Sagði símtalið umdeilda óviðeigandi Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2019 15:30 Alexander Vindman, meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins og sérfræðingur í málefnum Úkraínu. AP/Andrew Harnik Alexander Vindman, meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, segir umdeilt símtal Donald Trump og Volodymir Zelensky, forseta Bandaríkjanna og Úkraínu, hafa verið óviðeigandi. Það hefði ekki verið rétt af Trump að biðja erlendan þjóðarleiðtoga að rannsaka bandarískan borgara og pólitískan andstæðing hans. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings rannsakar nú hvort Trump hafi brotið af sér með því að beita yfirvöld Úkraínu þrýstingi til að fá Úkraínumenn til að hefja rannsókn sem kæmi niður á Joe Biden, pólitískum andstæðingi Trump, og rannsókn sem byggir á samsæriskenningu og er ætlað að grafa undan Rússarannsókninni svokölluðu. Trump stöðvaði afhendingu um 400 milljóna dollara neyðarstoðar, sem þingið hafði samþykkt, til Úkraínu og meðal annars rannsakar þingið hvort það hafi verið gert til að auka þrýstinginn á Úkraínu. Opnar vitnaleiðslur standa nú fyrir og þar sagði Vindman að hann hefði hlustað á áðurnefnt símtal, sem átti sér stað þann 25. júlí. Vegna þess að honum fannst ummæli Trump óviðeigandi fór hann til yfirmanns síns og lýsti yfir áhyggjum sínum. Sama símtal leiddi til þess að uppljóstrari lagði fram opinbera kvörtun sem var metin „trúverðug“ og „áríðandi“. Tilvist þeirrar kvörtunar, sem Hvíta húsið kom í veg fyrir að þingmenn fengu í hendurnar, leiddi til rannsóknar fulltrúadeildarinnar. Síðan þá hafa ýmis vitni stigið fram og varpað ljósi á málið. Hvíta húsið hefur þó komið í veg fyrir að fjöldi starfsmanna Hvíta hússins hafa borið vitni. Meðal þess sem Vindman sagði í upphafi vitnaleiðslunnar í dag var að Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, sem mun einnig bera vitni í vikunni, hafi seinna sagt að Úkraínumenn þyrftu að hefja áðurnefndar rannsóknir. Vindman sjálfur, sem er sérfræðingur í málefnum Úkraínu, sagði ráðamönnum þar að reyna að forðast afskipti af stjórnmálum Bandaríkjanna.Vindman: "It is improper for the President of the United States to demand a foreign government investigate a US citizen and a political opponent."pic.twitter.com/gZqV7xwT0U — The Washington Post (@washingtonpost) November 19, 2019Sjá einnig: Sondland sagðist fara eftir skipunum TrumpJennifer Williams, sem er í starfsteymi Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, sló á svipaða strengi. Hún hlustaði einnig á símtalið og sagði það „óvenjulegt“. Hún hefur starfað í þremur ríkisstjórnum og sagðist ekki hafa heyrt forseta ræða innlend málefni við aðra þjóðarleiðtoga áður.“I found the call unusual because in contrast to other presidential calls I had observed, it involved discussion of what appeared to be a domestic political matter.” Jennifer Williams on the Trump and Zelensky call. Follow live #impeachment updates: https://t.co/5c5JTXukP2pic.twitter.com/dIBkOoxT9H — Sky News (@SkyNews) November 19, 2019 Í aðdraganda símtalsins hafði Trump fengið minnispunkta um hvað hann ætti að tala um. Þar kom fram að Trump ætti að tala um baráttu Úkraínumanna gegn kerfisbundinni spillingu. Trump og bandamenn hans hafa meðal annars notað þá vörn að forsetanum sé mjög annt um spillingu í Úkraínu og rannsóknirnar tvær, sem Trump bað Zelensky um að hefja, kæmu þar að. Þeim væri ætlað að taka á spillingu. Þrátt fyrir það, minntist Trump ekkert á spillingu í Úkraínu í símtalinu. Vindman sagði hann ekki heldur hafa minnst á spillingu þegar hann ræddi við Zelensky nokkrum vikum áður. Þegar Zelensky ræddi möguleikann á því að kaupa vopn gegn skriðdrekum af Bandaríkjunum sagði Trump: „Þú þarft þó að gera okkur greiða“. Því næst ræddi hann rannsóknirnar tvær. Fregnir hafa borist af því að Úkraínumenn ætluðu sér að verða við kröfum Trump. Það væri betra að verða við þeim en að missa hernaðaraðstoðina. Þeir sluppu þó fyrir horn vegna þrýstings þingmanna á Hvíta húsið sem vildu að aðstoðin yrði afhent.Sjá einnig: Sluppu með naumindum við að verða við kröfum TrumpRannsóknir sem byggja á samsæriskenningum Forsetinn og bandamenn hans hafa sakað Joe Biden um spillingu vegna þess að hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að reka saksóknara á sama tíma og Hunter, sonur hans, sat í stjórn olíufyrirtækisins. Það eigi Biden að hafa gert til að stöðva rannsókn sem beindist að Burisma, samkvæmt kenningu Trump-liða og vill forsetinn að Úkraínumenn rannsaki það. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að Biden-feðgarnir hafi gert nokkuð ólöglega eða að rannsókn hafi yfir höfuð staðið yfir á Burisma á þeim tíma sem þáverandi varaforsetinn reyndi að koma saksóknara frá. Sú viðleitni var hluti af alþjóðlegum þrýstingi þar sem vestræn ríki töldu saksóknarann ljón í vegi þess að uppræta langvarandi spillingu í Úkraínu. Hin rannsóknin tengist samsæriskenningu um tölvupóstþjón landsnefndar Demókrataflokksins sem rússneskir hakkarar brutust inn í fyrir forsetakosningarnar 2016 og láku vandræðalegum póstum í gegnum Wikileaks. Trump hefur lengi verið gramur vegna niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar að rússnesk stjórnvöld hafi háð upplýsingastríð og framið tölvuinnbrot til að hjálpa honum til sigurs. Trump og bandamenn hans hafa því haldið þeirri hugmynd á lofti um að það hafi í reynd verið úkraínskir útsendarar sem frömdu innbrotið í tölvupóstþjón demókrata og að þeir hafi bókstaflega falið áþreifanlegan tölvupóstþjón í Úkraínu. Markmiðið hafi verið að koma sök á Rússa. Hugmyndin grundvallast meðal annars á þeirri ranghugmynd að Crowdstrike, tölvuöryggisfyrirtæki frá Kaliforníu sem rannsakaði tölvuinnbrotið, hafi í raun verið í eigu úkraínsks auðkýfings. Crowdstrike, og alríkislögreglan FBI, komust að því að rússneskir hakkarar hefðu staðið að innbrotinu. Trump nefndi Crowdstrike sérstaklega á nafn í símtali sínu við Zelensky í júlí. Tölvupóstþjónn demókrata sem brotist var inn í var heldur ekki eitt áþreifanleg tæki eins og kenningin byggir á heldur skýþjónusta. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sendiherra sem var bolað burt ber næst vitni í rannsókn á Trump Opinber hluti rannsóknar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Trump forseta heldur áfram með framburði sendiherra sem Trump lét kalla heim í skyndi eftir ófrægingarherferð Rudy Giuliani. 15. nóvember 2019 09:40 Bjóða Trump að svara spurningum þingmanna Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, bauð í gær Donald Trump, forseta, að mæta á fund þingmanna og svara spurningum þeirra varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar á mögulegum embættisbrotum forsetans. 17. nóvember 2019 23:33 Vitni tengdi Trump við þrýsting á Úkraínu með beinum hætti Starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu greindi frá símtali Trump og annars erindreka um rannsóknir á pólitískum andstæðingi Bandaríkjaforseta. 14. nóvember 2019 12:00 Sondland sagðist fara eftir skipunum Trump Fyrrverandi meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins viðurkennir að hafa lagt til að hylja gögn um símtal á milli Trump og Zelensky. Þrátt fyrir það sagðist hann ekki hafa heyrt neitt óviðeigandi í símtalinu. 16. nóvember 2019 23:36 Ætlun Trumps sé að vekja ótta hjá þeim sem hyggjast bera vitni Opinberar vitnaleiðslur rannsóknar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, standa nú yfir en í dag bar Marie Yovanovitch, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu vitni. 15. nóvember 2019 18:48 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Alexander Vindman, meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, segir umdeilt símtal Donald Trump og Volodymir Zelensky, forseta Bandaríkjanna og Úkraínu, hafa verið óviðeigandi. Það hefði ekki verið rétt af Trump að biðja erlendan þjóðarleiðtoga að rannsaka bandarískan borgara og pólitískan andstæðing hans. