Viðskipti innlent

Loka SUPER1 á Smiðjuvegi

Samúel Karl Ólason skrifar
Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri Ísborg verslanir ehf.
Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri Ísborg verslanir ehf. Fréttablaðið/Stigtryggur Ari

Forsvarsmenn Ísborg verslanir ehf. hafa tekið þá ákvörðun að loka verslun SUPER1 við Smiðjuveg í Kópavogi. Í yfirlýsingu frá félaginu segir að rekstur verslunarinnar hafi verið þungur. Nú verði setti af rýmingarsala í versluninni sem hefst í dag og verði fram yfir helgi. Allar vörur verði boðnar á fjórðungs afslætti.

Þá er búið að loka tveimur af þremur verslunum SUPER1 sem opnaðar voru fyrr á árinu. Eina verslunin sem eftir er er við Hallveigarstíg.

Sjá einnig: Danir koma að opnun nýrra matvöruverslana



„SUPER1 mun áfram starfrækja versluna sína við Hallveigarstíg og hefur rekstur hennar gengið framar vonum frá opnun. Er ætlunin að efla þá verslun til muna á næstu misserum,“ segir í áðurnefndri yfirlýsingu.

Ísborg keypti verslanir sínar af Högum í lok 2018 en sala þeirra var hluti af sátt Haga við Samkeppniseftirlitið vegna kaupa á Olíuverslun Íslands.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×