Lífið

Ógleymanleg faðmlög í Gvatemala

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigurður Donys hitti fjölskyldu sína í Gvatemala.
Sigurður Donys hitti fjölskyldu sína í Gvatemala.
Sigurður Donys Sigurðsson var ættleiddur frá Gvatemala fyrir tæpum þrjátíu árum. Þá orðinn fimm ára.

Hann fékk ástríkt og gott uppeldi á Íslandi og ólst upp á Vopnafirði með tveimur eldri systkinum sínum og segist engan áhuga hafa haft á því að finna ræturnar í Gvatemala fyrr en hann settist niður fyrir framan sjónvarpið fyrir tveimur árum og horfði á Leitina að upprunanum.

Á Stöð 2 í gærkvöldi var fjallað um leit Sigurðar að fjölskyldu sinni í Gvatemala en þetta var seinni þátturinn um mál Donna.

Ef þú hefur ekki séð þátt gærkvöldsins og vilt ekki vita um framvindu mála væri gott að hætta að lesa  núna.

.

.

.

.

.

.

Það er búið að vara þig við.

.

.

.

.

.

.

 

Þegar Donny hitti Vicente fyrst.
Sigurður Donys, eða Donni eins og hann er alltaf kallaður, kom til Íslands árið 1991 og var þá á sjötta ári. Hann hafði þá búið alla sína ævi á fósturheimili sem var rekið af bandarískum hjónum í Gvatemala.

Í síðasta þætti kom í ljós að Donni og Unnur Ósk Unnsteinsdóttir, kærasta hans, náðu að hafa upp á föður hans í Gvatemala og fékk hann Facebook skilaboð frá honum sex mánuðum eftir að hafa sent þau. 

Það var því ákveðið að ferðast út til Gvatemala og hitta þá ættingja sem hann á þar í landi. Sigrún Ósk var að sjálfsögðu með í för en til að byrja með fékk Donny að hitta tvær systur sínar. 

Þær mundu vel eftir Donna og hafa alla tíð hugsað hvar hann væri niðurkominn. Báðar brotnuðu þær niður þegar þær fengu faðmlag frá Donna í fyrsta sinn í yfir 25 ár. 

Því næst ferðaðist hópurinn í annan bæ til að finna föður Donna, Vicente Garcia Tot. 

Ekki hefur liðið sá dagur sem hann hugsaði ekki um Donna og báðir synir hans sem hann eignaðist síðar eru skírðir í höfuðið á Donna. Annar Donys og hinn Adalberto svo Donni myndi örugglega ekki gleymast. Bræður Donna ólust upp við að vita af þriðja bróðurnum.

Loksins var komið að því að þeir feðgar fengu að hittast í fyrsta sinn í langan tíma. Sú stund var tilfinningarík og faðir hans brotnaði niður þegar hann fékk drenginn í fangið eins og sjá má hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.