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings rannsakar nú hvort Trump hafi brotið af sér með því að beita yfirvöld Úkraínu þrýstingi til að fá Úkraínumenn til að hefja rannsókn sem kæmi niður á Joe Biden, pólitískum andstæðingi Trump, og rannsókn sem byggir á samsæriskenningu og er ætlað að grafa undan Rússarannsókninni svokölluðu. Trump stöðvaði afhendingu um 400 milljóna dollara neyðarstoðar, sem þingið hafði samþykkt, til Úkraínu og meðal annars rannsakar þingið hvort það hafi verið gert til að auka þrýstinginn á Úkraínu. Opnar vitnaleiðslur standa nú fyrir og þar sagði Vindman að hann hefði hlustað á áðurnefnt símtal, sem átti sér stað þann 25. júlí. Vegna þess að honum fannst ummæli Trump óviðeigandi fór hann til yfirmanns síns og lýsti yfir áhyggjum sínum. Sama símtal leiddi til þess að uppljóstrari lagði fram opinbera kvörtun sem var metin „trúverðug“ og „áríðandi“. Tilvist þeirrar kvörtunar, sem Hvíta húsið kom í veg fyrir að þingmenn fengu í hendurnar, leiddi til rannsóknar fulltrúadeildarinnar. Síðan þá hafa ýmis vitni stigið fram og varpað ljósi á málið. Hvíta húsið hefur þó komið í veg fyrir að fjöldi starfsmanna Hvíta hússins hafa borið vitni. Meðal þess sem Vindman sagði í upphafi vitnaleiðslunnar í dag var að Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, sem mun einnig bera vitni í vikunni, hafi seinna sagt að Úkraínumenn þyrftu að hefja áðurnefndar rannsóknir. Vindman sjálfur, sem er sérfræðingur í málefnum Úkraínu, sagði ráðamönnum þar að reyna að forðast afskipti af stjórnmálum Bandaríkjanna.Vindman: "It is improper for the President of the United States to demand a foreign government investigate a US citizen and a political opponent."pic.twitter.com/gZqV7xwT0U — The Washington Post (@washingtonpost) November 19, 2019Sjá einnig: Sondland sagðist fara eftir skipunum TrumpJennifer Williams, sem er í starfsteymi Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, sló á svipaða strengi. Hún hlustaði einnig á símtalið og sagði það „óvenjulegt“. Hún hefur starfað í þremur ríkisstjórnum og sagðist ekki hafa heyrt forseta ræða innlend málefni við aðra þjóðarleiðtoga áður.“I found the call unusual because in contrast to other presidential calls I had observed, it involved discussion of what appeared to be a domestic political matter.” Jennifer Williams on the Trump and Zelensky call. Follow live #impeachment updates: https://t.co/5c5JTXukP2pic.twitter.com/dIBkOoxT9H — Sky News (@SkyNews) November 19, 2019 Í aðdraganda símtalsins hafði Trump fengið minnispunkta um hvað hann ætti að tala um. Þar kom fram að Trump ætti að tala um baráttu Úkraínumanna gegn kerfisbundinni spillingu. Trump og bandamenn hans hafa meðal annars notað þá vörn að forsetanum sé mjög annt um spillingu í Úkraínu og rannsóknirnar tvær, sem Trump bað Zelensky um að hefja, kæmu þar að. Þeim væri ætlað að taka á spillingu. Þrátt fyrir það, minntist Trump ekkert á spillingu í Úkraínu í símtalinu. Vindman sagði hann ekki heldur hafa minnst á spillingu þegar hann ræddi við Zelensky nokkrum vikum áður. Þegar Zelensky ræddi möguleikann á því að kaupa vopn gegn skriðdrekum af Bandaríkjunum sagði Trump: „Þú þarft þó að gera okkur greiða“. Því næst ræddi hann rannsóknirnar tvær. Fregnir hafa borist af því að Úkraínumenn ætluðu sér að verða við kröfum Trump. Það væri betra að verða við þeim en að missa hernaðaraðstoðina. Þeir sluppu þó fyrir horn vegna þrýstings þingmanna á Hvíta húsið sem vildu að aðstoðin yrði afhent.Sjá einnig: Sluppu með naumindum við að verða við kröfum TrumpRannsóknir sem byggja á samsæriskenningum Forsetinn og bandamenn hans hafa sakað Joe Biden um spillingu vegna þess að hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að reka saksóknara á sama tíma og Hunter, sonur hans, sat í stjórn olíufyrirtækisins. Það eigi Biden að hafa gert til að stöðva rannsókn sem beindist að Burisma, samkvæmt kenningu Trump-liða og vill forsetinn að Úkraínumenn rannsaki það. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að Biden-feðgarnir hafi gert nokkuð ólöglega eða að rannsókn hafi yfir höfuð staðið yfir á Burisma á þeim tíma sem þáverandi varaforsetinn reyndi að koma saksóknara frá. Sú viðleitni var hluti af alþjóðlegum þrýstingi þar sem vestræn ríki töldu saksóknarann ljón í vegi þess að uppræta langvarandi spillingu í Úkraínu. Hin rannsóknin tengist samsæriskenningu um tölvupóstþjón landsnefndar Demókrataflokksins sem rússneskir hakkarar brutust inn í fyrir forsetakosningarnar 2016 og láku vandræðalegum póstum í gegnum Wikileaks. Trump hefur lengi verið gramur vegna niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar að rússnesk stjórnvöld hafi háð upplýsingastríð og framið tölvuinnbrot til að hjálpa honum til sigurs. Trump og bandamenn hans hafa því haldið þeirri hugmynd á lofti um að það hafi í reynd verið úkraínskir útsendarar sem frömdu innbrotið í tölvupóstþjón demókrata og að þeir hafi bókstaflega falið áþreifanlegan tölvupóstþjón í Úkraínu. Markmiðið hafi verið að koma sök á Rússa. Hugmyndin grundvallast meðal annars á þeirri ranghugmynd að Crowdstrike, tölvuöryggisfyrirtæki frá Kaliforníu sem rannsakaði tölvuinnbrotið, hafi í raun verið í eigu úkraínsks auðkýfings. Crowdstrike, og alríkislögreglan FBI, komust að því að rússneskir hakkarar hefðu staðið að innbrotinu. Trump nefndi Crowdstrike sérstaklega á nafn í símtali sínu við Zelensky í júlí. Tölvupóstþjónn demókrata sem brotist var inn í var heldur ekki eitt áþreifanleg tæki eins og kenningin byggir á heldur skýþjónusta.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sendiherra sem var bolað burt ber næst vitni í rannsókn á Trump Opinber hluti rannsóknar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Trump forseta heldur áfram með framburði sendiherra sem Trump lét kalla heim í skyndi eftir ófrægingarherferð Rudy Giuliani. 15. nóvember 2019 09:40 Bjóða Trump að svara spurningum þingmanna Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, bauð í gær Donald Trump, forseta, að mæta á fund þingmanna og svara spurningum þeirra varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar á mögulegum embættisbrotum forsetans. 17. nóvember 2019 23:33 Vitni tengdi Trump við þrýsting á Úkraínu með beinum hætti Starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu greindi frá símtali Trump og annars erindreka um rannsóknir á pólitískum andstæðingi Bandaríkjaforseta. 14. nóvember 2019 12:00 Sondland sagðist fara eftir skipunum Trump Fyrrverandi meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins viðurkennir að hafa lagt til að hylja gögn um símtal á milli Trump og Zelensky. Þrátt fyrir það sagðist hann ekki hafa heyrt neitt óviðeigandi í símtalinu. 16. nóvember 2019 23:36 Ætlun Trumps sé að vekja ótta hjá þeim sem hyggjast bera vitni Opinberar vitnaleiðslur rannsóknar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, standa nú yfir en í dag bar Marie Yovanovitch, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu vitni. 15. nóvember 2019 18:48 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Sendiherra sem var bolað burt ber næst vitni í rannsókn á Trump Opinber hluti rannsóknar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Trump forseta heldur áfram með framburði sendiherra sem Trump lét kalla heim í skyndi eftir ófrægingarherferð Rudy Giuliani. 15. nóvember 2019 09:40
Bjóða Trump að svara spurningum þingmanna Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, bauð í gær Donald Trump, forseta, að mæta á fund þingmanna og svara spurningum þeirra varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar á mögulegum embættisbrotum forsetans. 17. nóvember 2019 23:33
Vitni tengdi Trump við þrýsting á Úkraínu með beinum hætti Starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu greindi frá símtali Trump og annars erindreka um rannsóknir á pólitískum andstæðingi Bandaríkjaforseta. 14. nóvember 2019 12:00
Sondland sagðist fara eftir skipunum Trump Fyrrverandi meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins viðurkennir að hafa lagt til að hylja gögn um símtal á milli Trump og Zelensky. Þrátt fyrir það sagðist hann ekki hafa heyrt neitt óviðeigandi í símtalinu. 16. nóvember 2019 23:36
Ætlun Trumps sé að vekja ótta hjá þeim sem hyggjast bera vitni Opinberar vitnaleiðslur rannsóknar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, standa nú yfir en í dag bar Marie Yovanovitch, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu vitni. 15. nóvember 2019 18:48