja, uppeldisleysi brýst oft fram í tilætlunarsemi, agaleysi og það sem í minni ungdómstíð var einfaldlega kallað frekja. Þau kunna sig ekki blessuð greyin, enda ekki víst að fyrirmyndin fyrir lífið hafi verið góð. Sem betur fer á þetta ekki við um öll börn, en lífsleikni margra er ekki mikil. Auðvitað voru margvísleg vandamál á mínum skólaárum líka, en ég minnist ekki þessarar hörku og jafnvel grófra brota. Ég þekki vel til foreldra sem eiga í slíkum vandræðum með börn sín að þau eru nánast orðin ráðalaus. Á mínum barns- og unglingsárum var kristinfræði hluti af kennslunni í skólunum. Kristinfræði var reyndar eitt af mínum uppáhaldsfögum og ég leitaði oft í fallegu sögurnar, þær gáfu öryggi og hlýju þegar mér leið illa af einhverjum ástæðum. Að lesa frásögur Biblíunnar gerði mér sum sé gott en ekki illt og veit ég reyndar ekki um eina einustu sál sem telur líf sitt hafa verið eyðilagt með kristnifræðikennslu, þvert á móti. Nei, það eru önnur öfl sem skemma börnin okkar. Það hefur alltaf verið talað um Ísland sem kristna þjóð. En ég veit ekki alveg hvað ætti að kalla hana núna, ef ekki má lengur kenna og fræða um þann trúararf sem þjóðin hefur átt um aldaraðir. Við þurfum að taka okkur á í kærleikanum. Það er svo margt gert og sagt sem meiðir, jafnvel inni á heimilum okkar, sem á að vera friðarhöfn hvers og eins. Og nú nálgast jólahátíðin og þá skulum við ekki gleyma þeim sem minna mega sín. Lítum upp úr eigin auðsöfnun og réttum þeim hjálparhönd, þeim sem jafnvel eiga ekki fyrir mat á jólum. Er okkur öllum sama um nágrannann, er okkur sama um annað fólk, hvernig þau hafa það dags daglega? Hugarfar afskiptaleysis og eigingirni birtist oft vel á samfélagsmiðlum, þar sem sumir tjá sig bæði á orðljótan og meiðandi hátt og Guð forði þeim sem hafa aðra skoðun en þá „réttu“. Þetta er ekki góð þróun, en endurspeglar sálarástand þjóðarinnar að hluta til. Hvað varð um manngæskuna? Ég er ekki svo viss um að þjóð okkar sé sæl, a.m.k. ekki stór hluti hennar. Meðan græðgin aðeins vex og dafnar verðum við ekki sæl þjóð. Það þarf að skipta græðgi út fyrir manngæsku og kærleika. Græðgi okkar og eiginhagsmunagæsla birtist líka í afstöðu okkar og umgengni við þá sem koma hingað sem innflytjendur eða ferðamenn. Hvar er almenn kurteisi og gestrisni, er hún ekki lengur við lýði? Nei, græðum bara sem mest á ferðamönnunum og höfum horn í síðu innflytjenda. Þessi bjagaða afstaða til lífsins hefur nú náð nýjum hæðum, með svikum og prettum á fátæku þróunarlandi, eins og alþjóð veit. Hvað gerir þjóð okkar sæla? Verðug skref í þá áttina væri að elska Guð og náungann eins og okkur sjálf. Margir þekkja söguna um miskunnsama Samverjann. Ég lærði þessa sögu í barnaskóla og hef aldrei gleymt henni. Boðskapurinn er góður og fellur aldrei úr gildi. Maður nokkur var á leið frá Jerúsalem yfir til Jeríkó þegar ræningjar réðust á hann, börðu hann til óbóta og létu hann eftir nær dauðvona. Prestur einn kom að honum en stoppaði ekki til að hjálpa honum né heldur Levíti sem gekk fram hjá honum. Þeim var alveg sama hvort hann lifði eða dó, voru of háir herrar í stöðum sínum til að láta auman þegn sig varða. Þá kom þar að Samverji sem Gyðingar höfðu andúð á og þeirra trú. Hann stoppaði, tók þennan mann, fór með hann á gistihús þar sem hann bað um umönnun fyrir hann og sagðist myndu sjá um allan kostnað. Ég lærði af þessari sögu að maður á virða allt fólk og hjálpa ef það er í okkar valdi. Ég get ómögulega séð af hverju börnin okkar mega ekki lengur læra um þessi heilbrigðu og góðu lífsviðhorf í skólanum.Höfundur er þýðandi og textaritari.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun