Hvað á fyrirbærið að heita? „Klopp O'Clock“ eða „Kloppage time“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2019 11:00 Jürgen Klopp og leikmenn Liverpool að fagna marki í lok leiksins um helgina. Samsett mynd/Getty/Marc Atkins Liverpool liðið hefur nú komið til baka í fjórum leikjum á stuttum tíma og það er ekkert skrýtið að menn séu farnir að bera þetta Liverpool lið saman við Fergie-tímann á níunda og tíunda áratugnum. Liverpool er með sex stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni eftir leiki helgarinnar en á 86 mínútu leiks liðsins á móti Aston Villa leit út fyrir að liðið færi bara með þriggja stiga forystu inn í stórleikinn á móti Manchester City um næstu helgi. Það boðar kannski ekki gott að Liverpool liðið sé farið að stunda það að bjarga sér fyrir horn en það sýnir jafnframt karakter og styrk að ná því leik eftir leik. Heppni eða hæfileikar, það verður alltaf stóra spurningin.Fergie Time is dead, long live Klopp O'Clock, writes @NeilHumphreys#Fergietime#Liverpool#Klopphttps://t.co/h7SRZThIax — The New Paper (@thenewpaper) November 4, 2019 Margir knattspyrnusérfræðingar eru að velta þessum endurkomum Liverpool liðsins fyrir sér eftir enn eina slíka á móti Aston Villa á Villa Park um helgina. Liverpool skoraði þá sigurmarkið á fjórðu mínútu í uppbótatíma en markaskorarinn Sadio Mane hafði einnig skorða sigurmark á móti Leicester City á fimmtu mínútu í uppbótatíma fyrir ekki svo löngu síðan. Hugtakið Fergie-tími er vel þekkt meðal knattspyrnuáhugamanna enda snéru lið Sir Alex Ferguson oft við leikjum á lokamínútunum á gullaldarárum United liðsins undir stjórn Skotans sigursæla. Fergie-tími var líka tilraun til að lýsa pressunni sem lið Sir Alex setti á mótherja sína þegar liðið þurfti mörk á lokamínútum leikja.James - Forget Fergie time. Liverpool leave it late again to strike in Kloppage time! https://t.co/E7KJ5e8Brwpic.twitter.com/ZNvAJKbk6d — Aston Villa All News (@AVFCAllNews) November 4, 2019 Það er einmitt þessi pressa sem menn sjá svo greinilega í síðustu leikjum Liverpool. Liðið hefur sett allt á fullt í lok leikjanna og það hefur skilað liðinu mörgum stigum og þar með sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Það væri vissulega auðveldast að breyta bara Fergie-tíma í Klopp-tíma til að búa til viðurnefni fyrir endurkomur Liverpool liðsins í vetur en menn vilja þó vera eitthvað frumlegri en það. Margir pennar hafa velt því fyrir sér hvað þetta fyrirbæri eigi að heita. Tvær skemmtilegustu tillögurnar eru kannski að kalla þetta „Klopp O'Clock“ eða „Kloppage time“ upp á ensku. Báðar eru þetta skemmtilegar útfærslur á enskri tungu sem ensku blöðin munu eflaust nýta sér haldi Liverpool áfram að breyta töpum í jafntefli og sigra.Hér fyrir neðan má sjá aðeins meira um endurkomur Liverpool á leiktíðinni. Endurkomur Liverpool liðsins í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu: 14. september á móti Newcastle - lenti 1-0 undir á 7. mínútu en vann leikinn 3-1 (+ 3 stig) 20. október á móti Manchester United - lenti 1-0 undir á 36. mínútu en náði 1-1 jafntefli (+ 1 stig) 27. október á móti Tottenham - lenti 1-0 undir á 1. mínútu en vann leikinn 2-1 (+ 3 stig) 2. nóvember á móti Aston Villa - lenti 1-0 undir á 21. mínútu en vann leikinn 2-1 (+ 3 stig)Mikilvæg mörk Liverpool liðsins í blálokin í nokkrum leikjum á tímabilinu: 90.+5 mín. - Sadio Mane með sigurmark á móti Leicester City 85. mín. - Adam Lallana með jöfnunarmark á móti Manchester United 87. mín. - Andrew Robertsson með jöfnunarmark á móti Aston Villa 90.+4 mín. - Divock Origi með jöfnunarmark á móti Arsenal (deildabikar) 90.+4 mín. - Sadio Mane með sigurmark á móti Aston Villa Enski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira
