Trump fluttur til Flórída Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2019 08:02 Frá því að Trump varð forseti hefur hann varið 99 dögum í Mar-a-Lago en einungis 20 dögum í Trump-turni í New York. AP/Susan Walsh Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sem hefur búið í New York alla sína ævi hefur fært lögheimili sitt til Flórída. Nánar tiltekið er lögheimili hans nú skráð í Mar-a-Lago, klúbbi hans í Flórída. Trump segir ákvörðunina hafa verið tekna vegna þess hve illa stjórnmálamenn þar komi fram við hann. Það hafi sjaldan verið komið jafn illa fram við nokkurn mann og það þrátt fyrir að hann „greiði milljónir dala“ í skatta á ári hverju. Í röð tísta sem hann birti í nótt eftir að New York Times sögðu frá ákvörðun hans, sagði Trump þó að New York muni ávallt eiga sess í hjarta sínu.Andrew M. Cuomo, ríkisstjóri New York, virðist sáttur við ákvörðun forsetans enda er Trump gífurlega óvinsæll í New York. „Farið hefur fé betra,“ skrifaði hann á Twitter. „Það er ekki eins og hann hafi greitt skatta hér hvort sem er. Gjörið svo vel Flórída.“Bill De Blasio, borgarstjóri New York, tísti einnig um ákvörðun Trump og virtist hann taka henni fagnandi. Þá vottaði hann íbúum Flórída samúð sína vegna flutninga forsetans.Frá því að Trump varð forseti hefur hann varið 99 dögum í Mar-a-Lago en einungis 20 dögum í Trump-turni í New York. Hvíta húsið hefur ekki viljað segja af hverju Trump tók þessa ákvörðun en heimildarmaður New York Times segir forsetann hafa tekið þessa ákvörðun vegna skattamála. Tekjuskattur er minni í Flórída en víða annarsstaðar í Bandaríkjunum og þar er sömuleiðis engin erfðaskattur. Ómögulegt er að sannreyna þá staðhæfingu Trump um að hann hafi greitt milljónir í skatta í New York, þar sem hann hefur aldrei opinberað skattaskýrslur sínar eins og hefð er fyrir að forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum gera. Þá hefur Trump barist með kjafti og klóm gegn öllum tilraunum til að opinbera skattaskýrslurnar. Heimildarmaður NYT segir þá ákvörðun saksóknara í Manhattan að stefna Trump til að fá skattaskýrslur hans, hafa reitt forsetann til reiði. Flutningur lögheimilis hans hefur þó engin áhrif á stefnuna. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sem hefur búið í New York alla sína ævi hefur fært lögheimili sitt til Flórída. Nánar tiltekið er lögheimili hans nú skráð í Mar-a-Lago, klúbbi hans í Flórída. Trump segir ákvörðunina hafa verið tekna vegna þess hve illa stjórnmálamenn þar komi fram við hann. Það hafi sjaldan verið komið jafn illa fram við nokkurn mann og það þrátt fyrir að hann „greiði milljónir dala“ í skatta á ári hverju. Í röð tísta sem hann birti í nótt eftir að New York Times sögðu frá ákvörðun hans, sagði Trump þó að New York muni ávallt eiga sess í hjarta sínu.Andrew M. Cuomo, ríkisstjóri New York, virðist sáttur við ákvörðun forsetans enda er Trump gífurlega óvinsæll í New York. „Farið hefur fé betra,“ skrifaði hann á Twitter. „Það er ekki eins og hann hafi greitt skatta hér hvort sem er. Gjörið svo vel Flórída.“Bill De Blasio, borgarstjóri New York, tísti einnig um ákvörðun Trump og virtist hann taka henni fagnandi. Þá vottaði hann íbúum Flórída samúð sína vegna flutninga forsetans.Frá því að Trump varð forseti hefur hann varið 99 dögum í Mar-a-Lago en einungis 20 dögum í Trump-turni í New York. Hvíta húsið hefur ekki viljað segja af hverju Trump tók þessa ákvörðun en heimildarmaður New York Times segir forsetann hafa tekið þessa ákvörðun vegna skattamála. Tekjuskattur er minni í Flórída en víða annarsstaðar í Bandaríkjunum og þar er sömuleiðis engin erfðaskattur. Ómögulegt er að sannreyna þá staðhæfingu Trump um að hann hafi greitt milljónir í skatta í New York, þar sem hann hefur aldrei opinberað skattaskýrslur sínar eins og hefð er fyrir að forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum gera. Þá hefur Trump barist með kjafti og klóm gegn öllum tilraunum til að opinbera skattaskýrslurnar. Heimildarmaður NYT segir þá ákvörðun saksóknara í Manhattan að stefna Trump til að fá skattaskýrslur hans, hafa reitt forsetann til reiði. Flutningur lögheimilis hans hefur þó engin áhrif á stefnuna.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Sjá meira