Liverpool liðið hefur nú komið til baka í fjórum leikjum á stuttum tíma og það er ekkert skrýtið að menn séu farnir að bera þetta Liverpool lið saman við Fergie-tímann á níunda og tíunda áratugnum. Liverpool er með sex stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni eftir leiki helgarinnar en á 86 mínútu leiks liðsins á móti Aston Villa leit út fyrir að liðið færi bara með þriggja stiga forystu inn í stórleikinn á móti Manchester City um næstu helgi. Það boðar kannski ekki gott að Liverpool liðið sé farið að stunda það að bjarga sér fyrir horn en það sýnir jafnframt karakter og styrk að ná því leik eftir leik. Heppni eða hæfileikar, það verður alltaf stóra spurningin.Fergie Time is dead, long live Klopp O'Clock, writes @NeilHumphreys#Fergietime#Liverpool#Klopphttps://t.co/h7SRZThIax — The New Paper (@thenewpaper) November 4, 2019 Margir knattspyrnusérfræðingar eru að velta þessum endurkomum Liverpool liðsins fyrir sér eftir enn eina slíka á móti Aston Villa á Villa Park um helgina. Liverpool skoraði þá sigurmarkið á fjórðu mínútu í uppbótatíma en markaskorarinn Sadio Mane hafði einnig skorða sigurmark á móti Leicester City á fimmtu mínútu í uppbótatíma fyrir ekki svo löngu síðan. Hugtakið Fergie-tími er vel þekkt meðal knattspyrnuáhugamanna enda snéru lið Sir Alex Ferguson oft við leikjum á lokamínútunum á gullaldarárum United liðsins undir stjórn Skotans sigursæla. Fergie-tími var líka tilraun til að lýsa pressunni sem lið Sir Alex setti á mótherja sína þegar liðið þurfti mörk á lokamínútum leikja.James - Forget Fergie time. Liverpool leave it late again to strike in Kloppage time! https://t.co/E7KJ5e8Brwpic.twitter.com/ZNvAJKbk6d — Aston Villa All News (@AVFCAllNews) November 4, 2019 Það er einmitt þessi pressa sem menn sjá svo greinilega í síðustu leikjum Liverpool. Liðið hefur sett allt á fullt í lok leikjanna og það hefur skilað liðinu mörgum stigum og þar með sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Það væri vissulega auðveldast að breyta bara Fergie-tíma í Klopp-tíma til að búa til viðurnefni fyrir endurkomur Liverpool liðsins í vetur en menn vilja þó vera eitthvað frumlegri en það. Margir pennar hafa velt því fyrir sér hvað þetta fyrirbæri eigi að heita. Tvær skemmtilegustu tillögurnar eru kannski að kalla þetta „Klopp O'Clock“ eða „Kloppage time“ upp á ensku. Báðar eru þetta skemmtilegar útfærslur á enskri tungu sem ensku blöðin munu eflaust nýta sér haldi Liverpool áfram að breyta töpum í jafntefli og sigra.Hér fyrir neðan má sjá aðeins meira um endurkomur Liverpool á leiktíðinni. Endurkomur Liverpool liðsins í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu: 14. september á móti Newcastle - lenti 1-0 undir á 7. mínútu en vann leikinn 3-1 (+ 3 stig) 20. október á móti Manchester United - lenti 1-0 undir á 36. mínútu en náði 1-1 jafntefli (+ 1 stig) 27. október á móti Tottenham - lenti 1-0 undir á 1. mínútu en vann leikinn 2-1 (+ 3 stig) 2. nóvember á móti Aston Villa - lenti 1-0 undir á 21. mínútu en vann leikinn 2-1 (+ 3 stig)Mikilvæg mörk Liverpool liðsins í blálokin í nokkrum leikjum á tímabilinu: 90.+5 mín. - Sadio Mane með sigurmark á móti Leicester City 85. mín. - Adam Lallana með jöfnunarmark á móti Manchester United 87. mín. - Andrew Robertsson með jöfnunarmark á móti Aston Villa 90.+4 mín. - Divock Origi með jöfnunarmark á móti Arsenal (deildabikar) 90.+4 mín. - Sadio Mane með sigurmark á móti Aston Villa
Enski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira